Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Side 15
DV Sport fimmtudagur 6. september 2007 15 Sport Fimmtudagur 6. september 2007 sport@dv.is Eiður byrjaður að æfa ísland vann austurríki 91–77 í lokaleik sínum í B-deild evrópukeppni landsliða. Bls 16 Magnús Gylfason, þjálfari Vík- ings, og Guðjón Þórðarsson, þjálf- ari ÍA, voru í gær ávíttir og knatt- spyrnudeildir liðanna dæmdar til að greiða sekt er nemur tíu þúsund krónum eftir að dómur aganefndar KSÍ féll. Að mati nefndarinnar létu þeir Magnús og Guðjón niðrandi orð falla um frammistöðu dómaranna eftir leiki liðanna í 14. umferð Lands- bankadeildarinnar þar sem Víkingar léku gegn Breiðabliki á Kópavogs- velli og ÍA lék gegn KR í Frostaskjóli. Tveir þjálfarar í viðbót, þeir Ól- afur Kristjánsson og Leifur Garðars- son, voru ákærðir af aga- og úrskurð- arnefnd KSÍ en þeir voru einungis áminntir og ekki kom til sektar vegna ummæla þeirra. Magnús Gylfason sagði eftir leik Breiðabliks og Víkings að dómarinn hafi verið „hreint út sagt lélegur“ og hann hafi verið að „bíða eftir því að reka mann út af“ en í leiknum voru Víkingar einum fleiri þegar leikmað- ur í liðinu var rekinn af velli fyrir litlar sakir . Hann hefur áður verið dæmd- ur af aganefndinni í sumar en hann fékk leikbann eftir ummæli við dóm- ara eftir leik ÍA og Víkings í 16 liða úr- slitum í VISA bikarkeppni karla. Guðjón Þórðarson sagði að „KR- ingar hefðu verið þrettán inni á vell- inum“ og átti þar með við að honum fyndist dómarinn og annar aðstoðar- dómarinn vera heldur hliðhollir KR- ingum. „Mér finnst mjög furðulegt að þeir hafi að jöfnu það sem ég sagði og það sem Guðjón sagði. Hann vildi meina að dómarinn hafi verið með KR-ingum í liði en ég sagði að dóm- arinn hefði verið að bíða eftir því að gefa leikmanni Víkings rautt spjald. Það er eðlismunur á þessum orð- um og ég er ósásttur við þessa nið- urstöðu aganefndar,“ segir Magnús Gylfason. dagur@dv.is Þjálfarar í Landsbankadeild karla ávíttir og knattspyrnudeildunum gert að greiða sekt: Magnús og Guðjón ávíttir af aganefnd öruggur sigur Magnús Gylfason er ósáttur við að fá sömu refsingu og guðjón Þórðarson þar sem eðlismunur sé á ummælum þeirra. Enskir fá ekki séns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.