Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Page 23
Íslensk orkufyrirtæki, sem til þessa hafa verið í eigu sveitarfélaga eða rík- is, hafa gott af útrás. En útrás þeirra verður aldrei með sama sniði og hjá frændþjóðum okkar á Norðurlönd- um. Það stafar af legu Íslands langt frá meginlandi Evrópu. Finnskt orkufyrirtæki ræður nú til að mynda allri raforkusölu í Stokk- hólmi, höfðuðborg Svíþjóðar. Sænska raforkurisanum Vattenfall hefur verið komið undan regluverki ríkisins og breytt í hlutafélag en er þó enn að fullu í ríkiseign. Fyrirtækið ræður nú allri raforkusölu í Berlín og Varsjá svo nokkuð sé nefnt. Heima sitja Svíar og spyrja sig hver ávinningurinn af bröltinu hafi í raun verið. Raforkuverðið til sænskra heimila hefur hækkað gríðarlega síð- an raforkufyrirtækin í landinu voru losuð undan stjórn ríkis og sveitarfé- laga og breytt í hlutafélög. Sveitarfé- lög sem í fjárhagskröggum seldu raf- orkurisunum veitufyrirtæki sín naga sig nú í handarbökin vegna kvartana sem berast frá heimilum og fyrirtækj- um um firnamikla hækkun raforku- verðs. Einn helsti fylgifiskur hlutafélaga- væðingar orkufyrirtækjanna á meg- inlandi Evrópu og í Bandaríkjunum á umliðnum árum er einmitt veruleg hækkun raforkuverðs til heimila og fyrirtækja og gríðarleg launahækkun forstjóranna. Sums staðar hefur þjón- ustan einnig versnað til muna eins og frægt varð í Kaliforníu á síðasta áratug. Frjálshyggjupostularnir komu þar í raun óorði á markaðshyggjuna með því að hækka raforkuverð og draga úr afhendingaröryggi á rafmagni. Það er full ástæða fyrir skattborg- ara þessa lands að gjalda varhug við þessari þróun. Nær væri að reyna að læra af mistökum annarra en hengja sig í trúarhugmyndir frjálshyggjunn- ar, en hennar bíða þau örlög að falla úr tísku eins og flest annað. Hefur borgarstjórinn stefnu? Það var bjargfastur skilningur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borg- arstjóra, að orkuveitur séu öryggis- fyrirtæki í þágu borgaranna, tilheyri grunngerð samfélagsins og falli illa að samkeppnisrekstri. Þannig bæti það samkeppnisstöðu fyrirtækja við önn- ur lönd að verð á raforku og húshitun verði áfram með því lægsta sem ger- ist á Vesturlöndum. Vilhjálmur hefur af þessum sökum verið mótfallinn því að einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur þótt hann segist nú vera hlynntur því að breyta henni í hlutafélag. Borgarstjórinn má vita, að megin- reglan í öllum nálægum löndum hef- ur verið sú, að örfáum misserum eftir hlutafélagavæðingu opinberra fyrir- tækja hafa hin nýju hlutafélög verið einkavædd. Veit borgarstjórinn ekki, að það var einmitt hlutafélagaform Hitaveitu Suðurnesja sem varð til þess að engu munaði að það kæmist í meirihluta- eign einkaaðila fyrr í sumar með full- tingi Árna Sigfússonar, flokksbróður hans í Reykjanesbæ? Hvernig stend- ur á því að hann mælir með því nú að Orkuveitu Reykjavíkur verði breytt í hlutafélag? Vill hann bjóða þeirri hættu heim hjá Orkuveitunni sem hann afstýrði hjá Hitaveitu Suður- nesja? Skattabölið Hvernig stendur á því að for- stjóri og aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur leggja til að fyrirtækinu verði breytt í hlutafélag? Ef allt fer sem annars staðar í Evrópu, mun það ger- ast með vissu að laun þeirra hækka með formbreytingunni og orkuverðið til fyrirtækja og heimila mun hækka. Eru þeir ekki í raun að biðja um um- talsverða launahækkun? Og hvernig stendur á því að Haukur Leósson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, býður Reykvíkingum upp á þá röksemd í fullri alvöru að það sé eftirsóknarvert að breyta Orkuveitunni í hlutafélag vegna þess að þá lækki skattar sem á hana eru lagðir. Er það ekki einmitt hagur skattborgaranna að fyrirtæki eins og Orkuveita Reykjavíkur þoli og beri sem mesta skatta og standi undir eins mikilli velferð og þjónustu við borgarana og unnt er? Því lægri gæti skattbyrði heimilanna verið. Aðför að velferð? Hefur rekstur og rekstrarform Orku- veitu Reykjavíkur verið í ólagi? Varla. Fyrirtækinu hefur tekist að bjóða al- menningi eitt lægsta orkuverð sem um getur á Vesturlöndum. Halda menn í alvöru að Evrópu- sambandið telji það skaðvænlegt að rekstur, sem er illa fallinn til sam- keppni, fái lán á lægri vöxtum en önn- ur skyld fyrirtæki vegna ábyrgðar borg- arsjóðs? Þarf ekki að sýna fram á að orkuframleiðslan og orkudreifingin lúti lögmálum samkeppninnar? Áreiðan- lega væri fínt að taka tilboði fyrirtækis- ins A hf. um lagningu á skolpleiðslu að húsi mínu. En hvað ef mér bærist ann- að betra tilboð frá B hf.? Ætti ég þá að fá B hf. til þess að leggja aðra skolplögn að húsi mínu? Eins er farið með önnur veitufyrir- tæki og samkeppnina. Hér blasir við munurinn á rekstri þeirra og til dæmis ríkisbanka sem sjálfsagt var að breyta í hlutafélög og einkavæða. Hugleiðum orð breska sérfræð- ingsins Dexters Whitfield í bók hans um almannaþjónustu og velferð á skil- málum fyrirtækjanna: „Einkavæðing er annað og meira en að svipta almenning eignum sínum. Hún er umfangsmikið herbragð til þess að endurskipuleggja velferðarþjóðfélagið á varanlegan hátt í þágu auðmagnsins.” Spurningin „Nei, ég er sko ekki búin að lesa þær og það stendur ekki til að gera það. Satt best að segja veit ég ekki einu sinni hvort þær eru til á heimilinu ennþá,“ segir Þorgerður Elíasdóttir, húsmóðir í Grindavík. Þorgerði var nýlega stefnt út af kröfu sem hún greiddi fyrir sextán árum en hún hafði kvittun fyrir greiðslunni. Stefnandinn Úlfar Nathanaelsson sagðist hins vegar aldrei hafa fengið greiðsluna. Ertu búin Að lESA bækurnAr? Sandkassinn Henry Birgir íþróttafréttamað- ur segir á bloggsíðu sinni frá myndbandi sem hann rakst á inni á heima- síðu hand- boltahetjunnar Loga Geirsson- ar, www.logi- geirsson.de. Þar sést Logi ásamt nokkrum af ungu leikmönnunum í landslið- inu kljást við bilað klósett inni á hótelherbergi í keppnisferð. Eða Logi er meira að kljást við bilaða klósettið sem flæðir um allt og hinir standa og hlæja að honum. Mjög fyndið stöff. AnnArs er ég í mjög miklu stuði fyrir íslenskar kvikmyndir þessa dagana. Ég er alveg kominn með nóg af bragðlausu Hollywood- helvíti í bili og vil fá að sjá eitthvað íslenskt og gott. Astrópía svalaði þeirri þörf að hluta og ég er að vona að Veðramót slökkvi hann í bili. Mig langar virkilega mikið til þess að sjá myndina og hef tröllatrú á henni. ÞAð er líkA ótrúlegA gaman að fylgjast með velgengni íslenskra mynda um þessar mundir. Aðsóknin á Astrópíu hefur verið frábær og velgengni myndanna Mýrin og Börn er alveg hreint glæsileg. Mýrin eftir Baltasar vann til aðalverðalunanna á Karl- ovy Vary-kvikmyndahátíðinni og er nú sýnd á tveimur öðrum vestanhafs. Börn hafa unnið til fernra verðlauna og mun keppa um Gyllta svaninn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn. Vonandi verður þetta vítamínsprauta fyrir íslenska kvikmyndagerð og Ísland, sem er eitt ríkasta land í heimi, fari að setja almennilegan pening í þetta. ég fór seinustu helgi í svokallað Smirnoff-partí á nýja veitinga- og skemmtistaðnum Rúbín í Öskjuhlíðinni. Staðurinn er alveg skuggalega flottur. Hann er á tveimur hæðum og hægri hliðin á staðnum er bara bergið í Öskju- hlíðinni bert og fallegt. Svo er líka útgangur úr salnum á efri hæðinni út á þakið á Keiluhöllinni og þar er nokkuð stór garður. Ég hlakka mikið til að fylgjast með þessum stað og vona að hann gangi því hann er skemmtileg tilbreyting frá holunum niðri í bæ. Tölum nú ekki um 50 milljóna króna hljóðkerfið. Ásgeir Jónsson veltir hlutunum fyrir sér. DV Umræða fimmtudaGur 6. SEptEmbEr 2007 23 DV fyrir 25 árum keilir röng mynd birtist af fjallinu Keili á þessum stað í blaðinu í gær. fjallið Keilir skartaði sínu fegursta í haustblíðunni á reykjanesi fyrr í vikunni. Keilir er skemmtilegt og auðvelt fjall til uppgöngu og þrátt fyrir að vera ekki í hópi hæstu fjalla landsins er útsýnið þaðan glæsilegt þegar skyggnið er gott. DV-MYND: ÁSGEIR myndin P lús eð a m ínu s Plúsinn í dag fær hinn gamansami guðsmaður, Jón Gnarr, fyrir skemmtilega og vel gerða auglýsingu fyrir Símann. Þrátt fyrir að viðbrögð fólks séu mismunandi er alltaf gaman að hrista aðeins upp í samfélaginu og Jón Gnarr hefur ágætt lag á því. JóHAnn HAukSSon útvarpsmaður skrifar Hugleiðum orð Dexters Whitfield í bók hans um almannaþjónustu og velferð á valdi fyrirtækj- anna: „Einkavæðing er annað og meira en að svipta almenning eignum sínum. Hún er umfangsmikið her- bragð til þess að endurskipu- leggja velferðarþjóðfélagið á varanlegan hátt í þágu auð- magnsins.” Áleitnar spurningar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.