Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Blaðsíða 2
miðvikudagur 10. október 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sektaður fyrir ítrekuð brot Birkir Magnússon, 24 ára, var í gær dæmdur til að greiða tvö hundruð þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs ella sæta fangelsi í fjórtán daga. Sektina fær hann fyrir ítrekuð umferðarlagabrot en hann var stöðaður í febrúar með tveggja daga millibili þar sem hann ók réttindalaus. Birkir var auk þess tekinn með 1,94 grömm af hassi í fórum sínum þann 3. ágúst í sumar. Birkir var fyrst dæmdur fyrir umferðarlaga- brot árið 2001 en síðan þá hefur hann margsinnis komist í kast við lögin. Sjoppu lokað eftir snuffleit Lögreglan á Selfossi fékk nýlega ábendingu frá foreldri í bænum um að í söluturni í verslunar- miðstöðinni Kjarnanum á Selfossi væri verið að selja svo- kallað „snuff“, eða sænskt neftóbak, sem smyglað er inn í landið. Í sam- vinnu við tollgæslu á Selfossi var gerð leit í söluturninum í síðustu viku. Við leitina fund- ust þrettán snuffdósir. Hald var lagt á dósirnar og mun sá sem bar ábyrgð á þeim verða kærður fyrir ólögmæt- an innflutning og sölu. Eftir þessa aðgerð hefur rekstri söluturnsins verið hætt, en lögregla vill ekki leggja mat á hvort þessi aðgerð hafi riðið baggamuninn. Vilja fá þyrlu til Hornafjarðar Bæjarstjórn Hornafjarðar vill að björgunarþyrla verði á Horna- fjarðarflugvelli. Í bókun sem var gerð á síðasta fundi bæjarstjórn- ar ítrekar bæjarstjórnin fyrri yfir- lýsingar um þetta. „Hornafjarðarflugvöllur er mikilvægur hlekkur í björgun- ar- og öryggisþjónustu í landinu. Lendingarskilyrði eru góð og flugvöllurinn hefur gegnt mik- ilvægu hlutverki í björgunarað- gerðum bæði til lands og sjávar á Suður- og Austurlandi,“ segja bæjarfulltrúar í bókuninni. Færri fast- eignakaup Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 211 í liðinni viku. Heildarvelt- an var 7.349 milljónir króna og meðalupphæð á samning 34,8 milljónir króna. Þetta er fækkun frá vikunni á undan þar sem 248 samn- ingum var þinglýst og heildar- veltan var 8.857 milljónir. Rannsókn á kynferðisbrotum í Byrginu komin til ríkissaksóknara: Níu mánaða rannsókn á enda Guðmundur Jónsson, kenndur við Byrgið, og eiginkona hans Helga Haraldsdóttir höfðu bæði réttar- stöðu sakborninga í yfirheyrslum hjá lögreglunni á Selfossi í tengslum við Byrgismálið svokallaða. Gögn vegna rannsóknarinnar bárust ríkissak- sóknara í gær. Um níu mánuðir eru síðan rannsókn hófst en málið var á vormánuðum endursent frá rík- issaksóknara til frekari rannsóknar sem þá þótti ábótavant. Átta konur hafa lagt fram kæru á hendur Guðmundi vegna kynferð- isbrota. Þeirra á meðal er Ólöf Ósk Erlendsdóttir, fyrrverandi vistmaður Byrgisins. Í samtali við blaðamann DV í ág- úst sagði Ólöf að Helga hefði tekið þátt í kynlífsathöfnum með sér og Guðmundi. Magnús Einarsson, fyrr- verandi starfsmaður Byrgisins, full- yrti þá að misnotkun Guðmundar á vistmönnum hefði verið með fullri vitneskju eiginkonu hans. Magnús sagði einnig að Guðmundur hefði tekið sumar stúlkurnar í þjálfun sem drottnara í lesbísku valdakynlífi með Helgu. Guðmundur keypti mikið af leðri í nafni Byrgisins hjá fyrirtækinu Hvítl- ist. Efnahagsbrotadeild taldi vegna umfangs viðskiptanna að leðuriðja væri starfrækt á meðferðarstofnun- inni. Í DV í mars segir Magnús hins vegar að Guðmundur hafi keypt skinnin til að sauma leðurgrímur og svipur sem hann notaði í kynlífsleikj- um sínum með konunum í Byrginu. Allar eignir Guðmundar, að verð- mæti tæpar 38 milljónir króna, voru kyrrsettar af efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra á sínum tíma til að koma í veg fyrir að hann geti fært þær yfir á aðrar kennitölur áður en rann- sókn lyki. Hjá efnahagsbrotadeildinni feng- ust þær upplýsingar einar að mál- ið væri í rannsókn en ekkert annað væri látið uppi að svo stöddu. Ekki fékkst uppgefið hvort séð væri fram á hvenær þeirri rannsókn myndi ljúka en vonast er til þess að það verði sem fyrst. erla@dv.is Guðmundur Jónsson Átta konur hafa kært hann fyrir kynferðislega misbeitingu. Íbúum á Hringbraut 121 var í gær boðin áfallahjálp í kjölfar morðsins á Borgþóri Gústafssyni á sunnudag. Enginn íbúi í húsinu þáði hjálpina en fólkið er engu að síð- ur skelkað. Lögregla hefur ekki gefið upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þórarinn Kr. Gíslason hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á mánudag. ÍBÚAR AFÞAKKA ÁFALLAHJÁLPINA Íbúum á Hringbraut 121 var í gær boðin áfallahjálp í kjölfar morðsins á Borgþóri Gústafssyni sem framið var í íbúð hans í húsinu á sunnu- dag. Fæstir íbúa komu til dyra þegar prestur og fulltrúar Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar vitjuðu þeirra. Tveir svöruðu þegar dyrabjöllu var hringt og afþökkuðu alla hjálp. Þeir íbúar sem rætt hefur verið við eru skelkaðir eftir atburði helg- arinnar. Tilkynnt var um að Borg- þór lægi meðvitundarlaus í blóði sínu um klukkan 13.30 á sunnu- daginn. Seinna um daginn var Þór- arinn Kr. Gíslason handjárnaður og leiddur á brott af lögreglu. Þórarinn býr í þarnæstu íbúð við Borgþór. Einn þeirra sem blaðamaður heimsótti sagði að búið væri að yf- irheyra sig, hann væri saklaus. Lög- regla hefur ekki gefið upp hvort játning liggi fyrir. Þórarinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október. Í framhaldi af Vatnsstíg Íbúðirnar í húsinu við Hring- braut 121 eru allar í eigu Félags- bústaða Reykjavíkurborgar. Mikill meirihluti íbúanna á við geðrask- anir að stríða og margir hverjir eiga einnig í stríði við áfengissýki og aðrar fíknir. Húsnæðið á Hringbraut tók við af íbúðum við Vatnsstíg 11 í Reykjavík, þar sem fólk í þessari stöðu átti þess kost að leigja íbúð- ir. Íbúarnir leigja íbúðirnar af Fé- lagsbústöðum og leigusamning- arnir eru með hefðbundnu sniði, að öðru leyti en því að fulltrúi frá Félagsbústöðum kemur á sex mánaða fresti og athugar ástand- ið á fasteignunum. Þurfum að bregðast við Sigursteinn Másson, formað- ur Öryrkjabandalags Íslands, seg- ir mikilvægt að íslenskt samfé- lag tileinki sér það sem kallað er snemmtæk íhlutun. „Ég get nátt- úrulega ekki tjáð mig um þetta einstaka atvik. Hitt er annað mál að með snemmtækri íhlutun er hægt að nálgast vanda eins og þennan áður en svona fer,“ segir Sigursteinn. Hann segir að í þessu felist að heilbrigðiskerfið, almannatrygg- ingar, félagsþjónusta og önn- ur kerfi samfélagsins vinni kerf- isbundið saman. „Þetta þýðir til dæmis það að þegar fólk veikist og er vikum saman frá vinnu eða skóla fer í gang ákveðið viðbragð. Þá er reynt að meta hvað þarf að gera og hvers konar þjónustu og stuðning þarf að veita. Þetta verð- ur til þess að við erum ekki sífellt að bregðast við afleiðingunum,“ segir hann. Veikir einstaklingar „Við höfum talað um að hér þurfi að koma á laggirnar per- sónulegri liðveislu, þannig að hægt sé að koma í veg fyrir svona harmleiki,“ segir Sveinn Magnús- son, framkvæmdastjóri Geðhjálp- ar. Hann segir að fleiri dæmi megi rekja en voðaatburð síðastliðinnar helgar. „Hér má nefna aldraða og geðsjúka sem finnast heima hjá sér látnir og hafa kannski legið þar svo dögum og vikum skiptir. Hvað er eiginlega í gangi hjá okkur,“ spyr Sveinn. Hann segir að jafnvel þótt sumt fólk vilji ekki þiggja þá hjálp sem í boði er sé möguleikinn á að veita hjálp ávallt fyrir hendi. „Sumt fólk er bara dæmt aumingjar af samfé- laginu og þá höfum við ekki lengur heimild til þess að hjálpa því.“ Hann segir að stundum þegar minnst sé á snemmtæku úrræðin séu svörin á þá leið að persónu- réttindi fólks séu brotin með því að þröngva upp á það hjálpinni. „Þetta snýst ekkert um það. Þetta eru veikir einstaklingar.“ SiGtryGGur Ari JóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is „Sumt fólk er bara dæmt aumingjar af sam- félaginu og þá höfum við ekki lengur heim- ild til þess að hjálpa því.“ erfiður nágranni barinn til bana ógæfumaður barinn til bana á heimili sínu við hringbraut: F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 9. október 2007 dagblaðið vísir 161. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 FRÉTTIR nágrannar mannsins sem lést eftir barsmíðar á heimili sínu við Hringbraut höfðu lengi kvartað undan hávaða og látum. félagsbústaðir reyndu að fá borgþór borinn út fyrir skemmstu en tókst ekki. Maðurinn var í óreglu og illa á sig kominn. „Ég vildi gjarnan hjálpa honum en vissi ekki hvað ég gat gert,“ segir georg Viðar björnsson húsvörður. Sjá bls. 2. >> Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er í þjálfaranámi með Roy Keane. Að loknu námi verður hann mennt- aðasti starfandi þjálfari í landinu, kominn með UEFA-PRO gráðuna. Eini Íslendingurinn sem er með hana í dag er Teitur Þórðarson. Hálfgert trúboð >> „Ég er svo sannarlega forfallinn aðdáandi og búinn að vera það í þó nokkurn tíma,“ segir Þröstur Helgason. Hann hefur skrif ð bók um tónlistar- manninn Tom Waits sem hann birtir endurgjaldslaust á heimasíðu sinni. Hann segir skrifin hálfgert trúboð. í námi með roy keane >> Ólöf Ósk Erlendsdóttir, sem kærði Guðmund Jónsson í Byrginu fyrir kynferðisbrot og sætir nú ákæru fyrir að kefla og pynta mann, er farin að hjálpa til í sunnudaga- skóla. Hún lýsti sig seka í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær af ákæru um húsbrot ásamt fjórum öðrum. Snúa bökuM SaMan SjálfStæðiSMenn bundu enda á deilur Sínar uM reykjaVik energy inVeSt og ákVáðu að Selja fÉlagið. borgarfulltrúarnir Sex SeM deildu á VilHjálM Þ. VilHjálMSSon borgarStjóra Hafa tekið Hann í Sátt. kauprÉttar- SaMningar Við StarfSMenn og Stjórnendur ollu Mikilli óánægju. dV birtir nöfn allra Þeirra SeM áttu uppHaflega að fá kauprÉtt. >> Tugir manna bíða við dyrnar á Góða hirðinum hvern dag eftir að búðin verði opnuð til að missa ekki af því nýjasta sem er í boði. DV tók nokkra nokkra þeirra sem stóðu í biðröðinni tali. bíða í röðuM Fólk Hjálpar til í kirkju ÞriðJudAGinn 9. oKtóBer. Vettvangur voðaverksins Lögregla hefur bæði innsiglað íbúð borgþórs gústafssonar og Þórarins kr. gíslasonar við Hringbraut 121. Þórarinn situr í gæsluvarðhaldi til mánudags. hringbraut 121 allar íbúðirnar í húsinu eru í eigu Félagsbústaða reykjvíkurborg- ar. Húsið tók við hlutverki vatnsstígs 11, þar sem fólk með geðraskanir og áfengissýki fékk að leigja íbúðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.