Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Blaðsíða 6
Óánægja og reiði borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna beinist að Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra Reykjavik Energy Invest, REI, og að hluta til að Bjarna Ármanns- syni, stjórnarformanni REI. Borg- arfulltrúarnir kenna Guðmundi um þann trúnaðarbrest sem varð milli þeirra og lykilstjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur í aðdraganda samein- ingar REI og Geysis Green Energy. Samkvæmt heimildum DV vilja borgarfulltrúarnir reka Guðmund úr starfi forstjóra Orkuveitu Reykja- víkur við fyrsta tækifæri. Guðmundur yrði þá annar mað- urinn sem víkur sæti eftir að reiði greip um sig í samfélaginu vegna vinnubragða við sameininguna og ekki síst umdeildra kauprétt- arsamninga lykilstarfsmanna REI og Orkuveitunnar. Borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins sættust á að Haukur Leósson, þeirra fulltrúi í stjórn Orkuveitunnar og REI, viki sæti og í hans stað verður skipaður einhver borgarfulltrúanna. Hauki og Guðmundi hefur síðustu daga einna helst verið kennt um upplýs- ingaskort og samskiptaleysi í að- draganda sameiningarinnar. Samskiptaleysi stjórnenda Mikil óánægja hefur verið und- anfarið innan borgarstjórnar með vinnubrögð borgarstjórans Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar og for- manns borgarráðs, Björns Inga Hrafnssonar. Vilhjálmur naut um skeið ekki trausts eigin borgarfull- trúa og Björn Ingi hefur ekki unn- ið sér inn miklar vinsældir innan Framsóknarflokksins. Vilhjálmur hef- ur náð sátt- um í sínum hópi og borgar- stjórn- arflokkur hans vísar ábyrgðinni á stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur. Allir borgarfulltrúar hans telja mik- ilvægt að kanna til hlítar framferði stjórnenda í aðdraganda samein- ingar REI og Geysis Green Energy. Jafnframt er Hauki vikið úr stjórn Orkuveitunnar sökum samskipta- leysis. Sama staða Það vekur athygli að á meðan Haukur er látinn víkja bæði úr stjórn Orkuveitunnar og REI er Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, sagður njóta fyllsta trausts í meiri- hlutasamstarfinu við sjálfstæðis- menn í borginni. Samt er aðkoma Hauks og Björns Inga að sameining- unni nákvæmlega sú sama og báðir hafa þeir komið að sömu ákvörðun- um málsins. Báðir sitja þeir í stjórn Orkuveitunnar og í stjórn REI. Í moldviðri undanfarinna daga hafa margar kenningar farið á kreik. Viðmælendur DV hafa bent á hversu margir þræðir málsins liggi til Fram- sóknarflokksins. Bjarni Ármanns- son og Árni Magnússon, fyrrver- andi ráðherra Framsóknarflokksins, eru tengdir saman í gegnum Glitni og Björn Ingi situr í stjórn REI sem setti saman listann yfir þá sem áttu að fá að kaupa hlutabréf í REI á sér- kjörum. Hér verður ekki lagt mat á sannleiksgildi ofangreindra kenn- inga, aðeins vísað til þess að þær hafa litað umræðu þeirra sem standa í málinu. Borgarstjóri sakaður um lygar Hvorki Guðmundur né Björn Ingi kannast við trúnaðarbrest milli lykil- starfsmanna Orkuveitunnar og borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, eins og sjálfstæðismenn fullyrtu að væri á blaðamannafundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur og Björn Ingi eru báðir hissa á borgar- stjóranum og báðir segja þeir borg- arstjóra hafa haft allar upplýsing- ar um sameininguna, þar á meðal um kaupréttarsamninga. Undir það tekur einnig Svandís Svavarsdótt- ir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem sakar borgarstjóra annað hvort um að segja ósatt eða klaufalega frá. Öll þrjú sátu eigendafund Orkuveit- unnar þegar sameiningin var kynnt. Þau Gunnar Sigurðsson, stjórnar- maður hjá Orkuveitunni, Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylk- ingarinnar, og Vilhjálmur borgar- stjóri hafna því öll að listi yfir þá sem fengju kaupréttarsamningana hafi verið kynntur á fundinum. Öll þrjú sátu einnig umræddan fund. Hinn síðastnefndi er verulega ósáttur við að því sé haldið fram að hann segi ósatt um vitneskju sína um listann. „Ég sá aldrei neinn endanlegan lista yfir þessa aðila og slíkur listi var ekki lagður fram á eigendafundi Orku- veitunnar. Ég var búinn að heyra af því að einhverjir starfsmenn fengju þennan rétt en það er alveg fráleitt að halda uppi ósannsögli um það að ég hafi vitað um eða séð þennan lista,“ segir Vilhjálmur. Heitt undir Bjarna Samkvæmt heim- ildum DV er einnig vilji til þess inn- an borgar- stjórnar- flokks sjálfstæðismanna að losna við Bjarna Ármannsson frá REI en til þess hefur borgin ekki völd sökum þess hversu mikil völd Geysir Green Energy hefur í hinu nýja sameinaða félagi. Sú tillaga var einnig rædd að afnema seinni kauprétt Bjarna í REI. Þrátt fyrir meirihlutaeign í REI hefur borgin hins vegar minnihluta í stjórn sameinaða fyrirtækisins. Heimildarmenn DV staðhæfa jafnframt að meirihluti borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins ráðist gegn því að staðið verði við samkomulag flokksins við Björn Inga þess efnis að hann taki sæti stjórnarformanns Orkuveitunnar í vor. Hermt er að Guðlaugur Þór Þórð- arson heilbrigðisráðherra hafi var- að Vilhjálm borgarstjóra eindregið við ráðningu Bjarna Ármannsson- ar í stöðu stjórnarformanns REI. Vilhjálmur fór ekki að hans ráðum og kaupréttarsamningar Bjarna við ráðninguna hafa skapað usla fyrir vikið. Treystir báðum Aðspurður segist Björn Ingi bera traust til bæði Bjarna og Guðmund- ar til áframhaldandi starfa. Hann segir ekki rétt að kenna Hauki Leós- syni einum um upplýsingaskort og samskiptaleysi. „Það eru margir sem bera ábyrgð og ég er einn þeirra og hef aldrei skorast undan því. Enda hef ég talið að þessi samruni sé mjög gott mál og það muni sanna sig á næstunni. Ég á ekki von á öðru en að meirihlutasamstarfið haldi út kjör- tímabilið,“ segir Björn Ingi. Hegðun stjórnenda rannsökuð Allir borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins segja mikilvægt að framferði stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur verði skoðað til hlítar í aðdraganda sameiningarinnar. Full- trúarnir hafa lýst því yfir að vinnu- brögð stjórnendanna hafi ekki verið góð í málinu. Samtök fjárfesta tóku undir gagn- rýnina í gær. Í ályktun samtakanna kemur fram að skiljanlegt sé að al- menn- ingi misbjóði þeir gjörningar sem stjórnendur Reykjavik En- ergy Invest viðhöfðu í síðustu viku. Jafnframt er þess getið að augljóst sé að skortur á upplýsingagjöf hafi valdið þeim usla sem varð raunin. Efast um lögmæti Sameinaður minnihluti borgar- stjórnar krafðist aukaborgarstjórn- arfundar í dag til að fara ítarlega yfir aðdraganda og vinnubrögðin í sameiningu Reykjavik Energy In- vest, REI, og Geysis Green Energy. Jafnframt vill minnihlutinn ræða til hlítar áætlanir borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna að selja hlut Orku- veitu Reykjavíkur í REI tafarlaust. Sigrún Elsa Smáradóttir, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar, seg- ir spurningar sem engin svör hafa fengist við hlaðast upp. Hún telur mikilvægt að fá upp á yfirborðið allt um aðdraganda sameiningarinn- ar. „Við setjum til dæmis spurninga- merki við hvort það hafi verið lög- legur gjörningur að bjóða Bjarna og Jóni Diðriki kaupréttarsamningana. Við viljum líka vita hvernig gengi fyr- irtækisins var kokkað upp því gengið virðist ekki hafa verið rétt metið þar sem það hækkaði með mjög dram- atískum hætti á innan við mánuði,“ segir Sigrún Elsa. „Heilt yfir þarf að fá alfarið upp á borðið hvernig gullæðið greip um sig hjá fyrirtækinu. Fá þarf á hreint hver bað um hvað og hvenær, hverj- um bauðst hvað og hvenær og hvað menn vissu á hvaða tímapunkti. Mér finnst sú staða ólíðandi að nú eigi að fórna fjármunum borgarbúa til að meirihlutinn haldi völdum og sætta eitthvert stuttbuxnalið í Sjálfstæðis- flokknum.“ Heimta afsögn Veruleg óánægja hefur gripið um sig meðal almennings vegna sam- einingarinnar og ekki síst kaupréttar- samninganna sem gera átti. Svandís telur eðlilegast að bæði Björn Ingi og Vilhjálmur víki úr borgarstjórn og axli ábyrgð á gjörðum sínum. Það vill einnig Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins. Bjarni Harðarson, flokksbróðir Björns Inga, birti einnig þá skoðun sína í gær. Hann segir tvímenning- ana hafa orðið uppvísa að spillingu og óheiðarlegu gróðabralli með eig- ur almennings. „Það er ekki hægt að skjóta sér undan þeirri umræðu og ábyrgð sinni með því að tala um eitthvað annað. Ég fullyrði að þeir menn sem að öllu miðvikudagur 10. október 20076 Fréttir DV Vilja reka Guðmund Guðmundi Þóroddssyni, starfandi forstjóra REI, verður vikið úr starfi hjá Orkuveitu Reykjavíkur fljótlega, samkvæmt heimildum DV. Hann er sakaður um trúnaðarbrest og að hafa ekki sinnt hlut- verki sínu við upplýsingagjöf til borgarfulltrúa. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri var í gær sakaður um lygar. TrauSTi HafSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is fær annað tækifæri Þrátt fyrir að samherjar vilhjálms vilhjálms- sonar borgarstjóra hafi verið æfir út í hann hafa þeir nú ákveðið að standa með honum eftir að samkomulag náðist um að hlutur orkuveitunnar í rei yrði seldur. nýtur trausts Þrátt fyrir að björn ingi Hrafnsson hafi verið samstiga guðmundi Þóroddssyni segjast sjálfstæðismenn treysta honum. Sumir vilja þó ekki að hann verði stjórnarformaður orkuveitunnar á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.