Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Side 8
miðvikudagur 10. október 20078 Fréttir DV Forseti Írans, Mahmoud Ahmad- inejad, liggur ekki á skoðunum sín- um og margt þess sem hann lætur sér um munn fara virðist sérstak- lega hugsað til þess að vekja deilur og hörð viðbrögð. Í lok síðasta mán- aðar var forsetinn staddur í New York í Bandaríkjunum vegna alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna. Meðan á dvöl hans stóð þáði hann boð um að halda fyrirlestur og svara spurningum í Kólumbíuháskóla. Í fyrirlestri sínum sagði Ahmad- inejad meðal annars að samkyn- hneigð væri óþekkt fyrirbæri í landi sínu og þar fyrirfyndist ekki fólk sem hneigðist til eigin kyns. Nú kann vel að vera að trúin flytji fjöll og hann sé í raun þess fullviss að fullyrðing hans þoli nánari skoðun og Íran njóti sér- stöðu meðal þjóða heims í því tilliti. Að margra mati eru fullyrðingar for- setans í hróplegu ósamræmi við þá staðreynd að lögum samkvæmt er refsing fyrir samkynhneigð karla í landinu dauðadómur og til dæmis voru tveir menn fundnir sekir um samkynhneigð árið 2005 og teknir af lífi. Í aftökum í Íran í júlí á þessu ári voru nokkrir þeirra líflátnu sak- aðir um að vera samkynhneigðir. Samkynhneigð kvenna er ekki litin eins alvarlegum augum. Kona get- ur brotið af sér allt að þrisvar sinn- Kona getur brotið af sér allt að þrisvar sinn- um og fyrir hvert skipti er refsingin hundrað svipuhögg. Viðurlög við fjórða broti eru dauðadómur. Samkynhneigð fyrirfinnst ekki í Íran. Þar búa engir samkynhneigðir einstaklingar. Svo segir forseti landsins, Mahmoud Ahm- adinejad. Það skýtur því skökku við að lög landsins kveði á um að dauðarefsing liggi við samkynhneigð karla. Á sama tíma og samkynhneigð þekkist ekki fjölgar „kyn- leiðréttingaraðgerðum“ í Íran. um og fyrir hvert skipti er refsingin hundrað svipuhögg. Viðurlög við fjórða broti eru dauðadómur. Kynskiptaaðgerð afleiðing sjúkdóms Fyrir um það bil fjörutíu árum skrifaði Ruholla Khomeini, æðsti- klerkur, um það sem hann kall- aði „nýjan“ sjúkdóm, sem lýsti sér þannig að kyn viðkomandi sjúk- linga var í röngum líkama. Ekki er loku fyrir það skotið að Kohmeini hafi verið fyrstur íslamskra fræði- manna til að vekja máls á aðgerð sem fól í sér leiðréttingu á kyni. Eftir að Khomeini komst til valda og varð andlegur leiðtogi írönsku þjóðarinnar árið 1979, úrskurðaði hann að slíkar aðgerðir yrðu heim- ilar og var sá úrskurður staðfestur af núverandi andlegum leiðtoga Írans, Ali Kahmenei. Sú ákvörð- un að heimila aðgerðir til kynleið- réttingar, á þeirri forsendu að um lækningu á sjúkdómi sé að ræða, gerir ríkisstjórn landsins kleift að fordæma samkynhneigð og ganga jafnvel enn lengra og fullyrða, eins og forseti landsins gerir, að hún fyr- irfinnist ekki í landinu. Þó ríkisstjórn Írans hafi ekki hátt um afstöðu sína til „sjúkdómsins“ og samþykki lækningu hans, hafa styrkir hins opinbera vegna að- gerða af þeim toga hækkað síðan Mahmoud Ahmadinejad tók við forsetaembætti árið 2005. Ríkis- stjórnin styrkir þann sem fer í að- gerð um sem nemur tæplega tvö hundruð og áttatíu þúsund íslensk- um krónum og fjármagnar auk þess hormónameðferð. En þá er ekki allt upp talið því einnig býður hún upp á lán skyldi vilji viðkomandi standa til þess að hefja eigin rekstur eða opna fyrirtæki. Lánið nemur allt að þrjú hundruð og fjörutíu þúsund krónum. Næstflestar aðgerðir Í heiminum eru aðeins í Taílandi gerðar fleiri aðgerðir en í Íran. Sam- kvæmt opinberum tölum í Íran hafa á milli fimmtán- og tuttugu þúsund manns látið leiðrétta kyn sitt, en óopinberlega er áætlað að fjöldinn sé allt að eitt hundrað og fimmtíu þúsund. Einn helsti sérfræðingur Írans í kynleiðréttingaraðgerðum er læknirinn Bahram Mirjalali. Að hans sögn er algengt að evrópsk- ur læknir framkvæmi kannski um fjörutíu aðgerðir á áratug. Mir- jalali framkvæmdi hins vegar þrjú hundruð og tuttugu aðgerðir á tólf ára tímabili. Í samfélagi eins og Íran þar sem karlmenn eru hærra skrifaðir en konur eru miklir fordómar gagn- vart hverjum þeim karlmanni sem vill verða kona. Að sama skapi er borin virðing fyrir konu sem kýs að klæðast eins og maður og hún álitin sterk persóna. Að vera kona í Íran er sennilega ekki mjög ein- falt og tilvera kvenna takmarkast verulega af samfélagshefðum og lagaákvæðum. Flestar konur flytj- ast undan yfirvaldi föður síns til þess eins að verða undir vald eig- inmanns síns settar. Mehran var tuttugu og fjögurra ára þegar hann ákvað að láta leiðrétta kyn sitt. Eftir aðgerðina tók hann sér nafnið Mar- yam og lifði sem kona í einhvern tíma. Á endanum gafst hún upp; henni fannst ógerlegt að glíma við höftin sem hvíldu á konum í hinu íslamska Íran og lýsti yfir löngun til að undirgangast aðra aðgerð og verða karlmaður á ný. KolbeiNN þorsteiNssoN blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Mahmoud Ahmadinejad Forseti Írans stendur á því fastar en fótunum að samkynhneigð þekkist ekki í Íran. EngiR HOMMAR BARA VEiKi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.