Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Blaðsíða 9
DV Fréttir miðvikudagur 10. október 2007 9 Tyrknesk yfirvöld hafa ávallt hafnað þeirri skoðun að fjölda- morðin á Armenum í upphafi tut- tugustu aldarinnar skuli skilgreind sem þjóðarmorð. Nú er til umfjöll- unar hjá Bandaríkjaþingi frumvarp að lögum um þjóðarmorð, en sam- kvæmt því yrðu fjöldamorðin sem framin voru á Armenum skilgreind sem þjóðarmorð. Í bréfi sem Ab- dullah Gul forseti Tyrklands sendi George W. Bush Bandaríkjafor- seta sagði hann að hlyti frumvarp- ið samþykki myndi það hafa í för með sér „alvarleg vandamál“. Á ár- unum milli 1915 og 1917 lést um ein og hálf milljón Armena í fjölda- morðum Ottóman-veldisins. Tyrk- ir hafa viðurkennt að margir hafi fallið, en það hafi verið afleiðing vopnaðra átaka í Tyrklandi á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Armen- ar hafa barist fyrir því að fá morð- in viðurkennd sem þjóðarmorð og hafa nokkur lönd gert það. Abdullah Gul sagði Bush forseta Bandaríkjanna að gagnkvæm sam- skipti landanna myndu bíða mik- inn skaða yrði frumvarpið samþykkt. Þingmaðurinn Koksal Toptan var- aði við því að það gæti tekið ára- tugi að bæta skaðann sem af hlytist að ógleymdum viðbrögðum tyrk- nesks almennings. Aðrir leiðtogar í Tyrklandi ýjuðu að því að Banda- ríkjamönnum yrðu meinuð afnot af herstöðvum sem væru þeim nauð- synlegar til flutninga vegna átakanna í Afganistan og Írak. Svipuðum frumvörpum var hafn- að af stjórnmálamönnum í Banda- ríkjunum árin 2000 og 2005. Tyrkir slitu hernaðarsamstarfi við Frakka á síðasta ári vegna viðhorfa þeirra til fjöldamorðanna. Ein og hálf milljón Er Ekki þjóðarmorð Margir Armenar féllu, en samt ekki um þjóðarmorð að ræða: Kona og mynd Faðir konunnar ásamt bræðrum sínum sem urðu fórnarlömb fjöldamorðanna. Ayatollah Khomeini æðstiklerkur vakti máls á „nýjum“ sjúkdómi fyrir um fjörutíu árum. Lýtaaðgerðir í Íran Í lokin má geta þess að lýtaað- gerðir njóta vaxandi vinsælda í Íran. Algengastar eru aðgerðir á nefi, ungt fólk vill losna við krókinn sem er einkennandi fyrir andlitsfall stórs hluta þjóðarinnar. Fyrst um sinn voru íranskar konur í meirihluta þeirra sem gengust undir aðgerðir á andliti. Það var á þeim tíma þeg- ar strangar reglur giltu um klæðn- að þeirra og samkvæmt íslömskum sið var andlitið það eina sem sást. Írönskum konum var umhugað að það litla sem sást af þeim liti vel út. Hin síðari ár hafa ungir karlmenn fylgt í kjölfarið þó forsendur þeirra séu af öðrum toga. Nýjasta æðið meðal írönsku kvenþjóðarinnar er brjóstastækkun og hrukkur í kring- um augu eru illa séðar og skulu fjarlægðar. Lýtalæknar og eigend- ur snyrtistofa hafa himin höndum tekið og sjá fram á gósentíð á sama tíma og byltingarvörðurinn í land- inu reynir að sporna við vestræn- um viðhorfum og áhrifum í klæða- burði. Aftaka í Íran 2005 Sakargiftir ungu mannanna tveggja voru samkynhneigð. Höfuðborg teheran Opinbert tungumál Persneska Stjórnarfar Íslamskt lýðveldi Andlegur leiðtogi ali khamenei, æðstiklerkur Forseti mahmoud ahmadinejad Stærð 1.648.195 ferkílómetrar Fólksfjöldi 70.472.846 Íran Öryggisverðir í einkaþjónustu urðu tveimur konum að bana í Bag- dad, höfuðborg Íraks, í gær. Atvik- ið átti sér stað á sama tíma og ríkis- stjórn landsins lagði fram þá kröfu að fjölskyldum þeirra sautján, sem féllu fyrir kúlum Blackwater-örygg- issveitarinnar í síðasta mánuði, yrðu greiddar bætur. Lengi var talið að um ellefu fórnarlömb hefði verið að ræða í því tilviki. Ekki lá fyrir hjá hvaða fyrirtæki öryggisverðirnir unnu, en þeir voru að fylgja fjórum farartækjum gegn- um Bagdad og að sögn vitnis höfðu þeir gefið ökumanni bifreiðar merki um að stöðva, en hófu skothríð þeg- ar ekki var farið að fyrirmælunum. Og tvær konur lágu í valnum. Vill Blackwater burt Íröksk stjórnvöld þrýsta nú á Bandaríkin að rifta öllum samning- um sem gerðir hafa verið við Black- water-öryggisþjónustuna, vegna at- viksins í síðasta mánuði. Niðurstaða rannsóknar Íraka á málinu hefur leitt í ljós að starfsmenn Blackwaters lágu ekki undir árás, en létu fyrirvara- laust kúlum rigna yfir fjölda óbreyttra borgara á Nisoor-torginu í Bagdad. Samkvæmt AP-fréttastofunni hafa yf- irvöld í Írak krafist þess að fá afhenta þá starfsmenn Blackwaters sem hlut áttu að máli, ef svo skyldi fara að þeir yrðu sóttir til saka fyrir írökskum dómstóli. Skjóta fyrst og spyrja svo Enginn er öruggur fyrir starfsmönnum öryggisfyrirtækja í Írak: Bretland vinsælast Bretland er vinsælasti kost- ur Evrópusambandsríkjanna í augum flóttafólks. Frakkland var áður vinsælast. Árið 2006 sóttu 27.850 flóttamenn um hæli í Bretlandi og 26.300 sóttu um hæli í Frakklandi. Í þriðja sæti var Svíþjóð með 24.300 umsókn- ir og Þýskaland í því fjórða með 21.000 umsóknir. Ófýsilegustu kostirnir í augum flóttafólks voru Eistland, fimm sóttu um hæli þar, og tíu sóttu um hæli í Lett- landi. Alls bárust 192.300 um- sóknir um hæli til Evrópusam- bandsins á síðasta ári. Skóli rýmdur á austurbrú Vibenhus-skólinn á Austurbrú í Kaupmannahöfn var rýmd- ur og afgirtur í gær. Ástæðan var sú að í skólanum fannst gömul flaska sem innihélt eter og hafði innihaldið umbreyst í öflugt og óstöðugt sprengiefni þau tíu til tuttugu ár sem flaskan hafði verið til staðar. Sprengjusérfræðing- ar hersins fjarlægðu flöskuna svo hægt væri að gera eterinn skað- lausan. Lögreglan lagði áherslu á að ekki hefði verið um nein glæp- samleg tengsl í málinu, en eterinn hefði sennilega verið notaður við efnafræðikennslu á árum áður. Engir hommar Bara VEiki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.