Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Blaðsíða 10
„Hugmyndin um það að vera góð- ur er einhvern veginn týnd. Í dag vilja flestir bara græða peninga og það gerir okkur ekki endilega góð,“ sagði Yoko Ono þegar hún var spurð að því hvað ylli henni áhyggjum. Yoko tendraði frið- arsúlu sína í Viðey í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Súlan var tendruð á afmælisdag Johns Lennon, 9. október. Hún mun lýsa upp úr nokkurs konar óskabrunni sem reistur hefur verið í Viðey, frá 9. október til 8. desember ár hvert, en þann dag árið 1980 var eigin- maður hennar John Lennon myrt- ur. Yoko hitti fjölþjóðlegt lið blaða- og fréttafólks í Listasafni Reykja- víkur í gærdag. Hún segir að hægt sé að koma friði á í heiminum, en til þess þurfi fólk að vera meðvitað um það og hugsa um frið. „Áhyggj- ur mínar beinast fyrst og fremst að ofbeldi og stríðsrekstri í veröldinni. Við getum breytt þessu og snúið þróuninni við,“ segir Yoko. Ringo kátur Ringo Starr, trommari Bítlanna, mætti til leiks í einkaþotu í gærdag. „Ég elska stóra ljósið,“ sagði Ringo um friðarsúluna við fréttamann Stöðvar 2 við komuna. „Ég fæ ekki nóg af því. Hvenær kemur Ringo- súlan?“ spurði Ringo. Hann er kominn hingað í fylgd Oliviu Harrison, ekkju Bítilsins George Harrison. Þegar Ringo var spurður út í fyrri heimsókn sína til Íslands sagðist hann hafa kom- ið fyrir mörgum árum. „Það er langt síðan. Ég kom á einhverja rokkhljómleika, reið hesti og datt af baki,“ sagði Ringo. „Við erum öll hér í afmælinu hans Johnnys,“ bætti hann við. Paul McCartney kom hins veg- ar ekki. Komu hans hafði verið spáð en engar frekari upplýsingar borist. Ringo taldi það ólíklegt að McCartney myndi láta sjá sig. Allir boðnir „Allir sem óska sér friðar í heiminum verða með okkur í kvöld. Fólk sem nú er í fangelsum og líður pyntingar og kvalir getur verið með okkur í anda. Allir geta verið með okkur. Við bjóðum öll- um,“ sagði Yoko Ono við blaða- menn þegar hún var spurð hvers vegna meðlimum í Samtökum hernaðarandstæðinga hefði ekki verið boðið að vera viðstaddir af- hjúpun friðarsúlunnar í Viðey í gærkvöldi. Svanhildur Konráðsdóttir frá Reykjavíkurborg svaraði því þá til að ekki hefði verið hægt að bjóða öllum að vera viðstöddum í Við- ey, fyrst og fremst vegna plássleys- is. „Það verður aldrei mjög vinsælt að takmarka aðgang að svona við- burðum. Þessu verður sjónvarpað beint og verður aðgengilegt á int- ernetinu,“ sagði Svanhildur. Töfralandið Ísland „Fyrir mitt leyti er þessi friðar- súla nóg. Það eru margir sem vilja gera eitthvað til að stuðla að heims- friði,“ segir Yoko Ono. Henni finnst fullsnemmt að segja til um það hvort fleiri friðarsúlur verði reistar í heiminum. Blaðamenn frá Japan, Bretlandi og Spáni voru forvitnir um staðarvalið og hvers vegna Ís- land hefði orðið fyrir valinu þegar hægt hefði verið að stinga súlunni niður hvar sem er í veröldinni. „Viskan kemur úr norðrinu. Ís- land er hreint og fallegt. Hér er hreint vatn og hrein raforka. Þess vegna varð ég að velja Ísland,“ sagði Yoko og varð tíðrætt um það hve töfrandi staður henni þykir Ís- land vera. Unga fólkið skynsamt Yoko segir yngri kynslóðirnar í dag vera skynsamari en hennar eigin kynslóð var á sjöunda ára- tugnum. „Það spruttu upp góðar hugmyndir á sjöunda áratugnum en þær urðu ekki allar að veruleika. Nú verðum við að læra af mistök- um fyrri kynslóða,“ sagði Yoko á fundinum. „Við höfum betri tækifæri í dag til þess að stuðla að heimsfriði. Netið og önnur þróun í samskipt- um hefur hjálpað okkur mikið áleiðis. Við þurfum óhjákvæmilega að leggja eitthvað af mörkum ef friður í heiminum á að verða að veruleika.“ Hún segir mörg börn í veröld- inni verða fyrir hugarangri vegna stríðsreksturs og átaka. „Það er margt sem börnin geta gert til þess að stuðla að friði. Þau geta hugsað um frið, það er nóg,“ sagði Yoko. miðvikudagur 10. október 200710 Fréttir DV ALLIR SEM ÓSKA FRIÐAR ERU MEÐ SigTRyggUR ARi jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is yoko og Sean í Viðey ekkja og sonur Johns Lennon voru mætt. Yoko segir John Lennon vera ánægðan með súluna. „Í dag vilja flestir bara græða peninga og það gerir okkur ekki endilega góð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.