Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Page 12
Það er ekki bara hann Guðni Ágústsson sem ekkert skil-ur í þessu Orkuveitumáli.
Kannski er bara enginn sem skil-
ur neitt í þessu
Orkuveitumáli.
Kannski er bar-
asta ekki hægt
að skilja neitt
í Orkuveitu-
málinu. Sama
hvað hefur verið
reynt og hvað verð-
ur reynt. Sumt er bara ekki hægt
að skilja. Það á við um fleiri en
Guðna. Guðni hefur skilið margt
um dagana. Hann skilur ekki Björn
Inga og hann skilur ekki Orku-
veitumálið. Guðni er eins og þjóð-
in. Þjóðin er eins og Guðni. Hann
skilur ekki og þjóðin skilur ekki.
Hér verður reynt að skilja.
Þannig er að sjálfstæðis-menn stofnuðu áhættu-kompaní Orkuveitunnar í
vor sem leið. Það skilja allir. Þeir
vildu að Orkuveitan
færi í útrás eins
og allir aðrir
sem vettlingi
geta valdið.
Þetta skilja líka
allir. Jæja, svo
kom sumar og
sumri tók að halla
og það kom haust. Þá var komið
að framkvæmdunum. Útrásin var
fram undan. Þetta skildu allir og
sennilega enginn betur en Bjarni
Ármannsson. Hann skildi þetta
svo vel að hann kom með fimm
hundruð milljónir með sér. Og ekki
bara það. Hann skildi þetta sem
sagt betur en aðrir. Fimm hundr-
uð milljónirnar hans eru orðnar að
þúsund, ef ekki meira. Og svo virð-
ist sem verðmætin hafi dottið
af himnum ofan. Guðni
skilur þetta ekki og þjóð-
in skilur þetta ekki.
Það skilur enginn hvers vegna borg-arfulltrúarnir sem
vildu vera í útrásinni vildu
svo ekki fara í útrásina
þegar hún er að byrja. Það skilur
enginn. Ekki heldur skilur neinn
af hverju nýliðunum, sem eiga að
vinna við útrásina, var boðið að fá
auka margar milljónir. Svo skilur
enginn hvers vegna var hætt við að
sumir fengju að kaupa fáar millj-
ónir og fá margar, en aðrir mega
áfram kaupa fáar milljónir og fá
margar.
Þjóðin skilur þetta ekki og ekki Guðni. Svo gerist það þegar
allt er komið á heljarþröm
og enginn skilur í raun
hvers vegna það varð,
gerist það að Haukur ein-
hver Leósson
er látinn fara.
Hann er vondi
maðurinn en
hefur samt verið
alveg frábær, segir
borgarstjórinn. Hver skilur þetta?
Haukur var í stjórn Orkuveitunn-
ar rétt eins og Bingi og Haukur var
í stjórn útrásarinnar, rétt eins og
Bingi. Samt er Haukur látinn fara
þar sem hann er ekki traustsins
verður en Bingi, sem sat við hlið
hans í öllum sullumbullinu, fær
hvítþvott og traustsyfirlýsingar
eins og hann vill og jafnvel fleiri en
hann hefur not fyrir. Þjóðin skilur
ekki og ekki Guðni.
miðvikudagur 10. október 200712 Umræða DV
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson
framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm.
fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson
auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson
Umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
aðaLnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010,
Áskriftarsími 512 7080, augLýsingar 512 70 40.
Alveg eins og guðni
daggeisli
ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR. Því verður ekki haldið fram að borgarstjóri sé óheiðarlegur og hann maki krókinn.
Peðum fórnað
leiðari
Sú staða sem upp er komin í meirihlutanum eftir fárviðr-ið um orkumálin er óskiljanleg. Björn Ingi Hrafnsson, for-maður borgarráðs, leggur á það áherslu að sjálfstæðis-menn beri ábyrgð á málinu og ber af sér allt annað en að
hafa gefið kosningastjóra sínum meðmæli svo hann kæmist inn í
gæðingahópinn hjá Reykjavik Energy Invest. Hann viðurkennir að
hafa vitað af kaupréttarsamningunum sem sprengdu
málið í hæstu hæðir en vísar á framkvæmdastjórn
hins nýja fyrirtækis varðandi ábyrgð. Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri þykist ekkert hafa
vitað um kaupréttarsamningana og vísar á Hauk
Leósson, trúnaðarmann sinn og stjórnarmann
Orkuveitunnar, sem hann lætur sæta ábyrgð. Því
verður ekki trúað að borgarstjóri hafi verið svo
grænn að hann hafi ekkert vitað. Vilhjálmur
gerir lítið úr uppreisn innan eigin borgar-
stjórnarflokks sem náði hæstu hæðum þeg-
ar andófsfólkið hitti formann og varafor-
mann flokksins á laun og án borgarstjóra.
Því verður ekki haldið fram að borgarstjóri
sé óheiðarlegur og hann maki krókinn í eig-
in þágu. En hringlandaháttur hans er algjör
og hann er uppvís að ósannindum eða í
versta falli hvítri lygi. Hvað um yfirlýsingar hans um að borgarfull-
trúar ættu ekki að sitja í stjórn Orkuveitunnar? Ætlar borgarstjóri
að láta Björn Inga verða stjórnarformann Orkuveitunnar í vor?
Hefur Sjálfstæðisflokkurinn enga sjálfsvirðingu lengur? Eftir að
gruggið sest í Orkuveitumálinu er full ástæða til þess að gera upp
þátt aðalleikaranna Björns Inga og Vilhjálms í þessum málum öll-
um. Almenningi ofbýður framgangan. Undansláttur og afsakanir
duga ekki. Það er fráleitt að Haukur Leósson sé látinn undirgang-
ast ábyrgð í málinu með því að honum verði hent út úr Orkuveit-
unni. Hermt er að Guðmundur Þóroddsson, framkvæmdastjóri
Orkuveitunnar, verði einnig látinn taka pokann sinn. Það skortir
á hina pólitísku ábyrgð í málinu og hana verða menn að axla. Sá
hluti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins
sem reis gegn ofríkinu og stefnuleysinu
má ekki lyppast niður og láta draga sig inn
í samtrygginguna. Þjóðin verður að geta
treyst því að stjórnmálamenn sem komast
til áhrifa sinni störfum sínum með heiðar-
leika að leiðarljósi en umgangist ekki fyr-
irtæki í almenningseigu eins og þau séu
í einkaeigu þeirra. Sú krafa er eðlileg
að stjórnmálamenn axli sína ábyrgð í
stað þess að fórna peðum.
dómstóll götunnar
Er rétt að sElja rEykjavik EnErgy invEst?
„nei, mér finnst það ekki rétt. Ég vil að
þetta sé áfram í almannaeigu.“
Ingibjörg Björnsdóttir, 76 ára
ellilífeyrisþegi
„nei, ég held ekki. ekki eins og staðan
er. Þetta á bara eftir að hækka í verði.
mögulega hefði verið skynsamlegra að
selja síðar.“
Þór Gíslason, 43 ára
nemi við Háskóla Íslands
„nei, alls ekki. menn eiga að klára það
sem þeir eru byrjaðir á. Það er
aumingjaskapur hjá vilhjálmi að
standa ekki við sitt.“
Tryggvi Þór Tryggvason, 21 árs
járnamaður
„Ég er á móti þessu. mér finnst þetta
rugl frá upphafi til enda. Ég get ekki
sagt annað. Þeir eiga bara að anda
djúpt og vera rólegir.“
Gunnur Svanbjörg Friðriksdóttir,
68 ára ellilífeyrisþegi
sandkorn
n Borgarstjórnarsamstarfið er
laskað eftir Orkuveituuppnám-
ið og í raun í uppnámi. Nú velta
menn fyrir
sér hvort Vil-
hjálmur Þ.
Vilhjálmsson
borgarstjóri
ætli ekki
að víkja úr
stjórn Orku-
veitunnar en
eftir kosn-
ingar lýsti hann því yfir að þar
ættu borgarfulltrúar ekki að
sitja. Þá fóru Haukur Leósson
og Guðlaugur Þór þórðarson
inn í stjórn. Þegar Guðlaugur
Þór varð ráðherra hætti hann
en Vilhjálmur fór inn í staðinn.
Athygli vakti að Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir borgarfulltrúi, sem
setið hafði í stjórninni í þrjú
ár í minnihluta og gjörþekk-
ir til Orkuveitunnar, fór ekki í
stjórnina. Nú velta menn fyrir
sér hvort Villi verði ekki að setja
hana í stjórn.
n Í vor sest Björn Ingi Hrafns-
son í stjórn Orkuveitunnar sem
formaður og stjórnar millj-
arðafyrirtækinu síðustu tvö ár
kjörtímabils-
ins. Urgur
er meðal
sjálfstæð-
ismanna í
minnihlut-
anum vegna
þessa og
kröfur hafa
verið uppi
um að Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son borgarstjóri taki upp
samninga við Björn Inga til að
breyta þessu. Þar verði haft til
hliðsjónar að Björn Ingi fái ekki
þau tækifæri sem Orkuveitan
gefur óneitanlega. Hermt er að
Vilhjálmur hafi ekki þann kjark
sem þarf til að breyta samning-
um meirihlutans.
n Það hefur mikið mætt á Jóni
Kristni Snæhólm aðstoðar-
manni í öllu strögglinu í kring-
um borgarstjórann. Eftir mold-
viðrið um
Orkuveit-
una hefur
nú lægt en
ekki eru allir
ósárir. Að-
stoðarmað-
urinn brá
sér í veiði í
Múlá sem er
í landi ættaróðals hans vestur á
fjörðum. Ekki vildi betur til en
svo að Jón Kristinn missti fram-
an af fingri í atganginum við
veiðarnar.
n Óskar Bergsson, varaborgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins,
er nú að komast í feitt ef marka
má umræðuna í kringum borg-
arstjórn.
Hermt er að
Óskar, sem
hraktist frá
verkefnum
fyrir Faxa-
flóahafnir, sé
nú að taka
við yfirstjórn
allra eigna
Reykjavíkurborgar í umboði
Björns Inga Hrafnssonar. Það
væsir því ekki um varaborgar-
fulltrúann í faðmi borgarinnar.