Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Page 13
besti vinur Hverrar tegundar eru þínir hundar? „Ég á tvær retriever-tíkur en retriever eru sækjandi veiðihundar sem voru ræktaðir af veiðimönnum í Bretlandi. Þeir vinna eftir skot, sækja feld eða bráð. Helsti eiginleiki retriever er gott skapferli og þar af leiðandi er þessi tegund ein sú vinsælasta hér á landi.“ Hvað heita tíkurnar þínar og hvað eru þær gamlar? „Sú eldri heitir Sýn en hún er á ellefta ári. Við skýrðum hana Sýn því mamma hennar, hún Píla, greindist með gláku og talið var líklegt að Sýn myndi erfa þann skjúkdóm og verða blind. Við ákváðum því að hún myndi heita Sýn svo hún hefði þó einhverja sýn. Það er mjög algengt að fólk spyrji: „Af hverju heitir hún ekki Stöð 2?“ en nafnið hefur ekkert með sjónvarps- stöðina að gera. Yngri tíkin heitir Teista eftir svartfuglinum. Hún er rúm- lega tveggja ára. Frúin á Sýn og ég á Teistu.“ Eru þær vel þjálfaðar? „Já, við hjónin notum þær í skotveiði og þær eru mjög duglegir veiði- hundar sem og heimilishundar.“ Hlýða þær öllum á heimilinu? „Já, þær hafa nú gert það. En nú þegar aldurinn er að færast yfir Sýn leyf- ir hún sér ýmislegt sem hún ekki gerði áður. Það eru þó helst skipanirnar frá krökkunum sem eru látnar sem vind um eyru þjóta. En Teista, sú yngri, hlýðir öllum.“ Hafa þær verið sýndar? „Já, Sýn er búin að fara á nokkrar sýningar. Teista fór á sína fyrstu sýn- ingu í sumar en þær hafa aldrei unnið til verðlauna. Þær eru svona í létt- ari kantinum. Dómararnir vilja hafa hundana í þyngra lagi. En þar sem við notum okkar tíkur á veiðar uppi um fjöll og firnindi er betra að hafa hund sem er léttur á fæti.“ Hvernig myndir þú lýsa skapgerð tíkanna þinna? „Mesti styrkur retriever-hundanna er skapferlið. Þeir eru viljugir að þóknast og því er mjög auðvelt að þjálfa þá. En svo hefur auðvitað hver hundur sinn karakter sem gerir þetta svo skemmtilegt. Þrátt fyrir að vera eldri er Sýn miklu meiri hvolpur í sér og æsist öll upp er við förum út. Teista er miklu rólegri og yfirvegaðri.“ Hvernig er að eiga hund í borg? „Það hefur aldrei háð mér eða pirrað mig. Ég hef ekkert að gera nið- ur í miðbæ. Tíkurnar mínar hafa aldrei beðið um að fara í göngutúr niður Laugaveginn. Ég bý í Hafnarfirði og það er því stutt að fara út í hraun eða upp í Heiðmörk. Svo förum við mikið á veiðar og göngum til fjalla.“ Hvernig er viðmót samborgaranna gagnvart þér sem hundaeiganda? „Það er auðvitað hlutverk okkar hjá Hundaræktunarfélagi Íslands að sýna fram á að hundaeigendur eru upp til hópa ábyrgir. Auðvitað eru svartir sauðir í þessu eins og öllu öðru en í langflestum tilvikum er þetta mjög ábyrgur hópur sem sinnir hundunum sínum vel. Uppi eru alls kyns fordómar sem snúa að hundaeigendum og er það markmið okkar hjá Hundaræktunarfélaginu að reyna að uppræta þá.“ Finnur Fyrir Fordómum Sigurður Magnússon, forsvarsmaður retriever-deildar hjá Hundaræktunar- félagi Íslands mannsins Umsjón Baldur Guðmundsson Framhald á næstu opnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.