Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Qupperneq 14
miðvikudagur 10. október 200714 Besti vinur mannsins DV Eitt Elsta hundakyn í hEimi Hverrar tegundar er þinn hundur? „Hún er næstum þriggja ára Tíbet spaniel og er kölluð Tíbrá. Hún er innflutt frá þekktum og virtum ræktanda í Finnlandi.“ Er hún vel þjálfuð? „Já, hún er vel þjálfaður sýningarhundur en dóttir mín Auður Sif hefur þjálfað hana og sýnt með frábærum árangri.“ Hvaða árangri hefur hún náð? „Tíbrá hefur verið sýnd á hverri sýningu HRFÍ frá því að hún kom til landsins 2005 og hefur verið mjög sigursæl! Hún hefur allt- af verið valin besta tík sinnar tegundar, hún er íslenskur meistari og hefur hlotið þrjú alþjóðleg meistarastig. Á sumarsýningu HRFÍ 2006 var hún valin besti hundur sýningar en þá voru sýndir yfir 600 hundar! Á sýningu HRFÍ síðustu helgi var hún sýnd og var val- in besti hundur tegundar og fékk sitt þriðja alþjóðlega meistara- stig.“ Hefur þú átt hund áður? „Já, ég hef átt hund síðan 1988 og ræktað bæði Tíbet spaniel og labrador retriever í yfir 10 ár.“ Hvernig myndir þú lýsa skapgerð hennar? „Hún er yndisleg, ljúf og góð og frábær persónuleiki en getur verið mjög þrjósk þegar hún tekur sig til. Hún er mjög mannelsk og elskar börn og alla hunda, stóra og smáa.“ Hver eru karaktereinkenni þessarar tegundar? „Tíbet spaniel-hundar eru sjálfstæðir, geta verið þrjóskir en samt sem áður er mjög auðvelt að kenna þeim ef þeim finnst einhver tilgangur með því sem þeir eru beðnir um að gera. Þeir voru notaðir sem varðhundar í munkaklaustrunum í Tíbet og láta þess vegna oft í sér heyra þegar að gesti ber að garði. Þeir elska fjölskylduna sína og eru trúir og tryggir húsbónda sínum. Tíbet spaniel-hundar eru eitt elsta hundakyn í heimi og þegar þeir voru ræktaðir í munkaklaustrunum í Tíbet voru þeir aldrei seldir heldur aðeins gefnir sérstökum höfðingjum og velunnur- um munkanna.“ Hvernig er að eiga hund í borg? „Það er fínt að eiga hund í borg en eigendur hunda þurfa að sjálfsögðu að vera ábyrgir og hugsa vel um hundana sína, taka tillit til annarra og síðast en ekki síst, þrífa upp eftir hunda sína.“ Hvernig finnst þér aðstaða fyrir hundaeigendur í Reykjavík? „Aðstaða fyrir hundaeigendur í Reykjavík mætti vera mun betri. Hundaeigendur virðast oftar en ekki vera annars flokks og er það ný til komið að hundahald sé leyft í Reykjavík sem er stór sigur fyrir hundaeigendur. Aftur á móti er sorglegt að eigendum hunda er ekki treystandi til að vera með þá alls staðar í borginni eins og til dæmis á Laugaveginum þar sem hundar eru bannaðir. Eins finnst mér sárlega vanta ruslafötur á helstu gönguleiðir borgarinnar. Auk þess mættu vera fleiri sérsvæði fyrir hunda eins og eru til dæmis á Geirsnefi og í Öskjuhlíðinni.“ Auður Valgeirsdóttir, heimavinnandi hundamamma Blaða·maður KK • starfsmaður blaðs, sá sem hefur atvinnu af að skrifa í blöð - Íslensk orðabók „Ég heiti Sigurjón M. Egilsson og er ritstjóri DV. Mér er ekki sama hvernig fjölmiðlum er stjórnað eða hvernig fréttir þeirra eru unnar. Sjálfstæði, kjarkur og sanngirni skiptir öllu hjá fjölmiðli eins og DV. Fólk á skilið dagblað sem talar þeirra máli. Ég tala þínu máli.“ Talar þínu máli F í t o n / S Í A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.