Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Blaðsíða 27
Ræðst í Mars- þríleikinn Teiknimyndarisinn Pixar hefur staðfest að eitt af framtíðarverkefn- um fyrirtækisins sé að gera þríleik byggðan á Mars-ævintýrum rithöfundarins Edgars Rice Burroughs sem hann skrifaði í upphafi 20. aldarinnar. Fjórum sinnum áður hefur verið reynt að gera myndir byggða á sögum Burroughs en alltaf verið hætt við. Myndirnar verða svokallaðar Live- Action eða CG-motion-myndir sem er nýjasta tæknin í teiknimynda- heiminum og mun sjást mikið af á næstu árum. Í ár er sérstakt Myspace-svið á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og þar er margt spennandi að gerast: Myspace-svið í HafnarHúsinu Einn af stærstu samstarfsaðil- um Iceland Airwaves-hátíðarinn- ar í ár er Myspace en en aðilar frá Myspace komu á hátíðina í fyrra og leist svona líka vel á gang mála. En eins og flestir vita er Myspace einn stærsti fjölmiðill heims og er mik- ið notaður af tónlistarmönnum sem og öðrum. Samstarfið hefur þróast með þeim hætti að stærsta svið Iceland Airwaves-hátíðarinn- ar í ár verður kynnt sem sérstakt Myspace-svið. Stærsta sviðið á há- tíðinni er í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og þar verða teknir upp hinir ýmsu tónleikar, stemm- ingin og stuðið baksviðs. Upptök- ur og myndir frá Myspace-sviðinu verða svo sýndar á Myspace-síðu hátíðarinnar sem er myspace.- com/icelandairwaves. Hátíðin hefst miðvikudaginn 17. október og stendur til og með sunnudeg- inum 21. október og hér er á ferð stærsta Iceland Airwaves-hátíðin til þessa þar sem yfir 200 hljóm- sveitir og listamenn koma fram á níu tónleikastöðum í miðborg Reykjavíkur. Auk þess mun veg- leg Airwaves-dagskrá fara fram í Norræna húsinu ásamt smærri viðburðum og tónleikum í plötu- verslunum, kaffihúsum og annars staðar í miðbænum – ásamt hinu árlega Airwaves-partíi í Bláa lón- inu. Armbandið á hátíðina kostar 8.500 krónur og er hægt að nálgast það í verslunum Skífunnar Lauga- vegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Ak- ureyri, Egilsstöðum og Selfossi. „Þetta hefur farið virkilega vel af stað,“ segir Árni Rúnar Hlöðversson, forsprakki sveitarinnar FM Belfast, um samstarfið við danska tónlist- armanninn Kasper Björke. Hljóm- sveitin FM Belfast gerði lag ásamt Kasper sem var nýlega sett í spil- un í Bandaríkjunum og Danmörku samhliða útgáfu fyrstu smáskífu kappans. Lagið sem Kasper gerði í samstarfi við FM Belfast er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu hans sem heitir In Gumbo. Kasper vinnur á plötunni með rjómanum af dönsku raftónlistarsenunni og þar á meðal mörgu af því fólki sem var á fyrstu plötu Anders Trentemöller sem hefur öðlast heimsfrægð und- anfarin ár. Hástökkvari vikunnar „Lagið heitir Back & Spine og það fór á toppinn á iTunes í Danmörku í síðustu viku,“ segir Árni sem oftar en ekki er kallaður Árni plús einn. iTunes er tónlistarverslun á netinu sem er einn allra stærsti dreifingar- aðili tónlistar í heiminum í dag og því um merkan árangur að ræða. „Kasper hafði heyrt tónlist eftir okk- ur og sendi mér og Lóu lag,“ og á Árni þá við Lóu Hlín Hjálmtýsdótt- ur, söngkonu FM Belfast og sambýl- Bætist við The Goods Vöðvabúntið og harðjaxlinn Ving Rhames er nýjasta viðbótin við grínmyndina The Goods: The Don Ready Story sem er framleidd af Paramount. Það er leikarinn Jeremy Piven sem fer með aðalhlutverk myndarinnar. Hann leikur mann sem er ráðinn til að bjarga bílasölu sem er í erfiðleikum en það gengur ekki alveg sem skyldi. Vinnur aldrei með Affleck Jennifer Garner, leikkona og eiginkona leikarans og leikstjórans Bens Affleck, hefur heitið því að leika aldrei í mynd sem eiginmaðurinn gerir. Ástæðan er ekki sú að Garner vilji ekki vinna með eiginmanni sínum heldur það að samstarfið myndi bitna á eins árs dóttur þeirra. Garner telur mikilvægara að annað þeirra sé með dóttur þeirra á meðan hinn aðilinn er að vinna. miðvikudagur 10. október 2007DV Bíó 27 Ágætis endurgerð Datarock Whitest Boy Alive Hafnarhúsið Þar sem myspace-sviðið mun rísa á hátíðinni í ár. topplag itunes iskonu sína. „Við sömdum texta við lagið, sungum inn á það og unnum aðeins í því. Síðan sendum við það til baka,“ og segir Árni að þar með hafi lagið verið tilbúið. Þegar Árni og Lóa unnu lagið ásamt Kasper voru þau aðeins tvö í FM Belfast en síðan þá hefur sveitin þróast mikið og eru meðlimirnir allt frá þremur upp í átta eftir því hvar hver og einn er staddur í heiminum hverju sinni. „Auk þess að komast á topp iTu- nes var lagið einnig valið hástökkvari vikunnar á sérstökum danstónlistar- lista í danska ríkisútvarpinu,“ segir Árni sem er búsettur í New York Strembin heimferð fyrir höndum „Ég er að vinna í tónlistinni hérna úti en Lóa er í myndlistarnámi,“ seg- ir Árni um búsetu þeirra skötuhjúa í New York en Árni er meðlimur í þó nokkrum hljómsveitum. „Við kom- um heim næstu helgi og tekur þá við stíft tónleikahald,“ en Árni teng- ist hvorki meira né minna en 4 atrið- um á Airwaves-hátíðinni. Árni mun kom fram á tónleikum með FM Belf- ast, Hairdoctor auk þess sem hann spilar einn síns liðs undir nafninu plús einn. Þá er Árni einnig partur af hljómsveitinni Motion Boys og hef- ur samið tónlist í samstarfi við Birgi Ísleif, söngvara sveitarinnar, þó Árni komi sjaldnast fram með sveitinni. „Það er því óhætt að segja að það verði lítið slakað á þegar maður kem- ur heim.“ FM Belfast hyggst gefa út smá- skífu í Bandaríkjunum á næstunni en það er útgáfufyrirtækið Thugfucker í eigu Hólmars Filipussonar sem mun gefa hana út. „Thugfucker er líka hljómsveit og við höfum einnig ver- ið að vinna í lagi með þeim undan- farið sem er mjög spennandi,“ segir Árni að lokum og heldur göngu sinni áfram um götur New York-borgar. asgeir@dv.is í danmörku FM BelFASt SpIlAr á AIrWAveS Lagið back & Spine gerir það gott í danmörku. Lag hljómsveitarinnar FM Belfast og raftónlist- armannsins Kasper Björ- ke náði toppnum á danska iTunes-vinsælda- listanum í síðustu viku. vIð truMp-turnInn í neW YorK Lóa og Árni eru kjarni Fm belfast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.