Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Side 30
miðvikudagur 10. október 200730 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Ólafur Jóhannesson kvik-
myndagerðarmaður er á leiðinni
til New York til að dvelja þar
næsta einn
og hálfan
mánuðinn
eða svo. Þar
hyggst Ólafur
vinna að frá-
gangi tveggja
mynda
sinna, Stóra
plansins og
Queen Raquela. Sú fyrrnefnda
er eins konar kung-fu-grínmynd
þar sem Pétur Jóhann Sigfús-
son fer með aðalhlutverkið en
Ólafur sagði í viðtali við DV fyrir
ekki löngu að stefnan væri að
frumsýna myndina í febrúar/
mars á næsta ári. Queen Raqu-
ela, sem er heimildarmynd um
filippseyskan klæðskipting,
kemur hins vegar fyrir sjónir
almennings eitthvað fyrr. Ólafur
er ennfremur með nýja mynd í
burðarliðnum sem mun heita
Dagbók hringfara eða Diary of a
Circledrawer.
n Þorgrímur Þráinsson er í
ítarlegu viðtali í næsta blaði af
Nýju lífi sem kemur út á fimmtu-
daginn. Þor-
grímur lætur
gamminn
geysa um
lífið og til-
veruna,
samskipti
kynjanna og
nýútkomna
bók sína
Hvernig gerirðu konuna þína
hamingjusama? Meðal þess
sem Þorgrímur segir í viðtalinu
er að hann sé óhræddur að við-
urkenna að hann vilji sofa hjá
öðrum konum en maka sínum
og segist lítið skammast sín fyrir
þær hugsanir. Þorgrímur segir
ekkert vit í að reyna fela slíkar
hugsanir og mun betra að velta
því fyrir sér hvers vegna þær
blossi upp.
n Á visir.is er að finna úttekt á
nokkrum verkum Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar borgarstjóra,
„Ógöngur
Vilhjálms
borgarstjóra“.
Þar eru talin
upp atriði í
stuttri borg-
arstjórasetu
Vilhjálms
sem þykja
orka tvímæl-
is. Þar segir: „Nú eru um 500
dagar liðnir frá síðustu sveit-
arstjórnarkosningum og hefur
hann staðið að fjölmörgum um-
deildum verkefnum. Á meðal
þeirra er að gera útigangsmenn
að nágrönnum leikskólabarna
og gefa fjárhættuspilafyrirtæki 20
milljónir króna á silfurfati.“
Hver er konan?
„Ég er fædd og uppalin í Vestmanna-
eyjum en hef búið í Reykjavík síðan
ég hóf háskólanám. Lengi vel var ég
varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans
og nú er ég borgarfulltrúi Samfylking-
arinnar. Ég á þrjú börn, einn fimmtán
ára strák og tvær stelpur, þrettán og
þriggja ára.“
Hver er menntun þín?
„Ég er matvælafræðingur og með
MBA gráðu.“
Hvað drífur þig áfram?
„Mér líður ofsalega vel þegar það er
mikið að gera hjá mér og ég þarf mikla
fjölbreytni. Ég hef gaman af því að rök-
ræða og skiptast á skoðunum. Í pólitík
er það þörfin til að hafa jákvæð áhrif á
samfélagið.“
Hver eru áhugamál þín?
„Ég hef gaman af því að lesa bæk-
ur, vera með fjölskyldu og vinum. Ég
mála svolítið en hef þó gert allt of lít-
ið af því undanfarið. Ég hef gaman af
því að elda og borða góðan mat. Ég er
fínn kokkur.“
Eftirminnilegasta stund í pólitík?
„Þessi örlagaríki undirbúningsfund-
ur í Orkuveitumálinu skorar nú ansi
hátt á þeim lista, þegar flett var ofan af
þessum kaupréttarsamningum. Það
var alveg ótrúlegt. Það átti alls ekki að
segja okkur frá þeim samningum og
hefði ekki verið gert ef ég hefði ekki
þráspurt á þessum fundi þegar þetta
uppgötvaðist. Hefði þetta ekki upp-
götvast hefði borgin á endanum stað-
ið frammi fyrir orðnum hlut.“
Hvernig er stemningin á vinnu-
staðnum þessa dagana?
„Hún er nú sjálfsagt misjöfn eftir því
í hvaða flokki fólk er. Það eru auðvit-
að allir sammála því að það er mikil-
vægt að vinna vel úr þessu máli en það
er ekki hlaupið að því enda að mörgu
að hyggja í þessu máli. Fólk má ekki
gleyma sér í leðjuslagnum.“
Hvernig líst þér á þá hugmynd að
selja hlut Reykjavíkurborgar í
Reykjavik Energy Invest?
„Það eru tveir dagar síðan það var
yfirlýst skoðun borgarstjóra að það
mundi þjóna hagsmunum borgar-
búa að bíða með það að selja þennan
hlut, að minnsta kosti þar til fyrirtæk-
ið Reykjavík Energy Invest er komið á
almennan markað. Þetta er ekki rétta
leiðin til þess að hámarka virði fyrir-
tækisins fyrir borgarbúa. Þetta væri
skelfileg niðurstaða næðist um hana
meirihluti. Það gengi gegn hagsmun-
um borgarbúa og almennri skynsemi.
Björn Ingi og Vilhjálmur þurfa svo að
hugleiða það hvort þeir hafi samvisku
til þess að sitja áfram í borgarstjórn.“
Hvaða endir væri að þínu mati
farsælastur á þessu máli?
„Ég vil sjá málið sem mest hreins-
að upp. Það verður að fara yfir all-
ar þær ákvarðanir sem teknar hafa
verið í þessu máli, þar með talda að-
komu Bjarna Ármannssonar að mál-
inu. Þetta mál þarf að skoða í heild
og það má engu leyna. Ég held að það
sé langskynsamlegast að halda hlut
borgarinnar í Reykjavik Energy Invest.
Það er ágætt að líta til einkavæðing-
ar bankanna í þessum efnum en þeir
voru seldir áður þeir fóru á markað en
síðan þá hefur virði þeirra hundrað-
faldast.“
Hvað kom til að þú fórst út í
stjórnmál ?
„Eins og fram hefur komið er ég fædd
og uppalin í Vestmannaeyjum en þar
hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið lög-
um og lofum frá ómuna tíð. Ég sá það
þegar ég var unglingur að mér líkaði
ekki við þetta stjórnarfyrirkomulag og
langaði því að vinna sem mótvægi við
íhaldið.“
Hvað einkennir íslenska
pólitík í dag?
„Það er margt spennandi að gerast í
pólitík. Sérstaklega á þingi þar sem nú
er komið nýtt stjórnarmunstur sem ég
vænti mikils af. Það verður þá hægt að
stokka hlutina aðeins upp og skoða
upp á nýtt sem er mjög gott.“
MAÐUR
DAGSINS
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DV Á DV.IS DV er
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr. á
mánuði
Fólk má ekki gleyma
sér í leðjuslagnum
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar, hefur verið áberandi í umræð-
unni um samruna reykjavik energy invest og geys-
is green energy. Sigrún elsa segir það ganga gegn
hagmunum borgarbúa sem og almennri skynsemi
að selja hlut borgarinnar í fyrirtækinu reykjavik en-
ergy invest áður en það fer á almennan markað.
Við mælum með myndinni Brown
Bunny eftir Vincent Gallo sem
skifaði handritið og leikstýrði
myndinni. Vincent Gallo og Chloë
Sevigny leika hér saman og þau eru
sko kokkteill sem vert er að horfa á.
Nema hvað, í lok myndarinnar er
yndislegt atriði sem enginn heilvita
maður ætti að láta framhjá sér fara.
Blautir draumar og fiðrildi í mag-
anum.
Við mælum með sem hefst núna á
föstudaginn og er til og með sunnu-
deginum 21.október. Sequences er
hátíð sem enginn ætti að láta fram-
hjá sér fara þar sem listamenn alls
staðar að koma að hátíðinni. Njótið
vel og lengi.
Við mælum svo sannarlega með
kryddjurtinni kóríander. Það þýðir
ekkert að kaupa sér í glasi held-
ur aðeins ferska og nóg af henni.
Ástæðan er ekki einungis vegna
þess að hún er með eindæmum góð
heldur er hún einstaklega kynörv-
andi. Skellum kóríander í matinn og
allir eru sáttir.
Við mælum með...
...SEquEncES
...BRown Bunny
...Bloc PaRty
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+3
4
+5
2
+69
+65
+8
6
+9
7
+8
2
+10
4
+7
1
+10
5
+10
5
+8
4
+6
3
+10
2
+8
1