Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Síða 32
Það verður ljóst á morgun hvort Gunnari Stefáni Möller Wathne verð- ur sleppt úr gæsluvarðhaldi í borg- inni Nýju-Delí á Indlandi. Gunnar Stefán hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúmar tvær vikur, eða frá því hann var handtekinn við komuna á Ind- ira Gandhi-alþjóðaflugvöllinn af flugvallarlögreglunni. Hann hafði þá verið eftirlýstur af bæði Inter- pol og bandarísku fíkniefnalögregl- unni, DEA. Upphaflega átti úrskurð- ur dómara að liggja fyrir í gær um hvort Gunnar Stefán yrði leystur úr haldi gegn tryggingu en málflutning- ur í málinu hófst á föstudag í síðustu viku. Satish Aggrwala, saksóknari í mál- inu, sagði við DV að öllum málflutn- ingi í málinu væri lokið og Gunnar Stefán væri enn í haldi í það minnsta þar til á morgun þegar dómari í mál- inu úrskurðar hvort Gunnar Stefán sitji í áframhaldandi gæsluvarðhaldi eða verði aðeins úrskurðaður í far- bann á Indlandi og gert að mæta fyr- ir dómara á tilsettum tíma. Aggrwala getur ekki tjáð sig um hvert framhald málsins verður, en vitað er að banda- rísk stjórnvöld undirbúa nú framsals- kröfu á hendur honum eins og fram hefur komið í DV. Gunnar Stefán kom sér undan handtöku í Bandaríkjun- um árið 2003 fyrir aðkomu sína að peningaþvætti á söluágóða af fíkni- efnaframleiðslu. Verði hann fund- inn sekur getur hann átt von á allt að tuttugu ára refsivist í bandarísku fangelsi. Eins og fram kom á vefnum dv.is í gær hefur Gunnar Stefán búið síðustu ár í Rússlandi þar sem hon- um hefur vegnað vel í viðskiptum. Skömmu eftir komuna til Rússlands árið 1990 stofnaði Gunnar Stefán ferðaskrifstofuna Bisnost sem bauð upp á skipulagðar ferðir fyrir erlenda ferðamenn innan Rússlands. Hjá fyr- irtækinu störfuðu um tíma um það bil hundrað manns. valgeir@dv.is Þór Fannar Ólafsson, endurskoð- andi Búnaðarfélags og ræktunar- sambands Djúpárhrepps, hefur kært Sigurbjart Pálsson, formann félagsins, til lögreglu fyrir einnar milljónar króna fjárdrátt á árunum 2000 til 2005. Þór Fannar sakar Sig- urbjart um að hafa í heimildarleysi notað fé félagsins til að greiða lög- fræðikostnað. Sá kostnaður var til kominn vegna einkamáls sem Sig- urbjartur höfðaði gegn Þór Fannari sem hófst árið 2003. Í lögum félagsins segir að ný stjórn skuli kosin á þriggja ára fresti. Enginn aðalfundur var hins veg- ar haldinn í rúm sex ár og því hafði Sigurbjartur ekki umboð félags- manna til að fara með peninga fé- lagsins, segir Þór Fannar. Stórfelldur fjárdráttur Í kærunni sem lögð var fram gegn Sigurbjarti segir að engir fund- ir hafi verið haldnir í félaginu frá ár- inu 1999 til nóvember 2006. Það var ekki fyrr en félagsmenn voru farnir að krefjast þess að fundur yrði hald- inn í félaginu að loks var boðað til hans. Á fundinum var Þór Fannar kosinn endurskoðandi félagsins. Þegar farið var ofan í reikninga fé- lagsins kom í ljós að ýmis gögn úr bókhaldinu vantaði og að í sjóði þess hafi vantað eina milljón króna sem hvorki voru skýringar á né fyr- irliggjandi reikningar fyrir. Við nánari athugun á bókhaldi félagsins kom í ljós að tiltekin ávís- un hafði verið skrifuð árið 2003, en hún hafði verið innborgun fyrir lög- fræðiaðstoð vegna einkamáls sem Sigurbjartur Pálsson höfðaði gegn Þór Fannari árið 2003. Sigurbjartur tapaði málinu og var dæmdur til að greiða málskostnað. Liggur á sálinni Sigurbjartur Pálsson undrast kæruna og segist með öllu saklaus af ásökununum. „Maðurinn sem kærði þetta hefur staðið í málaferl- um lengi og undantekningalítið tapað málum. Ég bara átta mig ekki á því hvað liggur að baki. Ég veit ekki hvort þetta liggur á sálinni eða hvað. En mér finnst þessi kæra mjög alvarleg og menn þurfa að hafa mjög fast land undir fótum til þess að bera upp á mann svona sakir.“ Þór Fannar Ólafsson er ekki sama sinnis. „Það eru teknir pen- ingar út úr félaginu og það er kol- ólöglegt. Það sem alvarlegra er er að hann er sakaður um mjög alvar- leg bókhaldsbrot og brot af því tagi varða allt að sex ára fangelsi.“ Málið enn í rannsókn Kæran var lögð fram hjá sýslu- manninum á Hvolsvelli en lögregl- an á Selfossi hefur málið til rann- sóknar. Það liggur því ekki fyrir hvort ákært verður í málinu. Verið er að afla gagna og þegar öll nauð- synleg gögn liggja fyrir verða hlut- aðeigendur boðaðir í skýrslutöku. miðvikudagur 10. október 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréttaSkot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Fjárdráttur í búnaðarfélagi? Endurskoðandi kærir Formann Formaður búnaðarfélags kærður til lögreglu fyrir fjárdrátt: Yoko, ringo og Sean í Viðey Yoko Ono, Ringo Starr og Sean Lennon voru í brennidepli þegar kveikt var á friðarljósinu til minningar um John Lennon í Viðey í gærkvöld. Sjá bls. 10 og 11. Gunnar Wathne þarf enn að bíða eftir dómsúrskurði: Gæti losnað úr fangelsi á morgun Aðstoðarmaður á bæjarstjórastól Arnar Þór Sævarsson var í gær ráðinn bæjarstjóri á Blönduósi. Arnar Þór var áður aðstoð- armaður Jóns Sigurðsson- ar, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, en lét af því starfi við stjórnarskipti í vor. Arnar Þór tekur við starfinu af Jónu Fanneyju Friðriksdóttur sem lét af störfum fyrir skemmstu. Hann er lögfræðingur að mennt og hefur áður unnið hjá Fjár- málaeftirlitinu og Símanum. Tveir í farbann Hæstiréttur staðfesti í gær far- bannsúrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur yfir tveimur Litháum. Menn- irnir liggja báðir undir grun um þjófnað úr verslunum ásamt fleiri mönnum úr litháísku þjófagengi. Mennirnir eru nú báðir í farbanni til klukkan fjögur síðdegis 1. nóvem- ber. Alls voru fimmtán menn hand- teknir vegna rannsóknar á stórfelld- um þjófnaði. Sjö voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á fyrsta degi og fyllt- ust þá allir tólf fangaklefarnir sem eru ætlaðir undir gæsluvarðhald. Tveir til viðbótar voru síðar úrskurð- aðir í gæsluvarðhald. alþjóðaflugvöllurinn í Nýju-Delí Gunnar Stefán var á ferð um flugvöllinn þegar hann var handtekinn af lögreglu á Indlandi. Telur að málið tefjist í nefnd „Við erum margir búnir að fara í viðtöl hjá nefnd Geirs Haarde um Breiðavík. Það er alltaf möguleiki að þetta fari allt saman í aðra nefnd áður en yfir lýkur og ekkert víst að við verðum allir lifandi þegar nið- urstaðan kemur,“ segir Georg Viðar Björnsson. Hann er einn þeirra sem vistaðir voru á Breiðavík sem ungir drengir. Breiðavíkurnefndin hefur, þegar hér er komið sögu, rætt við um sex- tíu þeirra sem vistaðir voru á Breiða- vík. Reiknað er með að nefndin skili skýrslu um áramótin. Vantar þunglyndislyf Mörg lyf eru nú ófáanleg. Má þar nefna þunglyndislyfið Zoloft, maga- lyfið Lanser, verkjalyfið Íbúfen og ákveðna styrkleikaflokka af sýklalyf- inu Amoxicillín. Í DV í gær kom fram að flúor- töflur fyrir börn fást ekki næstu tvo mánuðina. Lyfjafræðingur hjá Lyfju segir allt of algengt að lyf skorti í apótekin. �rsök- ina er yfirleitt að finna hjá fram- leiðanda eða dreifingaraðila. Í stað þeirra sem vantar er ávísað sam- heitalyfjum. ræktaði kannabis Lögreglan í Borgarnesi gerði hús- leit í íbúð í Borgarnesi í gær og lagði hald á á annað hundrað grömm af kannabisefnum. Eigandi efnanna er karlmaður á sextugsaldri og játaði hann að hafa átt kannabisefnin og sagði þau vera afrakstur af ræktun og vera til eigin neyslu. Þá fannst í húsinu óskráð skotvopn sem mað- urinn viðurkenndi einnig að eiga. Hann hefur ekki komið við sögu lög- reglu áður og málið telst upplýst. VaLGeir ÖrN raGNarSSoN blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Frá Hvolsvelli Lögreglan á Hvolsvelli tekur afstöðu til þess hvort ákært verður í málinu. Stúlku leitað Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu leitar nú að fimmtán ára stúlku sem ekki hefur sést síðan hún fór frá heimili sínu síðasta miðvikudag. Hulda Sólrún Aðal- steinsdóttir er 175 sentímetrar á hæð, grannvaxin og með dökk- leitt, axlarsítt hár með ljósum strípum. Hún var klædd í svar- brúnan leðurjakka, ljósa striga- skó, dökkbláar gallabuxur og ljósa peysu síðast þegar var vitað. Þeir sem vita af henni eru beðnir um að hringja í síma 444 1000. DV MYNDir áSGeir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.