Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Blaðsíða 4
mánudagur 15. október 20074 Fréttir DV
Tölvuglæpir enn
í rannsókn
Rannsókn efnahagsbrota-
deildar ríkislögreglustjóra í máli
tíu einstaklinga sem sakaðir eru
um ólöglegt niðurhal er enn í
ákærumeðferð og óljóst er hvort
ákært verður í málinu.
Árið 2004 lagði lögregla hald
á tölvubúnað tíu einstaklinga
vegna gruns um umfangsmik-
il ólögleg skráaskipti í gegnum
deiliforritið Dc++. Síðan þá hafa
tölvurnar verið í vörslu lögreglu
og eru að mestu orðnar verðlaus-
ar á meðan rannsókn málsins
hefur staðið yfir.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Sóttvarnir
teknar út
Efla þarf samskipti lögreglu-
yfirvalda og héraðssóttvarna-
lækna vegna mögulegs heims-
faraldurs á inflúensu. Fulltrúar
frá Sóttvarnastofnun Evrópu-
bandalagsins komust að þessu
í síðustu viku. Fulltrúarnir voru
hér á landi til þess að gera úttekt
á viðbúnaði Íslendinga vegna
hugsanlegs heimsfaraldurs.
Bráðbirgðaskýrsla var kynnt
Guðlaugi Þór Þórðarsyni heil-
brigðisráðherra á fimmtudag.
Fulltrúarnir sögðu samstarf sótt-
varnalæknis og ríkislögreglu-
stjóra til fyrirmyndar.
Svindla á veit-
ingahúsum
Óprúttnir aðilar frá Bretlandi
virðast hafa reynt að nota veitinga-
hús á Akureyri til þess að svíkja út
peninga, samkvæmt því sem fram
kemur á vef lögreglunnar. Nokkur
dæmi hafa komið upp þar sem
Bretarnir hafa reynt að panta borð
á veitingahúsum fram í tímann og
boðið fyrirframgreiðslu með kred-
itkorti, á móti þarf veitingahús-
ið að leggja hluta upphæðarinn-
ar inn á tiltekinn bankareikning.
Telur lögregla að með þessu hafi
svindlarar verið að láta veitinga-
húsin baka sér refsiábyrgð með því
að sýsla með stolin kreditkort og
koma peningum undan.
Ono, Starr og
Harrison farin
Yoko Ono, listakona og ekkja
bítilsins Johns Lennon, sneri heim
á leið á fimmtu-
dag. Hún fór í
einkaþotu sem
beið hennar á
meðan Yoko
kveikti á friðar-
súlu í Viðey. Yoko
hafði meðferðis
fimm stórar og
þungar ferða-
töskur.
Bítillinn Ringo Starr hélt af
landi brott á miðvikudaginn, glað-
beittur. Í samfloti með honum
voru mæðginin Olivia Harrison,
ekkja George Harrison, og Dhani,
sonur þeirra. Dhani sást í Viðey í
fylgd Sólveigar Káradóttur fyrir-
sætu, dóttur Kára Stefánssonar.
Reglulegar ferðir fagráða Reykjavíkurborgar kosta sitt:
Milljóna ferðasjóður frá borginni
Ferðir fagráða Reykjavíkurborgar
hafa kostað borgarsjóð ríflega 15 millj-
ónir króna á kjörtímabilinu. Fimm ráð
hafa nýtt rétt sinn og farið til útlanda í
kynnisferð í boði borgarsjóðs.
Fulltrúar í öllum fagráðum Reykja-
víkurborgar geta reiknað með því að
fara minnst einu sinni á kjörtímabili til
útlanda á kostnað borgarinnar. Nefnd-
arfólk kynnir sér starfsemi á sínu sviði
erlendis. Ögmundur Jónasson, þing-
maður vinstri-grænna, hefur sagt í
samtali við DV að slíkar utanferðir séu
gagnlegar en þær megi ekki ráðast af
kvótahugsun, líkt og verið sé að út-
deila konfektmolum.
„Ferðirnar eru til gagns og gamans,“
sagði Björn Ingi Hrafnsson, formað-
ur Íþrótta- og tómstundaráðs, sem er
á förum til Barcelona með samstarfs-
fólki sínu hjá ÍTR. Á Spáni heimsækja
fulltrúarnir 12 spænskar vatnapara-
dísir og ráðstefnu um íþróttamann-
virki en ferðin kostar borgina rúmar 2
milljónir króna.
Dýrasta ferðin var ferð fram-
kvæmdaráðs til Kanada. Þangað fóru
17 fulltrúar og ferðin kostaði nærri
5 milljónir króna. Fjórtán fulltrúar
skipulagsráðs fóru til Barcelona og
Berlínar sem kostaði borgarsjóð 3,5
milljónir. Umhverfisráð fór til Seattle
og borgin borgaði rúmar 2,5 milljónir
fyrir 11 fulltrúa. Að endingu fer menn-
ingar- og ferðamálaráð til Boston og
áætlað er að 12 fulltrúar fari með og að
ferðin kosti ríflega 2 milljónir.
„Hverrar krónu virði,“ sagði Mar-
grét Sverrisdóttir, nýskipaður forseti
borgarstjórnar, og er þeirrar skoðun-
ar að fjölga eigi frekar ferðunum en
fækka þeim. DV 3. og 4. október
F r j á l s t , ó h á
ð d a g b l a ð
Miðvikudagur 3. októb
er 2007 dagblaðið vís
ir 157. tbl. – 97. árg. – v
erð kr. 235
>> Grétar Sigfinnur Sigurðss
on, varnar-
maður úr Víkingi, segir að nú
standi val
sitt milli þess að ganga til lið
s við
Valsara eða KR-inga. Grétar
Sigfinnur er uppalinn í KR en
sló
fyrst í gegn í efstu deild með
Víkingum. Síðast þegar Víkin
gar
féllu gekk hann til liðs við Va
lsara.
valur eða
vesturbærinn?
stjórnarmenn og lykilstarfsmen
n fara til sólarlanda í boði borg
arinnar:
>> Á þriðja þúsund manns
hafa hlaðið Kaldri slóð
ólöglega niður á netinu.
„Maður er nú alveg óvarinn
gegn þessu,“ segir Björn
Brynjúlfur Björnsson,,
leikstjóri myndarinnar.
„En það þýðir lítið að fara í
fýlu yfir þessu og ég lít á
þessar vinsældir sem hrós.“
stela grimmt
fréttir
>> Tvær konur á
Akranesi kærðu
árásir schaeffer-
hunds. Eigandinn
hótaði
dýrafangara
bæjarins.
skaut hundinn
sinn eftir kærur
>>Fimmta hver bensíndæla
er ekki
löggilt og því ekki öruggt að
fólk fái
jafnmikið eldsneyti og það b
orgar
fyrir. „Það er óþolandi að þe
ssir hlutir
skuli ekki geta verið í lagi,“ s
egir
Runólfur Ólafsson, framkvæ
mdastjóri
Félags íslenskra bifreiðaeige
nda.
dælur
í ólagi
fréttir
>> Íslandsmeistarar Vals lön
duðu
sínu fyrsta stigi á Íslandsmó
ti karla í
handbolta þegar þeir gerðu
jafntefli
við HK í Kópavoginum í gær
kvöldi.
Þar með bundu þeir enda á
þriggja
leikja taphrinu í upphafi Ísla
nds-
mótsins. Manchester United
og
Arsenal sigruðu í Meistarade
ildinni.
til spánar að
skoða vatna-
paradís
Björn ingi Hrafnsson og fleiri stjórn
armenn og lykilstarfsmenn í íþrótt
a- og tómstundaráði reykjavíkur fa
ra til spánar
í boði borgarinnar. Förinni er heitið
í vatnaskemmtigarða og á ráðstefn
u vegna fyrirhugaðrar vatnaparadí
sar. sjá bls. 2.
DV Sport
miðvikudagur 3. októbe
r 2007 15
SportMiðvikudagur 3. október 2007
sport@dv.is
Grétar í Val eða KR Eitt stig
komið í hús hjá Val
Wayne rooney tryggði m
anchester united öll þr
jú stigin gegn roma í gæ
r í meistara-
deild evrópu. arsenal , b
arcelona og glasgoW r
angers voru einnig í ham
. bls 16.
Jónas Grani Garðarsson
SEX VALSMENN Í LIÐI UMFERÐA 13 TIL
18
roonEy Skaut rÓmvErja í kaf
ÖLL TIL ÚTLANDA Á KOSTNAÐ
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Fimmtudagur 4. október 2007 dagblaðið vísir 158. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235
eKKI pLÁSS fyrIr fLeIrI í gæSLuvArÐhALDIfANgeLSISmÁLAyfIrvÖLD eru í mIKLum vANDA efTIr AÐ fjórTÁN LIThÁAr vOru hAND-TeKNIr fyrIr SKIpuLAgÐAN þjófNAÐ Og SjÖ ÚrSKurÐAÐIr í gæSLuvArÐhALD. gruNAÐIr brOTAmeNN gISTA NÚ ALLA fANgAKLefA Sem eru æTLAÐIr fyrIr gæSLuvArÐhALD. verÐIfLeIrI LIThÁANNA ÚrSKurÐAÐIr í gæSLuvArÐhALD verÐur erfITT AÐ fINNA þeIm KLefA.
utanlandsferðir eiga ekki að ráðast af kvótahugsun, segir Ögmundur jónasson. ferðirnar eiga að ráðast af þörf og vont ef fulltrúarnir eiga rétt
á þeim, segir pétur blöndal. hverrar krónu virði, segir margrét Sverrisdóttir. Sjá bls. 6–7.
fulltrúar í fagráðum reykjavíkur fá allir eina ferð á kjörtímabili:
>> Ljósmyndarar eiga sér jafnan sínar eftirlætismyndir. Fjórir atvinnu- og áhugaljósmyndarar drógu sínar eftirlætismyndir fram og sögðu DV söguna á bak við þær. Ljósmyndararnir eru þeir Gunnar V. Andrésson, Árni Torfason, Gísli Kristinsson og Soffía Gísladóttir.
fólk
reykjavíkur
eftirlætisljósmyndirnar>> „Ég hef ekki fundið fyrir svona mikilli sköpunargleði í mörg ár,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson sem vinnur nú að fyrstu sólóplötu sinni. Hann flytur líka titillag myndarinnar Stóra planið.
erpur meÐ SóLópLÖTu
fólk
björgunarsveitin sligast undan gjöf >> Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri er í húsnæð-isvanda. Félagið fékk stórt hús að gjöf en gjöfin reyndist of dýr. Ráðast þurfti í miklar framkvæmdir og þegar upp var staðið hafði björgunarsveitin safnað skuldum. Þá þurfti að selja húsið.
fréttir
>> Ólafur Þórðarson er hættur þjálfun Fram. Þetta varð ljóst eftir fund hans með stjórn félagsins í gær. Stjórnarmenn sögðu þetta vera vegna anna Ólafs annars staðar. Hann furðar sig á þessu og segir ekkert hafa breyst frá því hann samdi við félagið um að taka að sér þjálfun. Marseilles vann góðan sigur á Liverpool á Anfield í meistaradeild Evrópu. Chelsea vann Valencia og Real Madrid gerði 2–2 jafntefli við Lazio á Ítalíu.
ÓLAFUR HÆTTUR
DV Sport
fimmtudagur 4. október 2007 15
Sport
Fimmtudagur 4. október 2007
sport@dv.is
Drogba tryggði Chelsea sigur Fram lagði Stjörnuna að velli
Ólafi Þórðarsyni
Sanngjarn
Sigur
Marseille gerði sér lítið fyrir og vann liverpool 1–0 á anfield í Meistaradeildinni. bls 16.
Kristni Eyjólfssyni brá þegar hann fékk rukkun fyrir tryggingu á mótorhjóli. Iðgjöldin
hljómuðu upp á rúma hálfa milljón. Sjálft mótorhjólið kostaði 300 þúsund krónur.
Kristinn fékk þá skýringu að allir sem keyptu sér hjól fengju sjálfkrafa þessa tryggingu
en hægt væri að fá upphæðina lækkaða. Sigmar Scheving hjá Tryggingamiðstöðinni
segir að tryggingar á mótorhjólum geti farið í þessa upphæð.
RUKKAÐUR UM HÁLFA
MILLJÓN Í TRYGGINGAR
„Ég átti ekki orð þegar ég sá þessa
upphæð,“ segir Kristinn Eyjólfsson,
viðskiptavinur Tryggingamiðstöðv-
arinnar. Kristinn keypti sér mótorhjól
af gerðinni Yamaha SJ 1200 á 300 þús-
und krónur fyrir tveimur mánuðum
og var í kjölfarið rukkaður um tæp-
lega 50 þúsund króna iðgjöld af nýja
hjólinu fyrsta mánuðinn. Hjólið sem
Kristinn keypti er árgerð 1989 og svip-
ar til hjólanna sem lögreglan notar.
„Þessi upphæð var tekin út af
reikningum hjá mér því ég er með
beingreiðslusamning. Ég hafði ver-
ið að borga um sex þúsund krónur á
mánuði af bílnum mínum en svo voru
allt í einu 55 þúsund krónur horfnar
að reikningnum mínum. Hefði ég lát-
ið þetta óátalið hefðu tryggingarnar af
hjólinu kostað um 550 þúsund krónur
á ári,“ segir Kristinn.
Fékk upphæðina lækkaða
„Ég hringdi niður eftir og þeir
staðfestu að upphæðin væri þessi. Ég
fékk þær skýringar að allir þeir sem
keyptu sér mótorhjól fengju sjálf-
krafa þessa tryggingu. Þeir sögðu
mér að þar sem ég hefði ekki haft
samband yrði þessi upphæð látin
standa.“
Eftir að hafa haft samband við
Tryggingamiðstöðina nokkrum
sinnum fékk hann að breyta trygg-
ingunni þannig að upphæðin á ári
lækkaði úr rúmum fimm hundruð
þúsund krónum í rúmar hundrað
þúsund krónur. „Ég fékk um 40 þús-
und krónur endurgreiddar og eftir
standa því rúmar hundrað þúsund
krónur sem ég borga á ári. Mér finnst
það ennþá mjög há upphæð.“
Einkennileg vinnubrögð
Kristinn segir að honum þyki það
einkennileg vinnubrögð að ekki sé
hægt að bjóða fólki ákveðnar trygg-
ingar í staðinn fyrir að leggja hæstu
trygginguna sjálfkrafa á einstaklinga.
„Þetta var allt gert án þess að maður
væri látinn vita. Ef ég hefði ekki verið
svona nískur hefði ég látið þetta eiga
sig. Fyrir þá sem eiga nóg af pening-
um skiptir þetta kannski ekki máli.
Fyrir mig eru þetta hins vegar mikl-
ir peningar,“ segir Kristinn. Hann
missti íbúðina sína í bruna í fyrra og
hefur verið í húsnæðishraki síðan.
Kristinn segir að hann hafi feng-
ið ágætis þjónustu og gott viðmót
hjá Tryggingamiðstöðinni. Honum
blöskrar hins vegar sú upphæð sem
eigendur mótorhjóla þurfa að borga
í iðgjöld. „Þetta er eins og skjaldbaka
við hliðina á þessum kraftmestu hjól-
um. Mér finnst það svekkjandi að við
séum látnir borga fyrir nokkra svarta
sauði í umferðinni.“
Mótorhjólin hættulegri
„Ef þú ert ekki með neinar aðr-
ar tryggingar hjá okkur eða ert und-
ir 25 ára aldri geta þessar tryggingar
farið upp í hálfa milljón á ári,“ seg-
ir Sigmar Scheving, forstöðumað-
ur einstaklingsviðskipta hjá Trygg-
ingamiðstöðinni. Sigmar segir að
það komi fyrir að tryggingar fari upp
í þessa upphæð. Algengara sé þó að
menn hafi aðrar tryggingar á bak við
sig sem þar af leiðandi lækka kostn-
aðinn. „Við bjóðum upp á svokallaða
árstryggingu en þá þarftu að vera 25
ára eða eldri og hafa öll þín viðskipti
við okkur. Þá er heildarupphæðin
undir hundrað þúsund krónum.“
Aðspurður hvers vegna mótor-
hjólatryggingar séu jafndýrar og raun
ber vitni segir Sigmar að ástæðan sé
sú að þegar verða slysatjón á mótor-
hjólum eru þau yfirleitt mjög alvar-
leg og þar af leiðandi mjög dýr. „Ef
einstaklingur dettur á hjóli og slasast
getur það verið tjón sem hleypur á
milljónum eða tugmilljónum. Í sam-
bandi við bílana er áhættan af þeim
dreifðari og þeir eru fleiri en mótor-
hjólin. Eitt tjón á mótorhjóli getur því
haft meiri áhrif en eitt tjón á bíl. Það
er aðallega slysatrygging ökumanns
sem hleypir verðinu upp.“
Einar Þór SigurðSSon
blaðamaður skrifar einar@dv.is
„ég fékk um 40 þúsund
krónur endurgreidd-
ar og eftir standa því
rúmar hundrað þúsund
krónur sem ég borga á
ári. Mér finnst það enn-
þá mjög há upphæð.“
Kristinn Eyjólfsson eftir
mótorhjólakaupin fékk
kristinn rukkun upp á rúma
hálfa milljón í tryggingar á
einu ári.
DV mynd Stefán