Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Blaðsíða 2
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfar- andi borgarstjóri, og Jón Kristinn Snæ- hólm, fráfarandi aðstoðarmaður borg- arstjóra, eiga rétt á nærri 10 milljónum króna í biðlaun. Vilhjálmur á rétt á bið- launum næstu 6 mánuði og Jón Krist- inn næstu þrjá mánuði. Á þeim tíma fær Vilhjálmur nærri 7 milljónir króna og Jón Kristinn rúmar 2 milljónir. Ef nýr borgastjóri verður skipaður á borgarstjórnarfundi á morgun ger- ist það sjálfkrafa að Vilhjálmur lætur af starfi frá og með þeim degi. Frá þeim tímapunkti á hann rétt á biðlaunum og hið sama á við um aðstoðarmann hans. Biðlaunaréttur borgastjóra er líkt og um ráðherra væri að ræða. Þar sem Vilhjálmur náði að gegna emb- ætti samfellt lengur en eitt ár fær hann biðlaun í 6 mánuði. Ef hann hefði set- ið skemur fengi hann biðlaun í 3 mán- uði. Biðlaunin reiknast frá grunnlaun- um og taka ekki mið af greiðslum fyrir stjórnarsetu af nokkru tagi. Vilhjálmur borgarstjóri er með sömu laun og forsætisráðherra eða 1.115.153 krónur á mánuði. Réttur hans til biðlauna er sá hinn sami og ráðherra. Birgir Björn Sigurjónsson, skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir biðlaunarétt borgarstjóra iðulega hafa miðast við ráðherrarétt. „Við öpum eftir ríkinu þegar kemur að biðlaunum. Í stuttu máli er þetta þannig að borgarstjóri heldur launum sínum næstu 6 mán- uði og aðstoðarmaður í 3 mánuði. Svo lengi sem elstu menn muna hefur það alltaf verið þannig að borgarstjóri hefur sama biðlaunarétt og ráðherra,“ segir Birgir Björn. trausti@dv.is mánudagur 15. október 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Tekjutap vegna tafa „Markmiðið er að fá allt upp á borðið,“ segir Álfheiður Inga- dóttir, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, um ástæðu þess að þingmenn flokksins hafa lagt fram beiðni um svör frá iðnaðarráðherra um kostnað við Kárahnjúkavirkjun. Áætlaðir sjóðir Landsvirkjun- ar vegna ófyrirsjáanlegs kostn- aðar við virkjunina eru nánast uppurnir vegna tafa á fram- kvæmdinni. Álfheiður bendir á að vegna tafanna hafi afhend- ing rafmagns dregist og hún vill einnig vita hvert tekjutapið sé vegna þess. Fram úr áætlun „Ég hef grun um að menn séu að tala um upphaflega kostn- aðaráætlun,“ segir Álfheiður Ingadóttir sem vill fá að vita hver heildarkostnaður við Kára- hnjúkavirkjun verður. „Það var upplýst á sínum tíma þegar Im- pregilo bauð í stærstu verkþætt- ina að öll tilboð hafi verið langt undir kostnaðarverði,“ segir hún. Forsvarsmenn virkjunarinnar tala um að verkið hafi farið um 10 milljarða fram úr áætlun en Álfheiður telur óljóst við hvaða áætlun þeir miða. Hún spyr hversu miklu dýrara verkið var heldur en samið var upphaflega um við verktaka. Kostnaður óljós „Það er ekki tímabært að tjá sig um það,“ segir Sigurð- ur Arnalds, kynningarstjóri Kárahnjúkavirkjunar, spurður um áætlaðan heildarkostnað við framkvæmdirnar við Kára- hnjúka. Hann segist gera ráð fyrir að iðnaðarráðherra beini fyrirspurn- um um kostnað við virkjunina til yfirstjórnar Landsvirkjunar. „Landsvirkjun tekur sér þann tíma sem þarf til að skoða mál- ið. Það er ekki einfalt að fara yfir þetta þegar verkið er á fullri ferð,“ segir Sigurður og bendir á að end- anlegur kostnaður sé ekki ljós. Dópsali á skilorði Kjartan Guðjónsson, 35 ára, var á föstudag dæmdur í Héraðs- dómi Reykjavíkur í 12 mánaða fangelsi fyrir skotvopnaburð og vörslu eiturlyfja. Lögreglan gerði húsleit hjá Kjartani og fann við leitina 302 grömm af amfetam- íni, 3,2 kíló af hassi, 239 grömm af maríhúana, 1,1 gramm af kókaíni, 0,97 grömm af tóbaks- blönduðu kannabisefni og hálfa e-töflu. Kjartan var auk þess með óskráðan riffil í fórum sínum. Níu mánuðir af dómnum voru skilorðsbundnir. Fá 10 milljónir í biðlaun Biðlaunaréttur fráfarandi borgarstjóra og aðstoðarmanns hans: Átakafundur í lokin Vilhjálmur og Jón kristinn eiga rétt á tæplega 10 milljóna króna biðlaunum eftir að meirihlutasamstarfinu var slitið nýverið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi borgarstjóri, vill rannsaka til hlítar stofnun Reykjavíkur Energy Invest og aðdraganda sameiningar fyrirtækisins við Geysi Green Energy. Hann segir sjálfstæðismenn ekkert hafa að fela í málinu. „Ég get litið stoltur um öxl og er ekki í vafa um að ég var góður borg- arstjóri,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, fráfarandi borgarstjóri í Reykjavík. Óeining innan Sjálfstæðisflokks- ins varð honum að falli í borginni og ævintýraleg atburðarás síðustu tveggja vikna hefur leitt til þess að flokkurinn stendur einn eftir í minnihluta borgarinnar. Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og sameining Reykjavíkur Energy Invest, REI, og Geysis Green Energy skópu töluverða reiði í samfélaginu eftir að í ljós kom að völdum starfs- mönnum Orkuveitunnar og REI áttu að bjóðast kaupréttarsamning- ar á sérkjörum. Stjórnendur Orkuveitunnar hafa fengið skömm í hattinn fyrir hversu illa var staðið að kynningu samein- ingarinnar. Nú þegar hefur Haukur Leósson, stjórnarformaður Orku- veitunnar, þurft að taka pokann sinn og líklegt er talið að fleiri stjórnend- um fyrirtækisins verði refsað. Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri REI, gæti fengið að gjalda fyrir sinn hlut með stjórastarfinu hjá Orkuveitunni. Rannsaka Reykjavik Energy Björn Ingi Hrafnsson, formað- ur borgarráðs, hefur lýst því yfir að hann vilji láta rannsaka allt sem snýr að aðdraganda sameiningar REI og Geysis Green Energy. Hann segist ekkert hafa að fela í málinu. Í sama streng tekur Vilhjálmur sem jafnframt vill láta rannsaka til hlítar aðdraganda og stofnun REI. „Ég tel nauðsynlegt í ljósi umræð- unnar að skoða REI-málið frá grunni og að allt verði brotið til mergjar. Að minni hyggju þolir allt sem snýr að okkur sjálfstæðismönnum dagsins ljós. Meðal þess sem orkar tvímæl- is í málinu eru kaupréttarsamningar sem gerðir hafa verið og einnig efa- semdir vegna þess ákvæðis að REI eigi einkarétt á þjónustu Orkuveit- unnar í útrásarverkefnum á næstu 20 árum,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að ef ekki komi fram tillaga um rannsókn frá öðrum borgarfulltrú- um muni hann sjálfur bregðast við. „Ég er tilbúinn til að bera upp þá tillögu sjálfur, enda hef ég ekkert að fela. Við töldum okkur vera að gæta hagsmuna Reykvíkinga í öllu þessu ferli. Það væri mjög áhugavert að fá fram í dagsljósið rök Björns Inga Hrafnssonar og Dags B. Eggertsson- ar fyrir því að fyrirtækið eigi eftir að verða tugmillarða króna virði.“ Vilhjálmur vann sitt seinasta op- inbera verk í gær þegar hann tók skóflustunguna að 111 þjónustu- íbúðum fyrir aldraða. Hann sagði ánægjulegt að hafa náð að opna þá framkvæmd. Vilhjálmur er síður en svo daufur á þeim tímamótum að kveðja borgarstjórastólinn. Til í allt - án Villa Björn Ingi hefur fullyrt að í sín- um huga hafi verið nauðsynlegt að slíta samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn í borgarstjórn, slík væri óeining- in innan flokksins. Hann segir eitt- hvað verulega mikið að innanborðs og staðfestir jafnframt vitneskju sína þess efnis að borgarfulltrúar sjálf- stæðismanna hafi í síðustu viku leit- að samstarfs við aðra flokka. Þessu til stuðnings sagði hann í Silfri Eg- ils í gær að hann hefði með eigin augum séð textaskilaboð í farsíma frá ónafngreindum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem leitast var eftir samstarfi við aðra flokka en Framsókn án þess að Vilhjálm- ur borgarstjóri fylgdi með í kaup- unum. Heimildamenn DV hafa einnig bent á að Gísli Marteinn Baldurs- son, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hafi spilað stærstu hlutverkin að tjalda- baki í þá veru að ná saman við aðra flokka. Vinir standa saman Stefanía Óskarsdóttir stjórn- málafræðingur telur forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa brugðist því hlutverki sínu að stilla til friðar í flokknum. Hún telur forystuna hafa misst atburðarásina úr böndunum. „Það veit enginn hvað Geir og Þor- gerður sögðu við hópinn sem leit- aði til þeirra án borgarstjórans. Eina sem maður fékk á tilfinninguna var það að lítið sem ekkert hafi verið gert þegar klagað var til þeirra. Síðan má ekki gleyma því að borgarstjórn- arflokkurinn lét eins og allir væru glaðir og málið væri leyst,“ segir Stefanía. Hún segir vinahópa innan flokksins standa saman og einstakl- ingar innan hópanna hjálpist að við að komast til metorða. „Ég veit ekki hvort beinlínis sé von á einhverju uppgjöri innan Sjálf- stæðisflokksins. Fylkingarnar tvær í flokknum, Björn og Geir, eru aðeins einn vandi flokksins, það er margt annað. Menn eru fúlir innan flokks- ins og það eru sjálfsagt einhverj- ir sem hverfa yfir móðuna miklu og fara til annarra starfa á næstunni. Í þeim hópi eru hugsanlega einhverjir sem töldu sig eiga framann vísan.“ TRausTi hafsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is samsTaða um rannsóKn Vilhjálmur borgarstjóri er sáttur með störf sín sem borgarstjóri og lítur sáttur um öxl. Hann segist ekkert hafa að fela í málefnum reI og vill láta brjóta allt málið til mergjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.