Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Blaðsíða 11
DV Sport mánudagur 15. október 2007 11 Sport Mánudagur 15. október 2007 sport@dv.is ENSKUR SKYLDUSIGUR STJARNAN VANN STÓRSLAGINN ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í KNATTSPYRNU BEIÐ AFHROÐ ÞEGAR ÞAÐ TAPAÐI 4–2 FYRIR LETTUM. EKKERT GEKK UPP HJÁ LIÐINU OG ÞAÐ VAR HEPPIÐ AÐ FÁ EKKI FLEIRI MÖRK Á SIG. BLS. 12–13 Birgir Leifur Hafþórsson atvinnu- kylfingur lenti í 41. sæti á golfmóti í Evrópumótaröðinni sem fram fór í Madríd nú um helgina. Birgir Leif- ur byrjaði illa á mótinu en vann sig svo inn í það aftur með góðri spila- mennsku. Hann endaði mótið á tveimur höggum undir pari en hann var samtals fimm höggum undir pari á tveimur síðustu dögum mótsins. Birgir Leifur er í 183. sæti á mótaröð- inni eftir þennan árangur en hann þarf að vera á meðal 115 tekjuhæstu kylfinganna til þess að fá að halda áfram á mótaröðinni. Hann fékk í sinn hlut 440 þúsund krónur fyrir 41. sætið og hefur alls unnið sér inn 6,7 milljónir króna. „Ég er bæði sáttur og ekki sáttur við mótið. Aðallega sáttur við hugarfarið en svo lenti ég í því að fá sprengjur á nokkrum holum og það á náttúrlega ekki að gerast. Leikskipulagið gekk að mestu upp. Ég spilaði ákveðið og ef þessar sprengjur hefðu ekki komið til hefði ég verið í toppbaráttu og það er pínu- lítið svekkjandi. Ég reyndi hins vegar að vera ekki að pæla of mikið í því slæma heldur einbeita mér að því góða. Baráttan var til fyrirmyndar því ég byrjaði mót- ið mjög illa og var sex yfir eftir fyrstu fimm sex holurnar á mótinu. En síð- an kom ég til baka og dagurinn í gær (laugardag) var mjög góður.“ Mótið í Madríd var það fyrsta eftir langa bið. „Ég er sáttur við margt sem var í þessu móti og það var allt til stað- ar í spilamennskunni. Það var mjög gaman að spila aftur eftir þessa bið. Einbeitinguna vantaði fyrst en síðan kom þetta allt. Ég kemst ekki inn á næsta mót en ég ætla að vona að ég komist inn í Mallorca sem er síðasta mótið í móta- röðinni. Það eru hins vegar litlar líkur á því. Ef ég á að geta sloppið við það að fara í áskorendamótaröðina að nýju þarf ég algjört toppmót þar að því gefnu að ég komist inn. En það er hins vegar ekkert alslæmt að þurfa að vinna sig inn í mótaröðina að nýju. Ég er reynslunni ríkari og ætla að koma sterkur inn í hana aftur,“ segir Birgir Leifur. vidar@dv.is Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur lenti í 41. sæti á Madrídarmótinu sem fram fór um helgina: Birgir Leifur í 41. sæti í Madríd Birgir Leifur Hafþórsson Lék vel um helgina og lenti í 41. sæti í madríd. SJÁLFUM OKKUR VERSTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.