Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Qupperneq 10
Í seinustu viku draumgerðist Svarthöfði sem Gísli Mart-einn Baldursson borgarfull- trúi. Framan af var draumurinn ljúfur og Svarthöfði var ljóshærð- ur og litfríður í Ráðhúsinu. Þá hringdi gemsinn. Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra var í sím- anum. „Sæll, vinur, geturðu hitt mig heima í Háuhlíð á eftir ásamt Hönnu Birnu? Við þurfum að fara yfir málin.“ Þetta var auðvitað sjálf- sagt og eðlilegt. Svarthöfði, í gervi Gísla Marteins, vissi sem var að náið samráð var milli þeirra félaga. Svarthöfði bylti sér í rúminu og var næstum því vaknaður í ofurspennu vegna þess sem næst myndi gerast. Svo skipti um leiksvið í draumn- um. Björn dómsmálaráðherra sat þungbúinn fyrir framan þau Hönnu Birnu. „Við verðum að slíta samstarfinu við Björn Inga og setja Vilhjálm borgarstjóra af,“ sagði hann ábúðarfullur. Rut, eig- inkona ráðherrans, rak nefið inn í bókastof- una og bauð kaffi og kleinur. Ráðherrann lyfti hendi til sam- þykkis og hún hvarf. „Gísli Marteinn verður borgarstjóri,“ sagði Björn. Hanna Birna hrökk við og hún sagði hvasst. „Ég er númer tvö á listanum.“ Áður en Svarthöfði vissi af var hann kominn í hörku- slagsmál við Hönnu Birnu sem reif í ljósa lokka hans svo undan sveið. Hún æpti stöðugt skrækróma; „Ég vil vera borgarstjóri, ég vil vera borgarstjóri.“ En það kom auð- vitað ekki til greina. Ráðherrann ítrekaði að Gísli Marteinn væri hinn smurði. Þeir Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefðu fyrir margt löngu ákveðið það. En svo virtist sem harðsnúna Hanna gerði sér ekki grein fyrir þeirri stöðu og hún hélt áfram að æpa og hárreyta Gísla Martein, eða staðgengil hans Svart- höfða. Draumar Svart-höfða eru hafn-ir yfir tíma og rúm. Rut kom aldrei með kaffið en næsta draumskeið var fund- ur með Geir Haarde, formanni Sjálfstæðisflokksins. Þar var allur borgarstjórnarflokkurinn að Vil- hjálmi borgarstjóra undanskild- um. Svarthöfða fannst sem hann hefði orð fyrir hópnum. Hann gerði formanninum yfirvegaður grein fyrir því að uppreisn hefði átt sér stað og allur borgarstjórnarflokkur- inn væri sammála því að reka Vilhjálm. Hanna Birna skaut inn í að hún ætlaði að verða borgar- stjóri. Svarthöfði sussaði á hana og benti henni fastmæltur á að hann væri fyrir löngu smurður til þeirra metorða. Geir formaður var að raða saman púsluspili en leit annað veifið upp, hummaði og horfði á sexmenningana. En í draumnum sagði hann ekkert. Næsti kafli draumsins var í Ráðhúsinu. Svarthöfði var að faðma borgarstjórann og þeir voru báðir tárvotir af gagn- kvæmri hlýju: „Villi, við stönd- um saman.“ Borgarstjórinn sagði brostnum rómi að hann vissi ekki einu sinni hvort það væri ypsil- on í REI. Í fjarhorninu sat Hanna Birna og virtist vera að senda sms. Svarthöfði sleppti Villa úr faðmlaginu og læddist að Hönnu Birnu og leit yfir öxl hennar: „Allt opið – án Villa.“ stóð á skjánum. „Ég verð borg- arstjóri,“ sagði hann ákveð- ið. Hanna Birna ýtti á „senda“ og réðst svo með kjafti og klóm á Svarthöfða. Hann féll við atlögu valkyrjunnar og hrökk upp af draumsvefninum sem orðinn var að martröð. Svarthöfði hafði dottið fram úr rúmi sínu. Hann staulaðist á fætur og gekk fram í forstofu. Í speglinum sá hann sér til léttis að hann var ekki lengur með ljósa lokka. DV var komið inn um lúg- una og framan á því stóð: „Rætt um R-lista.“ mánudagur 15. október 200710 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm. fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðaLnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, áskriftarsími 512 7080, augLýsingar 512 70 40. Allt opið - án VillA Svarthöfði ReyniR tRaustason RitstjóRi skRifaR. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hrærði í pottum óeiningar inni í borgarstjórnarflokknum. Draugur Davíðs í Valhöll Leiðari Sjálfstæðisflokkurinn er í grafalvarlegri stöðu vegna þeirra lausataka sem eru á stjórn hans. Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra virðist vera á sömu leið og Halldór Ásgrímsson sem ekki tókst að halda uppi nauð- synlegum aga í flokknum og varð á endanum að fara frá völd- um. Geir Haarde ber mesta og þyngsta ábyrgð þess að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur hrökklast frá völdum í Reykjavík. Þetta gerðist ekki vegna aðgerða hans heldur aðgerðaleysis. Hann hefur látið öfl andstæð sér vaða uppi í flokknum án þess að láta til skarar skríða. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hrærði í pottum óeiningar inni í borgarstjórnarflokknum með þeim afleiðingum að flokkurinn varð óstjórnhæfur og Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, átti ekki aðra kosti en þá að slíta samstarfinu eða lenda í minnihluta sjálfur. Í bakgrunni sást glitta í Davíð Oddsson seðlabankastjóra sem er leiðtogi Björns. Formaðurinn lét viðgangast að sex borgar- fulltrúar gerðu uppreisn gegn borgarstjóranum. Með því að samþykkja fund með fólkinu án borgarstjórans lét hann trún- aðarbrest verða að veruleika. Geir hefði átt að taka af skarið á þeim tímapunkti og leysa þá stjórnarkreppu sem upp var kom- in. Það gat hann með því að neyða borgarstjóra til afsagnar eða með því að snupra sexmenningana. Hann gerði hvorugt og flokkurinn flaut sofandi að feigðarósi. Geir verður að taka andstæðinga sína í flokknum föst-um tökum áður en verr fer. Dómsmálaráðherrann hefur fyrir löngu unnið sér inn þá hvíld sem hann og þjóðin fengju með brotthvarfi hans úr stjórnmál- um. Áhorfsmál er hvers vegna Davíð Oddsson situr sem seðla- bankastjóri í embætti sem hann úthlutaði sjálfum sér. Margt bendir til þess að Geir hafi enn ekki hrist af sér hlekki Davíðs. Getur verið að seðlabankastjórinn sé enn að þvælast uppi í brú þjóðarskútunnar og setja út stefnur? Geir Haarde verður að beita sjálfan sig hörðu og taka á málum ef hann ætlar ekki að stórskaða flokk sinn. Enginn vill fá aftur ofríki Davíðs en kraf- an er sú að Sjálfstæðisflokkurinn verði agaður svo rétt kjör- in stjórn hans nái tökum á ástandinu. Ef það gerist ekki mun hvert vígi flokksins af öðru falla. Sjálfstæðisflokkurinn er þessa dagana í fullkominni afneitun vegna þess sem gerðist í borgar- stjórn. Borgarfulltrúar segja kjósendum ósatt um þá óeiningu og uppreisn sem varð borgarstjóranum að falli og allir keppast við að kenna Birni Inga um hvernig fór. Vandinn liggur í Valhöll þar sem draugur Davíðs leikur ljósum logum. DómStóLL götunnar Hvernig líst þér á nýja valdHafa í borginni? „Við skulum gefa þeim tækifæri. mér fannst farið ansi illa með Vilhjálm í þessu máli. Þeir þurfa bara að sýna okkur úr hverju þeir eru gerðir.“ Margrét Árnadóttir, 79 ára, hönnuður „mér líst svona bærilega á það. Ég hefði ekkert haft á móti því að sjálfstæðisflokkur væri enn í meiri- hluta. maður er samt ekki alveg búinn að átta sig á þessu því þetta gerðist svo snöggt.“ Lilja Dögg Gunnarsdóttir, 28 ára, háskólanemi „Ég hefði viljað sjá sjálfstæðismenn og framsóknarmenn útkljá þetta orkuveitumál. Það mál var ekki alveg til lykta leitt. Vilhjálmur hefði samt þurft að víkja hvernig sem málið hefði farið. Ég tel það víst að hann sagði ekki satt og rétt frá.“ Haraldur Thorlacius, 50 ára, verktaki „batnandi mönnum er best að lifa. batnandi þjóð er best að lifa. Það er allt sem ég hef að segja.“ Marlon Lee Úlfur Pollock, 25 ára SanDkorn n Mannaferðir á Hótel Holti að kveldi þess svarta dags Sjálf- stæðisflokksins þegar borgin féll í hendur R-listans að nýju vöktu mikla athygli. Davíð Odds- son seðla- bankastjóri snaraðist þar inn og gekk nánast í flas- ið á sínum gamla briddsfélaga, Eiríki Tómassyni, sem féll í ónáð fyrir nokkrum árum. Davíð brá og hann snerist á hæli og gekk hröð- um skrefum til bakherbergis við koníaksstofu. Þangað komu líka þeir Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, Kjartan Gunnarsson og Björn Bjarnason. Fjórmenn- ingarnir sátu hnípnir fram eftir kveldi og grétu örlög flokksins en þeir áttu það sameiginlegt að hafa att borgarfulltrúunum sex á foraðið með því að egna þá gegn Vilhjálmi borgarstjóra. n Það var mál manna að einungis hafi vantað Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmann og Styrmi Gunnarsson ritstjóra á Holtið til að fullkomna sam- ráðið. Styrmir notaði Staksteina Morgunblaðsins til þess að hvetja til nýs meirihluta VG og Sjálf- stæðisflokks dagana áður en fall Vilhjálms Vilhjálmssonar borg- arstjóra var staðfest. Þar er talið að hann hafi verið að ota fram skoðunum fjórmenningaklíkunn- ar og vinna gegn Geir H. Haarde og Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem umfram allt vildu halda saman meirihlutan- um. Samráð fimmmenn- inganna er ekki nýtt af nálinni því allir koma þeir við sögu upphafs Baugsmála ásamt Jónínu Benediktsdóttur og Jóni Gerald Sullenberger. n Innan Sjálfstæðisflokks eru há- værar raddir uppi um að Geir H. Haarde hætti þeim lausatökum á flokknum sem einkennt hafa feril hans og leggi upp í lokaslaginn við Davíðsarminn. Fyrsta skrefið í því uppgjöri gæti verið að koma Birni Bjarnasyni út en síðan að koma böndum á Gísla Martein Baldursson, sem kallast nú Brút- us á meðal andstæð- inga innan- húss. Annars hefur verið athyglisvert að heyra litlu sjallana í borgarstjórn- inni sverja af sér svik og innanflokksátök. n Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, nálgast nú óðfluga starfslok. Vangaveltur standa um eftirmann hans en líklegast er talið að Ólafur Step- hensen, ritstjóri 24 stunda, taki við. Vandinn er hins vegar sá að blað Ólafs er á fleygiferð og gæti farið fram úr Mogganum sem er á jafnri niðurleið í lestri. Það gæti því orðið lakari kostur að stýra lemstruðum Mogganum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.