Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Blaðsíða 2
ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 20072 Fréttir DV Laxerolía í samlokur Nemendur í tíunda bekk Brekkubæjarskóla á Akranesi urðu uppvísir að því í síðustu viku að setja hægðalosandi laxerolíu í nokkrar samlokur sem seldar voru í skólanum. Nokkrir nemendur veiktust eftir að hafa borðað sam- lokurnar, en skólayfirvöld sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem segir að tekið hefði verið á málinu af fullum þunga og ráðstaf- anir verið gerðar til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Sigríður Einarsdóttir hvetur fólk til að semja um tryggingu áður en mótorhjól er keypt: Eilíf barátta við tryggingafélögin „Það hefur enginn efni á að borga hálfa milljón í tryggingar,“ segir Sigríð- ur Einarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Snigl- anna. Í DV í gær var fjallað um mótor- hjólakappann Kristin Eyjólfsson sem keypti sér mótorhjól fyrir 300 þúsund krónur. Honum brá heldur í brún þeg- ar hann komst að því að iðgjöldin af hjólinu væru rúmar fimm hundruð þúsund krónur. Kristinn, sem trygg- ir hjá Tryggingamiðstöðinni, fékk þau skilaboð að allir mótorhjólaeigendur fengju sams konar tryggingu í byrjun. Kristni tókst þó að lækka tryggingu sína niður í rúmar hundrað þúsund krónur. Sigríður segir að vilji einstaklingar fá tryggingar sínar lækkaðar sé hægt að biðja um undanþágu þess efnis. „Það er yfirleitt svona há trygging í upphafi en fólk getur beðið um undanþágu frá þessum tryggingum. Þetta er nokkuð sem við höfum verið að berjast gegn lengi. Ef þú ert ekki kominn yfir fertugt og með nánast enga tjónasögu er þetta verð sem þú getur búist við að þurfa að greiða.“ Sigríður segir að þessar háu trygg- ingar geri það að verkum að fjölgun meðal mótorhjólaeigenda sé mest meðal fólks sem komið er yfir fertugt. Hún segir að háar tryggingar hjá fólki undir fertugu hafi ákveðinn fælingar- mátt því ungt fólk sjái sér ekki fært að standa undir hinum háu iðgjöldum tryggingafélaganna. „Þeir sem komn- ir eru til vits og ára geta fengið þokka- legt verð en unga fólkið okkar getur það ekki. Fólk um eða yfir fertugu er í ágætri aðstöðu til að semja og getur lækkað verðið töluvert.“ Sigríður mælir með því að einstakl- ingar sem hafi hug á að kaupa sér mót- orhjól semji við tryggingafélögin áður en kaup eru fest á hjóli. „Þá ert þú í góðri samningsstöðu í staðinn fyrir að standa uppi með hjólið og eiga eftir að semja um tryggingu. Þetta er harð- ur heimur en því miður virðist sam- keppnin hjá tryggingafélögunum ekki vera mikil.“ einar@dv.is Dýrt að tryggja Sigríður segir að flestir geti samið við tryggingafélögin um iðgjöldin. Yngra fólkið sé þó í mun verri stöðu. Litháar áfram í varðhaldi Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu fór fram á það fyrir helgina að gæsluvarðhald yfir Litháunum níu, sem nú sitja inni fyrir stórfellda þjófnaði, verði framlengt til miðvikudagsins 24. október. Héraðsdómari varð við þessu en varðhaldið var stytt í hæstarétti til föstudags. Vinna lögreglunnar beinist nú að því að skrá allt þýfið ásamt því að fara yfir myndskeið úr þeim verslunum sem þegar hafa kært. Krafan um gæsluvarðhald bygg- ist á því að um skipulagða glæpa- starfsemi hafi verið að ræða. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Keyrði stolnum bíl á ljósastaur Jón Þór Eymundsson, 23 ára, var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum ævilangt. Dóminn fær hann fyrir þjófnað, ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda en Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóminn. Jón Þór hefur ítrekað gerst sekur um umferðarlagabrot en á þriggja mánaða tímabili í sumar var hann stöðvaður sex sinnum af lögreglunni. Í tvígang ók hann undir áhrifum fíkniefna. 30. júlí í sumar tók hann bifreið ófrjálsri hendi og ók henni til Sandgerðis þar sem hann keyrði á ljósastaur. Með brotum sínum rauf hann skil- orð en hann hafði áður fengið dóm. Hann þarf auk þess að greiða sakarkostnað að upphæð 430 þús- und krónur. Á gjörgæslu eftir bifhjólaslys Karlmaður um þrítugt var fluttur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala eft- ir að hafa misst stjórn á vélhjóli sínu á Krísuvíkurvegi um miðj- an dag í gær. Að sögn varðstjó- ra hjá lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um slysið klukkan 15.30 í gær. Svo virðist sem maðurinn hafi misst stjórn á hjólinu í beygju inn á Bláfjalla- afleggjara með þeim afleið- ingum að hann kastaðist langt út í hraun. Rannsóknarnefnd umferðarslysa var kvödd á vett- vang og liggja tildrög slyssins ekki fyrir. Gæsluvarðhaldið yfir Þórarni Kr. Gíslasyni sem renna átti út í gær var framlengt síðdegis. Þórarinn er grun- aður um að hafa myrt nágranna sinn Borgþór Gústafsson í íbúð þess síðar- nefnda sunnudaginn 7. október. Sam- kvæmt upphaflegum úrskurði héraðs- dóms átti Þórarinn að losna úr haldi í gær. Þórarinn var handtekinn í íbúð Borgþórs eftir að hafa tilkynnt lögreglu að Borgþór lægi meðvitundarlaus og blóðugur í íbúð sinni á Hringbraut 121 í Reykjavík. Lögreglan telur aðstæður á vettvangi benda til þess að Þórarinn hafi orðið valdur að dauða Borgþórs. Krafa lögreglunnar um gæslu- varðhald yfir Þórarni byggist með- al annars á því að á heimili Þórar- ins hafi fundist blóðug föt. Þar var einnig blóðkám á rafmagnsrofum og hurðarhúnum. Þórarinn og Borgþór bjuggu á sömu hæð í húsinu. Þegar lögregluþjónar komu í íbúð Borgþórs lá hann í rúminu, alklædd- ur, með sæng og kodda yfir höfði. Þegar lögreglan lyfti líninu af höfði Borþórs blöstu við miklir áverkar, vinstra megin í andliti. Blóðslettur voru á rúmgafli og veggnum við höf- uðgaflinn. Duft úr slökkvitæki var einnig í andliti Borgþórs. Sams kon- ar duft fannst á höndum og á heimili Þórarins. Borgþór lést af sárum sín- um klukkan 23.30 að kvöldi sunnu- dagsins. Koddi yfir höfði Þórarinn var yfirheyrður af lög- reglu daginn eftir voðaverkið. Hann sagðist alsaklaus af verknaðinum og kvaðst hafa setið við drykkju með Borgþóri frá því á laugardeginum. Um hádegisbil á sunnudeginum hafi Borgþór svo gengið til náða. Sjálf- ur hafi Þórarinn farið til síns heima og haldið áfram að drekka. Fjörutíu mínútum seinna hafi hann svo kom- ið aftur heim til Borgþórs. Þá hafi hann legið blóðugur í rúminu. Við hlið hans hafi verið slökkvitæki sem hann hafi ýtt frá. Þórarinn segist hafa fengið á sig blóðbletti við það að taka um höfuð Borgþórs til þess að opna öndunarveginn og fullyrðir að blóð- blettir heima hjá honum hafi komið til þegar hann fór þangað í fylgd lög- reglu. Stóðu í rifrildi Kerfi öryggismyndavéla er í sameign hússins á Hringbraut. Á myndbandsupptökum má sjá þá Þórarin og Borgþór yfirgefa hús- ið skömmu fyrir hádegi á sunnu- deginum. Þeir koma svo samferða til baka, réttum átta mínútum síð- ar. Þá má sjá Borgþór og Þórarin baða út öllum öngum eins og um misklíð hafi verið að ræða. Í lög- regluskýrslu segir að við nánari at- hugun megi sjá Borgþór íklædd- an úlpu, sambærilegri þeirri sem fannst blóðug í íbúð hans. Þegar lögregla spurði Þórarin um ferðir hans inn og út úr húsinu, skömmu fyrir atburðinn, kvaðst hann ekki muna til þess að hafa farið út. Þórarinn var alldrukkinn þegar hann var handtekinn. FUNDU BLÓÐUG FÖT Í ÍBÚÐ NÁGRANNANS Lögregla vill áframhaldandi gæsluvarðhald yfir grunuðum morðingja á Hringbraut: Sigtryggur Ari jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Á hringbrautinni Þórarinn og Borgþór höfðu setið við drykkju í sólarhring þegar Borgþór fannst látinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.