Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Blaðsíða 21
Það var ekki lítið auglýsingaafrek á
einum degi af Svandísi Svavarsdóttur
að tala sig frá tóminu í stjórnmálum
upp á pólitíska sviðið með talsverð-
um þunga. Hún gerði það reyndar
í vissri tóntegund að láni frá pabba
(það gera allar stelpuskjátur) samt
þandi hún sig hjálparlaust með sín-
um hætti. Loksins, hugsuðu femín-
istar, var langþráð ósvikin kvenhetja
komin til skjalanna á pallinn, eins-
konar ósúrsuð Ingibjörg Sólrún frá
þeim sælu árum þegar allir héldu að
hún væri annað og meira en munnur
sem leitar á hvolf, þegar svo ber und-
ir, og lætur tennurnar vera lítið annað
en plat. En varla var dagur kominn að
kvöldi friðarsúlunnar amerísku, sem
villtist út í Viðey, þegar Svandís hafði
kjaftað sig í kútinn, komin í samkrull
með framsóknarblesa sem virðist
vera jafnþrálátur í stjórnmálum og
kleprar á kúnni sem leggst fúslega á
sína skjöldóttu hlið hvar sem flór er að
finna. Ætli framsóknarkleprar séu sí-
fellt viðloðandi á hölunum þótt stein-
geldu kúnum hafi verið slátrað? Kýrin
er dauð en kleprarnir lifa! Maður gæti
haldið að Svandís hafi hugsað þannig
þegar hún gekk brosandi eins og
mjaltakona meðal sinna húsbænda á
leiðinni inn í endalausu blindgötuna
sem bíður hvarvetna í samfélaginu.
Til hvaða leiðsagnar er manneskja
fær sem gerir sér enga grein fyrir að
tímarnir hafa breyst, og stjórnmál-
in hér, jafnan löngu á eftir tímanum,
eru að hnusa af nýbreytni, einkum
Sjálfstæðisflokkurinn sem bíður bara
af tillitssemi eftir að nokkrir menn í
stjórn hans og á Alþingi fari sjálfir veg
allrar veraldar. Um leið og það gerist
mun hann ná hreinum meirihluta.
Hann þarf aðeins að slípa sig örlítið til
þess að kjósendur telji fært að treysta
honum einum, því hinir eru hrópar-
ar á litlum þúfum sem hafa bólgnað í
frosti en sléttast undir eins í flatlendi
án þess að þjappan þurfi að fara mikið
yfir þær. Ef Svandís hefði komið því til
leiðar að flokkur hennar færi í borgar-
stjórn með tuddum sem munu innan
skamms týna tölunni og mannlegir
kálfar á borð við Gísla Martein koma
í staðinn, hefði hún leikið snjallan
og óvenjulegan pólitískan leik. Hún
hefði sýnt að hún veit að þótt hausinn
sé hyrndur er hann betri en hali með
klepra.
Ferðamenn við Tjörnina Þessir ferðamenn notuðu veðurblíðuna í Reykjavík í gær til þess að virða fyrir
sér Tjörnina og endurnar. Þeir stilltu sér upp fyrir myndatöku og náði ljósmyndari DV þessari skemmtilegu
mynd af hópnum. DV-Mynd Stefán
myndin
Sandkassinn
Stúlkan öskraði og það var
greinilegt að maðurinn var að
ná að sveigja hana ofan í grasið.
Milli okkar rann áin. Við stóðum
þarna vanmáttug, gátum ekkert
gert – nema hringt á lögregluna.
Það var komið að miðnætti og fáir
á ferli í þessu skuggsæla hverfi.
Vinur minn hringdi á lögregluna
og örfáum mínútum síðar sáum
við þrjá lögreglubíla koma á ógn-
arhraða. Nokkrir lögreglumenn
þustu niður í dimman garðinn.
Allt gerðist svo hratt að það var
engu líkara en við værum að horfa
á mynd sem væri verið að hrað-
spóla. Í baksýnisspeglinum sáum
við manninn færðan í einn lög-
reglubílanna og stúlkuna í ann-
an. Svona brást lögreglan í Prag
hratt og örugglega við aðsteðjandi
hættu.
Fyrir utan hús vina minna í mið-
bæ ReykjavíkuR heyrðist öskur.
Fólk yppti öxlum. „Æi, svona er
þetta bara orðið.“ Engum datt
í hug að það gæti verið hætta á
ferð. Engum datt í hug að líta út
um gluggann og athuga hvort
eitthvað alvarlegt væri að gerast.
Og engum
datt í hug að
hringja á lög-
regluna.
En hætta felst
ekki bara í
gjörðum,
heldur líka
í orðum. Of
oft upp á síðkastið hef ég hitt fólk
sem telur sig hafa leyfi til þess að
segja ýmislegt um nafngreinda
einstaklinga; orð, sem myndu
varða við meiðyrði væru þau sett
fram opinberlega. Nafngreint fólk
er ásakað um fjármálasvik, eitur-
lyfjaneyslu, framhjáhald og alvar-
legri hluti. mannoRðSmoRðið er
svo fullkomnað með því að segja:
„Þetta er sagt í trúnaði. Þú ferð
ekki með það lengra.“ Til hvers er
verið að segja blaðamanni róg-
burð sem hann hefur akkúrat eng-
an áhuga á að heyra? Er tilgangur-
inn kannski sá að blaðamaðurinn
fari að kanna sannleiksgildi orð-
anna og ef þau reynast á rökum
reist, þá er hægt að skjóta boðber-
ann? Sá sem matreiddi rógburð-
arsúpuna situr áfram í skjóli stöðu
sinnar og veltir fyrir sér hvernig
hann muni hagnast á ógæfu sam-
keppnisaðilans.
Anna Kristine veltir fyrir sér
hættu í ýmsum myndum.
Afrek Svandísar
DV Umræða ÞRIÐJuDAguR 16. OKTÓBER 2007 21
guðbergur bergsson rithöfundur
AfmælisbArn vikunnAr
75 ára
Guðbergur fæddist í Ísólfsskála
en ólst upp í Grindavík. Hann sótti
barnaskóla í Grindavík, lauk gagn-
fræðaprófi frá Héraðsskólanum að
Núpi í Dýrafirði, lauk kennaraprófi
frá KÍ 1955 og prófum við Háskól-
ann í Barcelona í spænsku, málsögu,
bókmenntum og listasögu 1958.
Guðbergur vann almenn sveita-
störf á ýmsum bæjum frá tíu ára
aldri, starfaði síðan við skipasmíð-
ar 1947–49, starfaði hjá Lockhead-
flugfélaginu á Stapanum 1949–51
og óf gólfteppi 1955–57 og síðar. Þá
var hann næturvörður á Hótel Borg í
þrjú ár og nætur- og hjúkrunarvörð-
ur á Kleppi um skeið.
Guðbergur hefur stundað rit-
störf frá 1960. Eftirfarandi skáldsög-
ur hafa komið út eftir Guðberg: Mús-
in sem læðist, 1961; Tómas Jónsson
metsölubók, 1966; Ástir samlyndra
hjóna, 1967; Anna, 1969; Það sefur
í djúpinu, 1973; Hermann og Dídí,
1974; Það rís úr djúpinu, 1976; Saga
af manni sem fékk flugu í höfuðið,
1979; Saga af Ara Fróðasyni og Hug-
borgu konu hans, 1980; Hjartað býr
enn í helli sínum, 1982; Froskmað-
urinn, 1985; Leitin að landinu fagra,
skáldsaga 1985; Svanurinn, 1991
og 1992; Sú kvalda ást sem hugar-
fylgsnin geyma, 1993; Ævinlega,
1994; Lömuðu kennslukonurn-
ar, 2004; 11/2 Hryllileg saga, 2006.
Hann sendi frá sér endurminning-
arnar Faðir og móðir og dulmagn
bernskunnar, 1997, og Eins og steinn
sem hafið fágar, 1998, skrifaði ævi-
sögu séra Rögnvalds Finnbogasonar
á Staðarstað, Trúin, ástin og efinn,
1988, og bókina Sæmundur Valdi-
marsson og stytturnar hans, hefur
sent frá sér ljóðabækur, samið smá-
sagnasöfn og barnasögur.
Guðbergur er afkastamesti þýð-
andi úr spænsku hér á landi og
þýddi m.a. Don Kíkóta frá Mancha,
eftir Miguel de Cervantes (8 bindi)
sem kom út á árunum 1981–84. Sú
þýðing, ein sér, verður að teljast eft-
irminnilegt afreksverk. Bækur Guð-
bergs hafa verið þýddar á fjölmörg
tungumál og hann hefur skrifað
fjölda greina í blöð og tímarit um
bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál.
Guðbergur var sæmdur Orðu
Spánarkonugs, Riddarakrossi Af-
reksorðunnar; fékk Bókmenntaverð-
laun dagblaðanna 1967; verðlaun
Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins
1978; Menningarverðlaun DV 1983;
Íslensku bókmenntaverðlaunin
1991; Íslensku bókmenntaverðlaun-
in 1997; Heiðurslaun listamanna
2001, og Norræn bókmenntaverð-
laun sænsku akademíunnar 2004.
Bræður Guðbergs: Bjarni, f. 2.7.
1930, skipasmiður; Vilhjálmur, f.
2.10. 1937, listmálari; Hinrik, f. 13.10.
1942, vélstjóri.
Foreldrar Guðbergs: Berg-
ur Bjarnason, f. 1.5. 1903, d. 4.3.
1997, lengst af sjómaður og smið-
ur í Grindavík, og k.h., Jóhanna Vil-
hjálmsdóttir, f. 28.10. 1900, d. 26.9.
1984, húsmóðir.
DV fyrir
25 áRum
spurningin
„Ég vona bara að hann vinni að
hagsmunum almennings og tryggi að
auðlindir verði í almannaeigu. Því er
ekki öðruvísi farið með fiskinn í
sjónum en aðrar auðlindir. Frjálslyndi
flokkurinn vill að þær verði áfram í
almannaeigu. Ég óska þessum
meirihluta alls hins besta,“ segir
guðjón Arnar Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, en margir félagar
í Frjálslynda flokknum eru óánægðir
með þátttöku Margrétar Sverrisdóttur
í nýja meirihlutanum.
HvAð FinnsT þér um
nýjA meiriHluTAnn?
Mínusinn í dag fær Eyjólfur
Sverrisson, þjálfari A-landsliðs
karla í knattspyrnu, fyrir hönd liðsins.
Frammistaða þess í leiknum gegn
Lettum á laugardag var mjög léleg og
er ljóst að eitthvað þarf að gera til
þess að blása lífi í landsliðið.
P
lús
eð
a m
ínu
s
rithöfundur skrifar
GuðberGur
berGsson
Ætli framsóknarkleprar séu
sífellt viðloðandi á hölun-
um þótt steingeldu kúnum
hafi verið slátrað? Kýrin er
dauð en kleprarnir lifa!
Maður kaupir hjól og er rukkaður um hálfa milljón króna í iðgjöld.