Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Blaðsíða 20
þriðjudagur 16. október 200720 Iceland Airwaves DV
Hvar ætlið þið að spila?
„Á Grand Rokk á miðvikudaginn klukk-
an 23.30.“
Hvernig semjið þið tónlistina?
„Við semjum lögin í bútum og bindum
þau svo saman á píanóinu. Af okkur stelp-
unum erum við þrjár sem kunnum á hljóð-
færi, allar á píanó. Við vorum upphaflega
tíu stelpur sem vorum að dunda okkur.
Svo var haldin hljómsveitarkeppni í skól-
anum okkar, Víðistaðaskóla, í febrúar síð-
astliðnum. Það voru svo fáir sem skráðu
sig svo við vorum beðnar um að taka þátt.
Við sömdum fyrsta lagið okkar, Pálmundur,
klukkutíma áður en keppnin fór fram. Við
leituðum þá til strákanna sem komu inn á
trommur og gítar. Eftir þetta gerðist voða
lítið. Við vorum að æfa í skólanum en end-
uðum oft frekar á því að horfa á sjónvarpið
en að æfa. En síðan í júlí höfum við verið
nokkuð dugleg.“
Er einhver hugmyndafræði á bak við
hljómsveitina?
„Nei, í rauninni ekki. Bara að hafa gam-
an, númer eitt, tvö og þrjú. Við semjum
textana allar saman. Einn textanna okk-
ar gerðum við í dönskutíma en textinn við
það lag er á dönsku. Lagið fjallar um norsk-
an strák sem er Myspace-vinur okkar en á
þeim tíma áttum við fáa vini í þeim heimi.
Lagið heitir Mads og heitir í höfuðið á hon-
um. Annars er það bara gleðin sem drífur
okkur áfram.“
Hvernig er stemningin í bandinu?
„Stemningin er góð, það er mjög gaman
hjá okkur. Við erum svo mörg að stundum
er erfitt að koma sér í gang á æfingum. Við
þurfum alltaf að tala svo mikið. En tromm-
arinn er duglegur að reka á eftir okkur.“
Hvaða væntingar berið þið til Iceland
Airwaves?
„Bara að þetta gangi upp, að við höfum
gaman og að áhorfendur skemmti sér.“
Farið þið í sérstakan hátíðarbúning?
„Við eigum alveg eftir að ákveða það. Það
kemur bara í ljós. En við frumflytjum nokkur
ný lög.“
Hvað ætlar þú að sjá á Airwaves?
„Ég ætla að sjá Sprengjuhöllina, Montr-
eal, Chromeo og svo er listinn af skemmti-
legum hljómsveitum endalaus.“
Hvað er fram undan hjá hljómsveit-
inni fyrir utan Iceland Airwaves?
„Við erum að fara að gefa út stuttskífu á
vegum Dead Records í lok október. Ásamt
stuttskífunni verða gerðir fylgihlutir; bolir
og hettupeysur merkt hljómsveitinni sem
er hannað af Jóni Sæmundi. Á skífunni
verða þrjú lög.“
Magnhildur Guðmundsdóttir,
söngkona og klukkuspilsleik-
ari í hljómsveitinni NaflakuskiFrumFlytja ný lög
Naflakusk Meðlimir og hljóðfæraskipan:
arnór; trommuheili og synthesizer, davíð;
gítar, eyrún Fríða; söngur og píanó, eyrún;
söngur og synthesizer, gugga; söngur og
tamborína, Helga; söngur, Hlín; söngur,
kristín; söngur og píanó, Magga; söngur og
klukkuspil, rúnar; trommur, Sonja; söngur.
Þrjú hundruð
íslenskar
hljómsveitir
„Það er ótrúlegt hvað það er mikil gróska í íslenskum bílskúr-
um,“ segir Egill Tómasson, listrænn stjórnandi og bókari hátíðar-
innar Iceland Airwaves, en í ár spila um fimmtíu íslensk bönd á há-
tíðinni í fyrsta skipti. „Þetta hefur verið svipað undanfarin ár.“ Í allt
koma um hundrað og sextíu íslensk bönd fram á Iceland Airwaves í
ár. Það þykir nú ekki sérlega lág tala miðað við höfðatölu en þar með
er einungis hálf sagan sögð. „Það var minna en helmingur af þeim
böndum sem sóttu um sem komst að en það voru um þrjú hundr-
uð íslenskar hljómsveitir sem sóttu um að fá að spila á hátíðinni.“
Egill er beðinn um að setjast í spámannsstólinn og svara fyrir það
af hverju þessi gróska stafar. „Ég á nú erfitt með að svara því en það
gæti spilað inn í að það ferli sem fylgir því að vera í hljómsveit er
orðið mun auðveldara en það var. Það virðast allir vera að taka upp
plötur í herbergjunum sínum. Það er bara ekkert flókið lengur. Svo
er bara svo gaman að vera í hljómsveit.“
Svo er spurning hverjir af nýliðunum eigi eftir að standa upp úr
í ár. „Úff! Ég mæli auðvitað með þessu öllu,“ segir Egill hlæjandi.
Eftir smá pyntingar svarar Egill svo: „Sudden Weather Change er
hljómsveit sem á eflaust eftir að fá athygli, Momentum, Soundspell.
En ætli flestir séu ekki sammála um það að Motion Boys eigi eftir
að koma sterkastir inn í ár enda hafa þeir þegar sent frá sér nokkra
slagara. Þeir höfða auk þess til svo breiðs hóps. Þeim er stillt upp í
rosalega stórt slott, á undan Gus Gus, svo það er gefið að salurinn
verður pakkaður,“ segir Egill og er rokinn enda verkefnalistinn lang-
ur hjá skipuleggjendum hátíðarinnar þessa dagana.
sóttu um
Egill Tómasson, listrænn stjórnandi
og bókari Iceland Airwaves