Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Blaðsíða 16
ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 200716 Sport DV Freddie Kanoute, leikmað- ur Sevilla og malíska landsliðsins, varð fyrir heldur óskemmtilegri líf- reynslu um helgina. Hann var þá að leika með landsliði sínu í Afr- íkukeppninni í Tógó gegn heima- mönnum. Malí vann þann leik 2–0 og skoraði Kanoute eitt marka Malí á 37. mínútu. Mamadou Diallo skoraði síðara mark Malí undir lokin og þá varð allt vitlaust. Stuðningsmenn Tógó tóku þá upp á því að henda blys- um inn á völlinn, ekki ósvipað og stuðningsmenn Inter gerðu um árið í Meistaradeildinni gegn AC Milan, og réðust svo inn á völlinn. Þar var Kanoute helsta skotmark þeirra og var hann laminn allhressilega með beltum og fleira lauslegu. Honum tókst að koma sér af vellinum en það þurfti að sauma nokkur spor í hann vegna áverka sem hann hlaut. Mamadi Sidebe, leikmaður Stoke City, fékk stóran skurð á handlegg- inn. „Þetta var eins og á vígvelli. Bún- ingsherbergi okkar var allt í blóði,“ sagði Jean Jodar, landsliðsþjálfari Malí, í gær. Knattspyrnusamband Tógó var búið að vera í mikilli herferð fyr- ir leikinn þar sem áhorfendur voru hvattir til að mæta og styðja sitt lið. Talað var um að gæslan yrði mikil og fjölskyldur ættu að koma á völlinn. Hins vegar var varað við því að allt ofbeldi innan vallar yrði kært til yf- irvalda og hart yrði tekið á ofbeldis- seggjum. benni@dv.is Freddie Kanoute, leikmaður Sevilla og Malí, var laminn um helgina: Ráðist á Kanoute í landsleiK Allt vitlaust eftir leik Miklar óeirðir voru í Tógó eftir leikinn gegn Malí. Dunne segir mér til Micah Richards, leikmaður Manchest- er City, hefur slegið í gegn á þessari leiktíð. Hann spilar stórt hlutverk hjá Manchester City og enska landsliðinu en segist þó enn eiga mikið eftir ólært. Richards segir jafnframt að Richard dunne, félagi hans hjá Manchester City, hjálpi honum mikið. „Ég er enn ungur og ég er enn að læra. Ég veit að ég á það til að elta menn um allan völl en þar hefur Richard dunne hjálpað mér. Hann er alltaf að segja mér til og hefur gefið mér sjálfstraust og trú á sjálfan mig,“ segir Richards. Owen er ekki á förum Alan Shearer, fyrrverandi leikmaður Newcastle, segir að Michael Owen sé ekki á förum frá Newcastle. Owen hefur verið orðaður við nokkur lið, nú síðast Manchest- er City. „Hann (Owen) fær engu ráðið um hvað er sagt og hann getur ekki svarað fyrir sig í hverri viku. Hann er ánægður og ætti ekki að þurfa þess,“ segir Shearer. Owen verður í eldlínunni með Englendingum á morgun þegar þeir mæta Rússum á gervigrasi og Shearer óttast að Owen kunni að meiðast í þeim leik. Úrvalsdeildin hlyti mesta skaðann Moritz Volz, leikmaður Fulham, gagnrýnir hugmyndir Sepps Blatter, forseta alþjóðaknatt- spyrnusam- bandsins, um að fækka erlendum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni. Blatter vill koma á legg reglu sem segir að aðeins fimm erlendir leikmenn megi vera í byrjunarliðinu hverju sinni. „Ég tel að úrvalsdeildin myndi hljóta mestan skaða og færi aftur um mörg ár. Ég tel að innreið erlendra leikmanna hafi aðeins aukið gæði enskra leikmanna og fótboltans á Englandi,“ segir Volz. Santa Cruz gæti þurft að fara í aðgerð Blackburn gerir sér vonir um að meiðsli Roques Santa Cruz séu ekki svo alvarleg að leikmaðurinn þurfi að fara í aðgerð. Santa Cruz er með skaddaða vöðvafestingu í hné og þurfti að draga sig út úr leikmannahópi Paragvæ í síðustu viku vegna þessa. Enn er óljóst hvort hvíld sé nægileg. Santa Cruz fór í tvær hnéaðgerðir þegar hann lék með Bayern München. Hann hefur farið mikinn það sem af er leiktíðinni og skorað fimm mörk í öllum keppnum hingað til. Chelsea bauð ekki í Kaka Milan hefur neitað þeim sögusögnum að Chelsea hafi gert risatilboð í brasilíska miðjumanninn Kaka. Sögusagnir voru uppi um að Chelsea hafi boðið allt að 100 milljónir punda í Kaka, eða um 12 milljarða króna. „Risatilboð Chelsea er uppspuni. Ekkert lið hefur borið víurnar í hann fyrir utan Real Madrid og þegar þeir gerðu það sögðum við kurteislega að hann væri ekki til sölu. Kaka mun virða sinn samning til ársins 2011,“ segir adriano galliani, varaforseti Milan. enSKi bOltinn EYJÓLFUR KOMINN Á ENDASTÖÐ? Íslenska landsliðið í knattspyrnu sleikir sárin eftir slæmt tap á heimavelli fyrir Lettum. DV fékk fjóra valinkunna einstaklinga, Ólaf Kristjánsson, Kristján Guðmundsson, Heimi Guðjónsson og Atla Eðvaldsson, til þess að meta stöðu Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfara og meta það hvort tími sé kominn til þess að skipta um karl í brúnni. Íslenska landsliðiði liggur undir ámæli eftir dapra frammistöðu gegn Lettum á laugardag. Óánægjuradd- ir hafa beinst að Eyjólfi Sverrissyni landsliðsþjálfara og DV fékk fjóra sérfræðinga til þess að meta stöðu íslenska landsliðsins. Þeir eru Ólafur Kristjánsson, Kristján Guðmunds- son, Heimir Guðjónsson og Atli Eð- valdsson, fyrrverandi landsliðsþjálf- ari. Ólafur Kistjánsson: Þarf betri umgjörð um landsliðið „Leikurinn á móti Lettunum var sár vonbrigði. Sérstaklega eftir leik- inn á móti Spáni og Norður-Írum þar sem búið var að fara vel yfir leik and- stæðinganna. Í þeim leikjum vorum við taktískt góðir, sérstaklega varn- arlega. En síðan á móti Lettunum byrjum við vel, skorum eftir 4 mín- útur, en það sem tekur við er algjör eyðimörk í 41 mínútu. Það sem mér fannst sérstaklega átakanlegt að sjá var hve varnarleikurinn var dapur í þeim leik ef miðað er við leikina sem voru þar á undan. Annaðhvort vantaði að skerpa á því hjá þjálfaran- um að fá leikmenn til að fylgja leik- skipulaginu eða það að ekki var lögð áhersla á það sem var vel gert í hin- um leikjunum á undan. Eins voru engir valmöguleikar á bekknum. Ef þú lítur á liðið sem byrjaði var hann með Kristján í bak- verðinum og hann hefði getað farið í hafsentinn ef meiðsli hefðu komið upp og sett Grétar Rafn í hægri bak- vörðinn. Með það til hliðsjónar spyr mað- ur sig af hverju leikmenn eins og Matthías Guðmundsson voru ekki í hópnum en hann var heitur í sumar. Mér hefði ekki þótt óeðlilegt að hafa hann inni í hópnum, því við hefð- um getað notað hann á laugardag og hann hefði getað verið með á móti Liechtenstein en helsti veikleikinn hjá þeim er klárlega vinstri bak- vörðurinn sem er slakur. Ef Matthí- as hefði verið í hópnum hefði það boðið upp á mun fleiri valmöguleika á laugardag og núna er hann senni- lega besti kosturinn í hægri kant- stöðuna.En hins vegar vita allir að maður gerir mistök. En það er ekki það sama að vera þjálfari í félagsliði og að vera landsliðsþjálfari. Þjálfari á ekki að vera að læra af mistökunum í starfi landsliðsþjálfara. Betra er að þjálfari læri af reynslunni í félagsliði. Eyjólfur er klárlega efnilegur þjálfari og reynsluleysi hans er eðlilegt. KSÍ þarf að meta það hvort Eyjólf- ur er rétti maðurinn í starfið. Ég ætla ekki að fara í einhvern kór sem segir að það eigi að reka þjálfarann, en tap á móti Svíum, 6–0, og slökum Lett- um, 4–0, er ekki viðunandi svo dæmi séu tekin. Þetta snýst ekki bara um Eyjólf Sverrisson, þetta snýst um alla þá umgjörð sem landsliðið þarf að búa við. Það er alveg sama hver verður næsti þjálfari ef landsliðið fær ekki æfingaleiki til þess að spila verðum við áfram í sama basli. Það eru marg- ir leikmenn sem spila í Skandinavíu sem eru á undibúningstímabili í febrúar og það væri tilvalið að spila þá á móti þar sem landsliðsþjálfar- inn hefur þá í viku og þar ætti þjálf- arinn að hafa tækifæri á því að skóla liðið inn í eitthvert leikkerfi. Það er alveg sama hver verður næsti þjálfari ef landsliðsþjálfara verður ekki búin betri aðstaða til þess að þróa liðið,“ segir Ólafur. Heimir Guðjónsson: Óla Jó í starfið „Það hefur kannski ekki orðið jafnmikil þróun á liðinu undir hans stjórn og maður vonaðist eftir. Eft- ir tvo ágæta leiki voru það ákveðin vonbrigði að ná ekki betri leik heldur en þeim sem var á móti Lettum. Ef við tökum miðjuna sem dæmi erum við ekki það góðir að geta far- ið inn í leik og ekki dekkað menn. Menn voru einfaldlega ekki að dekka mennina sína inni á miðjunni. Það er einnig einkennandi hvað liðið tapar mörgum skallaboltum og það virðist helst vera eitthvað skipulagt kaos hjá liðinu þegar kemur að því að dekka í föstum leikatriðum. Ís- lendingar þurfa alltaf að vera með þessi grunnatriði á hreinu, annars næst ekki árangur. Ef íslenska landsliðið ætlar sér eitthvað þarf liðið að vera betra í því að halda boltanum innan liðsins. Lettar settu okkur undir pressu og unnu hann strax af okkur. Við erum með atvinnumenn í fótbolta og þeir geta flestir spilað boltanum á næsta mann. Eyjólfur er búinn að vera með lið- ið í tvö ár og það á að vera nógur tími til þess að þróa liðið aðeins betur. Það má samt ekki skella allri skuld- inni á Eyjólf Sverrisson. Leikmenn verða líka að taka til í hausnum á sér því menn leggja sig bara fram gegn stóru liðunum en þegar við spilum á móti andstæðingum sem eru svipað- ir okkur að getu halda menn að þetta komi af sjálfu sér. Eins þarf KSÍ að fá fleiri vináttu- leiki fyrir landsliðsþjálfarann til þess að hann geti þróað liðið. Það er ekki nægilega góð afsökun hjá KSÍ að segja að það sé erfitt að fá leiki og þeir þurfa að sýna af sér meiri dug í þessum efnum. Ég held að það sé í lagi að skoða hvaða hugmyndir Eyjólfur hefur áður en ákvörðun er tekin í hans málum. En ef það verður skipt um þjálfara tel ég að við eigum að fá Ólaf Jóhannes- son í starfið. Það er engin spurning.“ Kristján Guðmundsson: Ég veit ekki hvort við höfum tíma til að leyfa Eyjólfi að þróast „Ég hef oft sett spurningamerki við val á hópi og innáskiptingar í leikjum. Ég set einnig spurninga- merki við það sem var gert við Gunn- ar Kristjánsson og Birki Bjarnason fyrr í sumar. Af hverju eru þeir og Baldur Aðalsteins skyndilega dottn- ir út úr hópnum? Ef við tökum bara síðasta leik sem dæmi. Það var gef- ið út að það átti að sækja upp kant- ana. Samt eru sex varnarmenn sem byrja leikinn með miðjumönnum og svo eru fjórir hafsentar á bekkn- um en það var enginn varamaður til að koma inn á kantana fyrir Emil og Grétar ef þeir meiðast, sem og gerð- ist. Einnig er athyglisvert að maður var að vona að Eyjólfur myndi ná að vinna með þessum drengjum sem hann spilaði með og búa til góða heild. En það hefur komið á daginn að hann er of nærri þeim og það virð- ist ekki virka. ViðAR GuðJÓnSSon blaðamaður skrifar: vidar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.