Fréttatíminn - 28.03.2014, Síða 10
GEFÐU FERMINGARBARNINU
SKÖPUNARKRAFTINN
MEÐ GRÆJUNUM FRÁ OKKUR
LánaniðurfærsLa afborganir fLestra vegna niðurfeLLingar skuLda Lækka um 8.500 krónur á mánuði
Húsnæðissparnaður ríkisstjórnarinnar
gagnast ekki á höfuðborgarsvæðinu
Séreignalífeyrissparnaður samkvæmt nýju skuldaniðurfellingafrumvarpi
ríkisstjórnarinnar nemur 1,5 milljónum á þremur árum. Sú upphæð dugir
til kaupa á húsnæði að verðmæti 7,5 milljónir króna og nýtist því ekki til
húsnæðiskaupa á höfuðborgarsvæðinu. Flestir fá 1,1 milljón í niðurfell-
ingu - sem lækkar afborganir um 8.500 krónur á mánuði.
f rumvarp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu heimilar fólki að nýta séreignarsparnað til fast-
eignakaupa. Fram kemur að slíkur hús-
næðissparnaður geti meðal annars nýst
fjölskyldum í leiguhúsnæði. Húsnæðis-
sparnaðurinn getur að hámarki numið 1,5
milljónum á þremur árum. Fjölskyldur
eða einstaklingar sem fara þessa leið en
ná ekki að safna aukalega geta því keypt
sér eign að andvirði 7,5 milljóna króna
samkvæmt lánareglum Íbúðalánasjóðs,
þar sem hámarkslánshlutfall er 80%.
Ein eign er til sölu á höfuðborgar-
svæðinu undir 8 milljónum króna og er
það 33 fermetra stúdíóíbúð í Hafnar-
firði. Hins vegar má fá einbýlishús víða á
landsbyggðinni fyrir 7,5 milljónir króna,
til að mynda á Patreksfirði, þar sem 125
fermetra, þriggja herbergja einbýlishús
er til sölu á 7 milljónir.
Til þess að nýta að fullu þessa
sparnaðarleið og safna 500 þúsund í
séreignalífeyrissparnað árlega þurfa
samanlagðar heimilistekjur að vera
ríflega 700 þúsund á mánuði fyrir skatt.
Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að um 30
þúsund heimili muni nýta sér þessa
sparnaðarleið.
Í athugasemdum með frumvarpinu,
sem lagt var fyrir á Alþingi á miðviku-
dag, má sjá að þrjú af hverjum fjórum
heimilum fá niðurfærslu undir 1,5
milljónum króna, rúmlega 50 þúsund
heimili. Komið hefur fram að meðal-
talsniðurfærslan er 1,1 milljón. Ein-
ungis þúsund heimili fá hæstu niður-
færsluna, 3,5-4 milljónir. Þau heimili
skulda yfir 30 milljónir og hafa ekki
fengið neinar niðurfellingar áður.
Niðurfærsla upp á 1,1 milljón lækkar
afborganir á húsnæðislánum um 8.500
krónur þegar þær hafa að fullu tekið
gildi. Dæmigerð afborgun af 25 ára
láni að upphæð 17 milljónir, sem er
meðaltalshúsnæðisskuld fólks, lækkar
úr um 118 þúsundum í um 110 þúsund
krónur á mánuði.
Bent hefur verið á að 40 prósent
skuldaniðurfellingarinnar, 32 millj-
arðar króna, renni til heimila sem eru
með 8 milljónir eða meira í árstekjur.
Tæpur helmingur niðurfellingarinnar
fer jafnframt til heimila þar sem ekki
eru börn.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Húsnæðissparnaður sem ríkisstjórnin hefur heimilað í gegnum séreignalífeyrissparnað næstu þrjú árin dugir fyrir
útborgun í 7,5 milljón króna húsnæði. Gagnast það ekki íbúum höfuðborgarsvæðisins, þar sem einungis ein eign,
30 fermetra stúdíóíbúð, er til sölu undir 8 milljónum. Ljósmynd/Getty
Fjöldi heimila Upphæð lánaniðurfærslu
5257 0
14253 0-0,5
20014 0,5-1
16342 1-1,5
9365 1,5-2
3891 2-2,5
1933 2,5-3
1615 3-3,5
1014 3,5-4
Samtals 68427 heimili
Húsnæðisskuldir Íslendinga
Nokkrar staðreyndir um höfuðstólslækkun
174 þúsund heimili voru með verð-tryggð lán á tímabilinu sem niður-
færslan tekur til. Níu af hverjum tíu
þeirra heimila eiga rétt á niðurfærslu,
68.500 heimili
2Mikill meirihluti, 3 af hverjum 4 heimilum fá minna en 1,5 milljónir í
niðurfærslu
3Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er 1,1 millj. kr.
4Helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu 0,5–1,5 milljónir
55000 heimili eiga ekki rétt á niður-færslu
6 1000 heimili fá 3,5-4 milljónir í lækkun
Flestir skulda 15,3 milljónir
í íbúðalán þótt meðalskuldin
sé 17 milljónir.
Tæpur þriðjungur
þeirra sem skulda
húsnæðislán skulda
minna en 10 millj-
ónir.
67% heimila skulda
undir 20 millj-
ónum.
91% heimila skulda minna
en 30 milljónir.
3,4% skulda
meira en 40
milljónir.
Lánaniður-
færslurnar
10 fréttir Helgin 28.-30. mars 2014