Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 28.03.2014, Blaðsíða 12
Uppskriftir á gottimatinn.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA NÝTT Prófaðu 36% sýrðan rjóma í matseldina. Á gottimatinn.is finnur þú nýjar og spennandi uppskriftir og fullt af öðrum sígildum uppskriftum. rjóminn af sýrða rjómanum D ómari hefur ekki heimild til þess að kveða á um það að barn skuli vera í tveimur leik- skólum. Foreldrar sem fara með sam- eiginlega forsjá eiga að leitast við að koma sér saman um það hvort og þá hvar sótt er um leikskóla- pláss fyrir barn. Ef foreldrar eru ósam- mála getur það foreldri sem barn á lögheimili hjá tekið ákvörðun um val á leikskóla,“ segir í áliti umboðsmanns barna sem Fréttatím- inn leitaði eftir vegna nýfallins héraðsdóms í forsjármáli þar sem í dómsorði er kveðið á fimm ára leikskólabarn skuli dveljast til jafns hjá móður og föður, sem búa í sitt hvoru sveitarfélaginu, fram að skólagöngu. Í dómsorði segir: „Fram að upphafi skóla- göngu skal [barnið] dvelja á víxl hjá foreldr- um sínum viku og viku í senn. Eftir að grunn- skólanám hefst skal [barnið] vera í um- gengni við stefnanda aðra hverja viku frá föstudegi til sunnudags.“ Faðir höfðaði forsjármálið árið 2012, áður en dómarar fengu heimilid til að úrskurða sameiginlega forsjá, og krafðist fullrar forsjár. Móðir gerði þá sömu kröfu. Fram kemur í dómn- um að barnið hafði búið á höfuðborgarsvæð- inu ásamt foreldrum sínum en eftir að þeir slitu samvistir hafi móðirin flutt í sveitar- félag á landsbyggðinni. Báðir foreldrar telja hag barnsins best borgið hjá sér og lýsa því báðir að „ómögulegt“ sé að ná sáttum við hitt foreldrið. „Að [mati föður] komist ekkert annað að en viku/viku búseta og að [barnið] sæki leikskóla bæði [í sveitarfélagi föður] og [sveitarfélagi móður]. Hefur stefnda lagt til margar mismunandi til- lögur að umgengni sem miðast þó helst við að reglubundin umgengni við stefnanda fari fram um helgar þar sem hún telur viku/viku fyrir- komulagið ekki hafa hentað barninu,“ segir ennfremur í dómnum og í niður- stöðum hans er vitnað í dómskvaddan matsmann: „Tillögur um umgengni hefðu aðallega strandað á því að mis- munandi sjónarmið aðila væru um hvort [barnið] gæti verið á tveimur dagheimilum eða ekki.“ Leikskóli er fyrsta skólastigið Hrefna Friðriksdóttur, dósent í fjöl- skyldu- og erfðarétti við Háskóla Ís- lands sem meðal annars hefur sérhæft sig í mannréttindum barna og fjöl- skyldna, segir umgengni hafa smám saman verið að rýmkast á síðustu árum en þó sé fátítt að dómarar dæmi umgengni viku og viku þegar foreldrar deila um það. Hrefna bendir á að hún þekki ekki málavexti í þessu tiltekna máli en bendir á nokkur lykilatriði sem þykja forsenda fyrir því að það gagnist barni að vera í umgengni viku og viku. „Ein forsendan er að barnið sé ekki mjög ungt, að það sé orðið nógu gamalt til að átta sig á því hvað er á seyði og geti haldið utan um þessa tvo heima. Annað atriði er nálægð milli heimila. Það breytir miklu hvort foreldrar búa hvor í sínu sveitarfélaginu á höfuð- borgarsvæðinu eða sitt hvoru megin á landinu. Almennt er lögð áhersla á að barnið sé bara í einum skóla, hvort sem það er leikskóli eða grunnskóli.“ Hrefna vekur athygli á því að sam- kvæmt dómnum á umgengnin að breytast þegar barnið byrjar í grunn- skóla. „Ég myndi segja að þetta væri svolítið sérstök niðurstaða. Dómurum virðist finnast sjálfsagt að barnið fari á milli og sé í gæslu á tveimur stöðum en þetta snýst við þegar grunnskóli hefst. Þessi dómur er ekki að öllu leyti í samræmi við meginsjónarmið um að skapa samfellu í lífi barns og almennt eru gerðar miklir fyrirvarar um að það gagnist börnum að vera í tvenns konar skólakerfi á sama tíma. Leikskóli er auðvitað fyrsta skólastigið og hver leik- skóli mótar sína stefnu. Þarna ríður á að horfa ekki á þetta frá sjónarhóli for- eldranna sem langar að halda virkum tengslum við barn sitt heldur sjá þetta frá sjónarhóli barnsins.“ Ekki ráðlegt að dæma jafna umgengni Í niðurstöðu dómskvadds matsmanns í þessu máli segir að hann telji hvort for- eldri um sig fært um að fara með forsjá barnsins, að báðir geti sett hagsmuni þess í fyrirrúm og séu vel hæfir til að ala það upp. „Deilur foreldranna virðast þó íþyngja [barninu] nokkuð.“ Þar segir ennfremur að „... ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að [barnið] sæki leikskóla á tveimur stöðum, það er hjá móður sinni og föður sínum, fram til þess tíma er [barnið] hefur skóla- göngu. Ekki er hægt að dæma sam- eiginlega forsjá í máli þessu og ekki ráðlegt að mæla með jafnri umgengni [barnsins] við aðila vegna búsetu þeirra. Dómurinn telur hins vegar mikilvægt að [barninu] verði tryggð eins ríkuleg umgengni við stefnanda og aðstæður leyfa hverju sinni.“ Í áliti umboðsmanns barna segir að þegar metið er hvort jöfn umgengni henti barni skipti samkomulag milli foreldra og búseta þeirra miklu máli. „Þegar metið er hvort jöfn umgengni henti barni skiptir samkomulag milli foreldra og búseta þeirra miklu máli. Mikilvægt er að tryggja stöðugleika og samfellu í lífi barns og kemur jöfn umgengni því helst til greina þegar foreldrar geta unnið vel saman og búa nálægt hvor öðrum. Foreldrar verða að hafa hagsmuni barns að leiðar- ljósi og ættu ekki að ætlast til þess að barn „skipti lífi sínu í tvennt“ af því það hentar foreldrum betur. Foreldrar verða að setja barnið í fyrsta sæti og sína eigin hagsmuni í annað sæti. Telur umboðsmaður barna því almennt ekki rétt að ætlast til þess að barn sé í tveimur leikskólum, enda getur það raskað námi og félagslegum tengslum barns. Þó að umboðsmaður barna telji það almennt ekki börnum fyrir bestu að vera í tveimur leikskólum geta verið undantekningar á því, til dæmis vegna tímabundinna erfiðleika í fjölskyld- unni. Á það þá einungis við ef foreldrar eru sammála um að slíkt sé til hags- bóta fyrir barnið.“ Fagfólk á leikskólum tjáð áhyggjur Fréttatíminn leitaði einnig álits Sigrún- ar Júlíusdóttur, prófessors í félagsráð- gjöf við Háskóla Íslands og sérfræð- ings í samskipta- og skilnaðarmálum, og er hennar mat í takt við mat annarra fagaðila. „Hér hafa tveir sérfræðingar komið að málinu. Þeir hljóta að hafa sín faglegu rök, og það eru alltaf hliðar á málum sem ekki koma fram í sjálfum dómnum. Ég þekki ekki nægilega til málavaxta sem skipta miklu fyrir niðurstöðu mats, m.a. um það hvernig fyrstu tengslum og samveru foreldris og barns hefur verið háttað, hvernig foreldrasamstarf var fyrstu ár barnsins og í hverju erfiðleikar og ágreiningur foreldranna raunverulega felast. Stund- um snúast þessi mál um eitthvað annað en velferð barnsins og skilning á þörf- um þess. Þetta kemur meðal annars vel fram í nýlegri íslenskri rannsókn, „Eftir skilnað. Um foreldrasamstarf og kynslóðatengsl.“ Það liggur ekki fyrir nægileg þekking um fyrirkomulag jafnrar búsetu barna hjá foreldrum eft- ir skilnað, og hvaða máli aldur barnsins skiptir þar, en fyrstu rannsóknir okkar gefa þó vissar vísbendingar. Mín fyrstu viðbrögð eru vissar efasemdir um þá niðurstöðu að barn undir skólaaldri dvelji jafnt hjá báðum, það er hafi jafna búsetu hjá báðum foreldrum, sem væntanlega í þessu máli hafa ekki for- sendur fyrir nægilega góðu foreldra- samstarfi. Sömuleiðis hef ég efasemdir um að ungt barn dvelji á tveimur leik- skólum. Fagfólk leikskólanna hefur tjáð áhyggjur af slíku fyrirkomulagi fyrir börn. Það vekur líka spurningar að breyta samvistaskipan sem búið var að festa í sessi og draga úr samvistun- um við annað foreldrið eftir að barnið hefur náð skólaaldri. Hér koma mörg álitamál við sögu og ekki hægt að setja fram rökstutt álit á þessu nema hafa nákvæmari upplýsingar um málið,“ segir Sigrún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Þarf að ganga í tvo leikskóla Fimm ára leikskólabarn skal dvelja viku og viku hjá hvoru foreldri - í sitthvoru sveitar- félaginu - þar til grunn- skólanám hefst, samkvæmt fjölskipuðum héraðsdómi. Faðirinn býr á höfuðborgar- svæðinu en móðirin á lands- byggðinni og þarf barnið því að sækja tvo leikskóla. Þeir fjölmörgu sérfræðingar sem Fréttatíminn leitaði til vegna dómsins eru sammála um að sjaldnast sé það hagur barns að ganga í tvo leikskóla, sér í lagi ekki ef foreldrar deila. Umboðsmaður barna segir slíkt fyrirkomulag geta raskað námi og félagslegum tengslum barnsins. Úr leiðbeinandi áliti vegna tvöfaldrar leikskólavistar  Jöfn búseta til skiptis hjá foreldrum getur þjónað hagsmunum barnsins svo framarlega sem foreldrar hafi náið samstarf og samstöðu um að ekki verði veruleg röskun á högum barns, t.d. hvað skólagöngu varðar.  Almennt er eðlilegt að ganga út frá því að þarfir barns verði að vega þyngra en sjónarmið um jafn- rétti foreldra og sá er einnig andi íslensku barnalaganna. Rétt er því að miða við að hagsmunir barnsins liggi ávallt til grundvallar ákvörð- unum. Frekar á að ætlast til þess að foreldrar lagi sig að aðstæðum barnsins, til að tryggja því samfellu í daglegu lífi, öryggi og festu, en að barnið aðlagi sig að aðstæðum foreldranna. Samband íslenskra sveitarfélaga, maí 2013. Í dómnum er haft eftir dómsk- vöddum matsmanni að deilur for- eldranna virðist íþyngja barninu nokkuð. LjósmyndNordicPhotos/Getty 12 úttekt Helgin 28.-30. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.