Fréttatíminn - 28.03.2014, Blaðsíða 19
FRAMTÍÐARREIKNINGUR
GÓÐUR STAÐUR FYRIR FERMINGARPENINGANA
Framtíðarreikningurinn ber alltaf hæstu vexti verðtryggðra
sparireikninga og er laus við 18 ára aldur. Hann er skynsamlegur
staður fyrir fermingarpeningana, svo þeir nýtist í framtíðinni til að
láta draumana rætast. Ef 30.000 kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning
bætum við 5.000 kr. við.*
Hægt er að stofna Framtíðarreikning í næsta útibúi Arion banka.
*Eitt mótframlag fyrir hvert fermingarbarn
18 ÁRA 12/11 2018
LÁTTU FERMINGARPENINGINN
VAXA MEÐ ÞÉR
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
4
-0
5
6
6
þróunarverkefni Norðmanna, „Pay
for performance“. Þetta verkefni
hafði það að markmiði að bæta heil
brigðisþjónustuna með því að greiða
heilbrigðisstarfsfólki á grundvelli
afkasta og gæða. Mín niðurstaða,
sem kemur fram í vísindagrein sem
nú er í yfirlestri, var sú að erfitt sé
að innleiða svona kerfi nema infra
strúktúrinn sé í lagi sem ekki er til
að dreifa í þessu tilfelli. Heilbrigð
isstarfsmaður getur ekki bólusett
barn ef hann hefur ekki bóluefni. Í
einhverjum tilfellum var bóluefnið
til en ekkert rafmagnið og þar sem
bóluefni á að geyma í kæli eyðilagð
ist það og var því ónothæft. Til að
ná árangri verður allur nauðsyn
legur búnaður að vera til staðar,“
segir Anna.
„Við verðum að hjálpa fólki sem
glímir við fátækt, með því að hjálpa
þeim að hjálpa sér sjálf. Það er ekki
nóg að senda peninga. Við verðum
að hjálpa þeim að auka þekkingu
sína og færni til að geta staðið á
eigin fótum. Það er of lítið fram
boð af skólum, og jafnvel þó það
séu til skólabyggingar þá vantar
vel menntaða kennara. Þess vegna
verðum við að hjálpa þeim að þjálfa
betur kennarana sína. En vanda
málin eru víða því jafnvel þótt við
séum komin með vel þjálfaða kenn
ara þá vilja þeir oft ekki fara í þorpin
að kenna, því þar stendur þeim ekki
til boða hús með rafmagni og vatni.
Þetta undirstrikar enn frekar mikil
vægi þess að byrja á því að byggja
upp innviðina.“
Í sínum rekstri hefur Anna alltaf
lagt áherslu á að vera samfélags
lega ábyrg. „Fyrsta verkefnið okk
ar var að hjálpa þorpsbúum við að
dreifa hreinu vatni því það var sam
kvæmt þorpsbúum mikilvægasta
verkefnið. Við lögðum fram efnis
kostnað en þau lögðu fram vinn
una. Næsta verkefnið var að stofna
leikskóla. Hann var stofnaður fyrir
söfnunarfé á Íslandi, meðal vina og
vandamanna og með hjálp Credit
info og starfsmanna þess. Við sem
sagt byggðum skólann en rekum
hann ekki, það gera þorpsbúar. Nú
eru um 100 börn í leikskólanum á
aldrinum 46 ára.“
Ríkt land með misskiptan auð
Sumir óttast að fara til Afríku og
segir Anna geta verið nokkrar
ástæður fyrir því. „Ein þeirra er
neikvæður fréttaf lutningur frá
svæðinu, um hungur og ófrið. En
Afríka er svo stór heimsálfa og því
mjög langt á milli uppreisna í t.d.
Sómalíu og svo Tansaníu sem er
friðsamt land. Hluti óttans er mögu
lega fáfræði, en þetta er alveg stór
kostleg álfa. Ég hef ferðast töluvert
um Afríku, þar á meðal til Sierra
Leone, Rúanda og Sambíu. Og þó
að Tansanía sé fátækt ríki ef við
rýnum í hagtölur þá er það í raun
ríkt, en því mætti vera betur stjór
nað. Þarna er olía, demantar og gull
en arðurinn af auðlindunum skilar
sér ekki jafnt til allra. Langstærsti
hluti þjóðarinnar lifir á landbúnaði,“
segir Anna og nefnir sem dæmi fjöl
skyldu Resty sem á nokkrar ekrur í
kringum sitt hús þar sem þau rækta
allan sinn mat, mest af maís sem
er uppistaðan í mataræði Tansaníu.
Nýtt kvennasamfélag
Anna er greinilega ekki búin
með sitt uppbyggingarstarf innan
þorpsins því hún er strax komin á
flug með næsta verkefni, sem er
að styðja við konurnar í þorpinu.
„Mig langar að hjálpa konunum að
verða sjálfstæðari, kenna þeim að
gera viðskipta og markaðsáætlanir
og að búa til sitt litla fyrirtæki og
styðja við hver aðra. Ég finn fyrir
miklum áhuga hjá konunum við að
framkvæma og verða sjálfstæðar,
en þær komast ekki svo auðveldlega
út af heimilunum. Konurnar sjá um
börnin, þær safna eldivið og elda en
karlarnir vinna úti. Auk þess eru
þær að mörgu leyti beittar órétti
meðal annars vegna gamalla hefða.
Sem dæmi má taka að ef ung stúlka
verður ófrísk meðan á skólagöngu
stendur þá má hún ekki koma aftur
í skólann, en það hefur engin áhrif
á föður barnsins, jafnvel þótt hann
sé líka í skólanum,“ segir Anna
sem ætlar sér að vinna fyrir kon
urnar í Bashay þrátt fyrir að hafa
ekki mikinn tíma í augnablikinu.
„Það er svo mikilvægt fyrir kon
ur að stofna tengslanet og ég sé fyr
ir mér að hópur kvenna héðan gæti
lagt sitt af mörkum fyrir konurnar í
Bashay. Tansanísku konurnar eru
nú þegar búnar að stofna sitt net úti
með því að setja upp félagasamtök
kvenna. Þær borga í sjóð sem á að
hjálpa þeim að byggja upp viðskipti
eða að nýtast til kvenna sem þurfa
félagslega hjálp, vegna t.d veikinda
eiginmanns sem getur ekki unnið.
En peningurinn sem á að hjálpa
þeim til að hefja atvinnurekstur
hefur ekki virkað hingað til því þær
skortir stuðning og menntun. Þar
langar mig að koma inn og hjálpa,“
segir Anna full eldmóðs.
Það er nóg að gera hjá henni
þessa dagana á Bifröst svo Tans
anía verður að bíða í bráð. Þau
hjónin stefna þó á að fara út í haust,
hitta vini sína og kíkja á rekstur
inn, fylgjast með ræktun maka
demíutrjánna og bragða á nýrri
uppskerunni. Það er að segja ef fíl
arnir verða ekki búnir með hana
áður.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
viðtal 19 Helgin 28.-30. mars 2014