Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2014, Side 20

Fréttatíminn - 28.03.2014, Side 20
Þú nnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin” Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík S. 551 4050 Ný sending af sængurfatnaði tilvalið til fermingagjafa Þ að besta við að búa á Græn-landi er frelsið – frelsið til að vera til,“ segir Ingi- björg Gísladóttir sem nú starfar í ferðaþjónustu í Sisimiut á vestur- ströndinni. Þangað flutti hún frá Upernavik, fyrr á þessu ári, en þar var hún flugum- sjónarmaður. Upernavik er 1200 manna bær á 72° breiddargráðu, óralangt fyrir norðan heims- skautsbaug. „Í Upernavik er alveg sólar- laust í tvo mán- uði. Þegar sólin lét loksins sjá sig, og baðaði allt í sínum appelsínugula lit, naut ég þeirra forréttinda að sitja í flugturn- inum efst á eyjunni með útsýni yfir flóann, firðina og dýrðina allt um kring. Starfsfólkið á flugvellinum kom upp í turninn til mín og söng „Ullumi seqernup nuivaa“ – í dag kom sólin fram. Ég söng ekki. Ég hlustaði með tár í augum og kökk í hálsi.“ Þegar Ingibjörg er beðin að lýsa Grænlendingum stendur ekki á svari. „Ef ég ætti að velja eitt lýsingarorð myndi ég velja blíðir. Grænlendingar eru blíðasta fólk sem ég hef kynnst, en á sama tíma hafa þeir í sér þá innri hörku og þrautseigju sem þarf, til að hafa gagn og gaman af tilverunni jafnt í svörtustu heimskautanóttinni, sem og í björtustu sumarvikunum. Virðingin fyrir sjálfstæði hvers einstaklings helst hér í hendur við sterka samhyggð, menn syrgja saman og gleðjast saman yfir stóru sem litlu.“ Gullnáma af Grænlendingum! Guðmundur Þorsteinsson býr í Nuuk með konu sinni, Benedikte, sem Íslendingum er að góðu kunn. Bendó, eins og hún er jafnan kölluð, var félagsmálaráðherra í grænlensku stjórninni en bjó um árabil á Íslandi með Guðmundi. Hún vann þrekvirki sem formaður Kalak, vinafélags Íslands og Græn- lands, við að efla tengsl landanna á ótal sviðum. Hún er nú ráðgjafi Péturs Ásgeirs- sonar sendi- herra í Nuuk. Guðmundur er þjóðkunnur á Grænlandi. Hann hefur af miklum eldmóði útbreitt hand- knattleik meðal granna okkar, sem unnið hafa frækna sigra og komust alla leið á HM. Þá rekur hann fjölsmiðju fyrir unglinga í Nuuk, þar sem fjölmörg ungmenni hafa náð að blómstra og dafna. „Ég kom hingað, nánar til- tekið til Eqaluit á Suður-Græn- landi, snemma árið 1971. Eqaluit er bóndabær og fæðingarstaður ástæðunnar fyrir því að ég yfir- leitt kom alla leið hingað. Bendó fór með mig beint í fangið á fjöl- skyldunni – ömmu, foreldrum og 14 systkinum. Þvílík gullnáma af Grænlendingum! Hér þurfti ég ekki að grafa djúpt til að finna gull- mola og vini fyrir lífstíð. Það er gott að eiga heima í þessu fallega landi. Ég er jafn velkominn núna og fyrir rúmlega 40 árum. Og ég get horft út um gluggann, á hafið og fjöllin og eiginlega allt sem mitt íslenska hjarta getur óskað sér.“ Guðmundur, sem alltaf er kall- aður Gujo, hefur sannarlega skotið rótum á Grænlandi: „Síðan 1971 höfum við eignast litla Grænlend- inga, sem bera áfram vináttuna og kærleikann, og nú er þriðja kyn- slóðin komin í heiminn. Ævintýrið er ekki á enda og Grænland hefur upp á ótal margt að bjóða. Við höfum það gott hér á Grænlandi.“ Gjafmildi landsins á sér engin takmörk Ingibjörg Björnsdóttir starfaði í þrjú og hálft ár á sjúkrahúsinu í Sisimiut, sem er næststærsti bær Grænlands með tæplega 6000 íbúa. Eiginmaður hennar Ólafur Rafnar Ólafsson var safnstjóri í bænum, og er óhætt að segja að þau hafi bæði kolfallið fyrir landi og þjóð. Þau eru nú flutt aftur til Ís- lands en Ingibjörg hugsar með miklum hlýhug til nágranna okkar. „Grænlendingar eru afsprengi landsins sem þeir byggja – þetta Á Grænlandi er frelsi til að vera til Grænland er næsti nágranni Íslands, aðeins 290 kílómetrar skilja löndin að. Það er óhætt að segja að fáar þjóðir séu jafn heppnar með nágranna og við, en samt er Grænland framandi land í hugum margra Íslendinga. Fréttatíminn ræddi við fjóra Íslendinga sem þekkja af eigin raun hvernig það er að búa á Grænlandi. hrikalega stóra og jarðlausa land. Þar sem búa ísbirnir og vaxa örlitlar orkideur. Gjaf- mildi landsins á sér fá takmörk, maturinn er um allt, laxinn í sjónum, æður- inn í vogum, hreindýr og sauðnaut á fjalli, héri í brekku, og silungur í vatni. Þetta er land óendan- leikans. Þegar ég loka augunum sé ég bláma himinsins, silfrað hafið, glannahvítan snjóinn, gulan fífilinn, víðinn græna og svarbrúnu fjöllin. Og ég heyri ærandi þögnina þegar ísinn leggur, og beljandann í vetrar- storminum. Það er eins og allt sé meira og stærra á Grænlandi – fólkið, landið og himininn.“ Ingibjörg var djúpt snortin af kynnum sínum við Grænlendinga: „Grænlendingar eru konurnar sem prjóna undurfín úlnliðsbönd og sauma í þær örsmáar perlur. Það eru konurnar sem keyra inn til fjalla á snjósleðum á vorbjörtu kvöldi og syngja óð til lífsins. Þessar konur lóga hreindýrum og verka þau og bera langar leiðir að bátnum sem siglir þeim heim. Kon- urnar sem kunna listina að gleðjast, sem rúlla sér á gólfinu, geifla sig og hlæja hátt og gera „pagga“ við meiriháttar tilefni. Það eru menn- irnir sem fara til veiða þegar vel viðrar. Sem byggja sér hús og gera sér hundasleða. Sem hrópa „aamma““ og sveifla svipum yfir hundunum þegar leggja á í leiðang- ur. Menn með vinnustórar hendur og útitekna húð. Sem taka undir í söngnum og snúast með kvenfólkið í hröðum polka.“ Ingibjörg kynntist grænlensku þjóðarsálinni ekki síst vegna vinnu sinnar sem hjúkrunarfræðingur. „Þeir fjölmenna á sjúkrahúsið við fæðingar og andlát, syngja „Hærra, minn guð, til þín“ óendanlega hægt við andlát og gráta hátt og í hljóði. Og fólkið sem fyllir fæðingar- stofuna til að berja litlu manneskj- una augum, lykta af henni, mæla lengd hennar og samgleðjast með nýbökuðum foreldrum. Gleðin og einlægnin eru aðalsmerki Græn- lendinga.“ Stórísinn er vorboðinn ljúfi Það vefst ekki fyrir Eddu Lyberth að svara spurningunni um hvað er best við að búa á Grænlandi: „Því er nú fljótsvarað: Að lifa með ástinni minni, honum Kay Lyberth, sem ég hitti alveg óvart á síðustu öld. Kaj sem heitir Inunnuaq á Inúíta-máli er ættaður fra Maniitsoq sem er norðan vid Nuuk, höfudstað Græn- lands. Hann bjó í Qaqortoq þegar ég kom þangað fyrst.“ Edda og Kaj búa núna í Narsaq á Suður-Grænlandi. „Hérna lifum við nánast í suðrænni sælu yfir sumartímann og hitinn getur farið upp í 30 stig inni í fjörð- unum. Það er ekki skrýtið að Eiríkur rauði hafi byggt sitt bú í Brattahlíð við Eiríksfjörð þar sem ein- stök veðursæld ríkir og gott er til búsetu. Á vetrum eru oft miklar stillur og glitrandi snjórinn endurkastar ævintýralegum litum. Vorboðinn okkar er stórísinn, sem ryður sér leið frá austurströndinni og siglir upp með strönd Suður-Grænlands. Stórísnum fylgir hamingjukennd fyrir Grænlendinga, því með honum koma selirnir. Þá er haldið til veiða, kjötið þurrkað og spikið látið taka sig á klöpp. Maturinn er svo borðaður yfir veturinn.“ Lærði að verða glöð á Grænlandi Edda segir að Grænland sé „ævin- týri og eitt best varðveitta leyndar- mál í heiminum“. Þó beina sífellt fleiri augum að Grænlandi – og hin- um gríðarlegu auðlindum, jafnt á landi sem í hafi. „Grænland er land í þróun og þjóðin er að aðlaga sig að nýjum tímum. Ekkert í þróunar- sögunni hefur verið átakalaust, en Grænland er fyrirheitna landið sem býr yfir öllu sem heimurinn þarf á að halda: Gleði, friðsæld og atvinnutækifæri.“ Grænlendingar eru lífsglaðir og hógværir, og lítt gefnir fyrir að trana sér fram, segir Edda. „Græn- lendingar kunna að lifa í augna- blikinu, og þeir hugsa í lausnum. Það er auðvelt að hrífast af þessari þjóð, sem er svo fámenn í risastóra landinu sínu.“ Aðspurð um muninn á Grænlend- ingum og Íslendingum vitnar Edda í Jonathan heitinn Motzfeldt, fyrsta forsætisráðherra Grænlands. „Jonathan var í opinberri heim- sókn á Íslandi og var spurður um það í fréttatíma íslenska sjónvarps- ins hvort Grænlendingar gætu lært eitthvað af Íslendingum. Jonathan hélt það nú, Grænlendingar gætu lært heilmikið af hinum duglegu nágrönnum sínum. Fréttamaðurinn var mjög ánægður með svarið, og spurði svona hálfglottandi hvort Íslendingar gætu lært eitthvað af Grænlendingum. Jonathan, með sitt fallega andlit, brosti út að eyrum og svaraði: „Íslendingar gætu lært að verða glaðari.“ Af mér er það að segja að þegar ég horfði á þennan fréttatíma á síðustu öld var ég í til- finningalegu gjaldþroti og gleðin var ekki minn fylgifiskur. Orð Jonat- hans snertu hjarta mitt og ég lærði að vera glöð hérna á Grænlandi.“ Hrafn Jökulsson ritstjorn@frettatiminn.is Grænlandsdagar í Reykjavík Grænlandsdagar hefjast í dag, föstudaginn 28. mars kl. 16, í Melabúðinni. Þar verður boðið upp á grænlenskar matvörur, geisladiska og meira að segja handunna grænlenska sápu. Risastórar Grænlandsmyndir Ragnars Axelssonar verða til sýnis og frægasti trommu- dansari Grænlands, Anda Kuitse, leikur listir sínar. Græn- landsdagar í Melabúðinni halda áfram á morgun, laugardag, en á sunnudag klukkan 14 færir hátíðin sig í Hörpu. Þar munu fyrirtæki í ferðaþjónustu kynna Grænlandsferðir, auk þess sem Kalak, vinafélag Grænlands og Íslands, og Skák- félagið Hrókurinn kynna starf í þágu barna og ungmenna á Grænlandi. Klukkan 15 verða tónleikar í Kaldalóni þar sem Anda Kuitse kemur fram, sem og tríóið Appisimaar frá Kulusuk. Sérstakir gestir verða Bjartmar Guðlaugsson og Pálmi Gunnarsson. Miðaverð á tón- leikana er kr. 3000 og rennur ágóðinn til starfs Kalak og Hróksins á Grænlandi. Á mánudag kl. 13.30 verður Grænlandsskákmót haldið í Vin, Hverfisgötu 47, og eru allir hjartanlega velkomnir. Á þriðjudag kl. 15 verður svo málþing í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Ísland og Græn- land – Samstarf vinaþjóða í norðri. Meðal þeirra sem ávarpa málþingið, sem fer fram á ensku, eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra, Brian Buus Pederson, framkvæmda- stjóri samtaka atvinnulífsins á Grænlandi, Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður, Ingi Þór Guðmundsson, frá Flugfélagi Íslands, Heiðar Már Guðjónsson, frá Úrsus, Hrafn Jökulsson og Gunnar Karl Guðmundsson. Nánari upplýsingar um málþingið og Grænlandsdaga má finna á glis.is og á Facebook-síðunni Grænlandsdagar 28. mars til 2. apríl. Anda Kuitse, fræg- asti trommudansari Grænlands, tekur þátt í Grænlands- dögum sem hefjast í Melabúðinni í dag. Hann kemur líka fram á tónleikum í Hörpu á sunnudag. Guðmundur Þorsteinsson og Benedikte: Það er gott að eiga heima í þessu fallega landi. Ingibjörg Björns- dóttir: Gleðin og einlægnin eru aðalsmerki Grænlendinga. Edda Lyberth: Lifum í suðrænni sælu yfir sumar- tímann. Ingibjörg Gísladóttir: Það besta við að búa á Grænlandi er frelsið. 20 viðtal Helgin 28.-30. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.