Fréttatíminn - 28.03.2014, Qupperneq 32
Fermingartertur
Skírnartertur
Útskriftartertur
www.sveinsbakari.is
Skipholti, Hólagarði og Arnarbakka.
HOME SPA
HÚÐVÖRUPAKKI
FYLGIR ÖLLUM
BLUE LAGOON
HÚÐVÖRUM
Gildir á meÐan byrGÐir endast í
verslunum HaGkaupa, blue laGoon
verslun á lauGaveGi oG í HreyfinGu.
Auglýsing um sveinspróf
Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin sem hér
segir:
Í matvælagreinum í maí. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í byggingagreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í prentgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í bílgreinum í maí-júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í hönnunar- og handverksgreinum í maí - júní.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í snyrtifræði í maí-júní. Umsóknarfrestur er til 1. maí.
Í málmiðngreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur til 1. maí.
Í vélvirkjun í september. Umsóknarfrestur til 1. júní.
Í hársnyrtiiðn í september. Umsóknarfrestur til 1. júlí.
Í ljósmyndun í september – október. Umsóknarfrestur til 1. júlí.
Dagsetningar prófanna verða birtar á heimasíðu okkar um
leið og þær liggja fyrir.
Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi,
lífeyrissjóðsyrlit og burtfararskírteini með einkunnum eða
staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í maí 2014.
Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir
iðngreinum.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veang:
www.idan.is og á skrifstofunni.
IÐAN - fræðslusetur,
Skúlatúni 2, 105 Reykjavík,
sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401,
netfang: idan@idan.is
G jaldtaka landeigenda á Geysi-ssvæðinu hefur hleypt krafti í umræðu um hvort leyfa eigi
gjaldtöku á ferðamannastöðum hér á
landi og hvaða aðferð eigi þá að beita
við gjaldtökuna. Málið þykir flókið
og álitaefnin mörg.
Sum þeirra snúa að eignarhaldi
og almannarétti – ævagamalli rétt-
arreglu sem heimilar frjálsa för um
land. Einnig er það staðreynd að
fæstir vinsælustu ferðamannastað-
irnir eru á landi sem er ekki í einka-
eign heldur ýmist innan þjóðgarða
eða á ríkisjörðum eða almenningum
eða þjóðlendum.
Hvað varðar Geysissvæðið á ríkið
sjálfa og landspildu umhverfis þá en
til að skoða hverina úr návígi þarf
að ganga um land sem er í sameigin
ríkisins og einkaaðila. Það eru sam-
eigendur ríkisins að því landi sem
nú krefja ferðamenn um 600 krónur,
án virðisaukaskatts, fyrir að skoða
Geysi og Strokk úr návígi.
Sumir vinsælir staðir eru þó í
einkaeigu. Þekkt dæmi er Kerið í
Grímsnesi, þar sem landeigendur
hafa um skeið innheimt aðgangseyri
af ferðamönnum.
En burtséð frá eignarhaldi og að
því gefnu að niðurstaðan sé gjaldtaka
til að kosta uppbyggingu og viðhald
nauðsynlegra mannvirkja á helstu
ferðamannastöðum eru álitaefnin
fjölmörg sem vinna þarf úr áður en
niðurstaða fæst. Er rétt að nýta skatt-
kerfið eða gefa út sérstök skírteini,
sem ferðamenn kaupa og veita rétt til
að skoða vinsæla staði um allt land? Á
ríkið að leggja gjald á ferðaþjónustu-
fyrirtækin, sem aftur velta því út í
verðið hjá sér, eða er er rétt að vera
með gjaldhlið og biðraðir við ferða-
mannastaðina, í samræmi við aðferð-
ina á Geysi? Hvaða áhrif hefur það á
upplifunina af því að skoða óspillta
náttúru og þekkta staði ef maður þarf
að borga sig inn eins og verið væri að
fara á safn, í tívolí eða dýragarð?
Hér á eftir fer samantekt á þeim
leiðum sem helst hefur verið rætt
um í sambandi við gjaldtöku á ferða-
mannastöðum. Að miklu leyti er
stuðst við skýrslu sem Árni Geirsson
og Kristín Rós Jóhannesdóttir unnu
fyrir Ferðamálastofu á síðasta ári.
Náttúrupassi
Umræðan undanfarið hefur að miklu
snúist um náttúrupassa en Ragn-
heiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og
ferðamálaráðherra, hefur lýst áhuga
á að fara þá leið.
Sú hugmynd byggist á því að þeir
sem njóta náttúrunnar standi undir
kostnaði við uppbyggingu og viðhald
á ferðamannastöðum.
Nefnt hefur verið að náttúrupass-
inn gæti verið önnur tveggja stoða í
gjaldtökukerfi; selt væri inn á staðn-
um á allra vinsælustu staðina en
passinn gæti veitt aðgang að öðrum
vinsælum stöðum.
Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu
telja það meðal kosta þessarar leiðar
að gjaldtakan hafi þá ekki bein áhrif
á verðlagningu ferðaþjónustufyrir-
tækja heldur beinist hún að þeim
einstaklingum sem skoða staðina og
valda þannig þeim átroðningi sem
kallar á að ráðast þarf í við uppbygg-
ingu, viðhald og rekstur.
Meðal galla er nefnt að ferða-
mannastaðir eru ólíkir, meðal ann-
ars varðandi eignarhald og staðhætti
og erfitt getur verið að koma við skil-
virkri innheimtu og eftirliti. Ekki er
vitað um beina fyrirmynd að slíku
kerfi erlendis.
Þá mundi það ekki standast EES-
samninginn að veita Íslendingum
afslætti eða selja þeim aðgang að
ferðamannastöðum á öðru verði en
ferðamenn frá EES ríkjum þyrftu að
greiða.
Brottfarar- og komugjald
Nú þegar eru lögð ýmis gjöld á flug-
fargjöld en ekkert þeirra tengist fjár-
mögnun ferðamannastaða.
Í skýrslunni segir að þótt slík
gjaldtaka myndi vafalítið minnka eft-
irspurn séu hún líklega bæði raun-
hæf og einföld í notkun. Hugsanlega
gæti gjaldið verið ákveðið hlutfall af
verði fargjaldsins en ólíklegt er að
það standist að leggja mismunandi
gjald á eftir því um hve langa flug-
ferð er að ræða. Líkt og varðandi
náttúrupassann kemur EES-samn-
ingurinn í veg fyrir að slíkt gjald yrði
eingöngu tekið af erlendum ferða-
mönnum.
Passi, gjald eða skattur?
Það er að mörgu að hyggja varðandi gjaldtöku á vinsælum
ferðamannstöðum. Fjölmargar leiðir hafa verið til skoðunar.
Sumar tengjast því að innheimtur sé aðgangseyrir; sérstakur
Náttúrupassi er önnur. Enn aðrar leiðir byggjast á því að
ferðaþjónustufyrirtækin greiði gjald og þurfi leyfi til sinnar
starfsemi. Svo er möguleiki á að nýta skattkerfið, til dæmis
virðisaukaskattinn, til þess að sækja þær tekjur sem þarf til
uppbyggingar og viðhalds á ferðamannastöðum
Aðgangseyrir
Þeir sem heimsækja Kerið í Gríms-
nesi hafa síðustu ár þurft að greiða
aðgangseyri. Nýlega var farið að
innheimta 600 kr. aðgangseyri, án
virðisaukaskatts, af ferðamönnum á
Geysissvæðið.
Annars staðar er aðgangur að
náttúrusvæðum gjaldfrjáls. Einn
gallinn við þessa leið þykir vera sá
að hún krefst þess að komið sé upp
sérstökum gjaldhliðum. Að sumum
stöðum liggja margar komuleiðir og
flókið yrði að koma upp og manna
fjölmörg gjaldhlið, auk þess sem
þeim fylgir óhagræði og biðraðir.
Gistináttagjald
Gistináttagjald var lagt á í upphafi
ársins 2012; 100 krónur á hverja
„gistináttaeiningu“. Gagnrýnt hef-
ur verið að gjaldið leggist þyngst á
ódýrustu gistinguna og að sá sem
gistir í tjaldi borgi jafnmikið og sá
sem gistir í hótelsvítu.
Virðisaukaskattur á þjónustu
tengda ferðamennsku
Nú er aðeins greiddur 7% virðis-
aukaskattur af gistingu. Við nú-
gildandi aðstæður njóta f lestir
ferðaþjónustuaðilar endurgreiðslu
úr vsk. kerfinu þar sem þeir greiða
hærri vsk. vegna rekstrarins en
nemur þeim tekjum sem 7% skatt-
urinn skilar til þeirra. Vsk. á gist-
ingu hér er lægri en að meðaltali í
löndum ESB.
Áformað var að hækka skattinn í
25,5% en horfið var frá því. Í tíð síð-
ustu ríkisstjórnar var einnig hætt
við málamiðlun um að búa til sér-
stakt 14% skattþrep í vsk. fyrir gisti-
þjónustu. Sú hugmynd var þó ekki
á þeim tíma tengd áformum um að
fjármagna uppbyggingu á ferða-
mannastöðum. Bent hefur verið á
að mögulegt sé að ráðstafa hluta
af vsk. ferðaþjónustunnar í sjóð til
slíkra verkefna.
Nýsjálenska leiðin
Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslu-
fulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum
og landslagsarkitekt, útskýrði ný-
lega nýsjálensku leiðina við gjald-
töku í þjóðgörðum í blaðagrein.
Þar er grunnreglan sú að þeir sem
hafa fjárhagslegan ávinning af starf-
semi innan þjóðgarða og verndar-
svæða þurfa að hafa samninga við
32 fréttaskýring Helgin 28.-30. mars 2014