Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2014, Side 48

Fréttatíminn - 28.03.2014, Side 48
Þáttastjórnandinn og spéfuglinn Jimmy Fallon hefur verið á blússandi siglingu frá því hann tók við stjórn The Tonight Show af Jay Leno sem hafði verið við stjórnvölinn frá árinu 1992. Jimmy fær allar frægustu stjörnurnar í þáttinn til sín og hefur einstakt lag á því að fá þær til að bregða á leik. Á dögunum fékk hann leikarann Greg Kinnear til að grýta ýmsu smálegu á borð gínuhöfuð og pylsu með öllu ofan í körfuboltakörfu og daginn eftir söng hann dúett með stórstjörnunni Billy Joel. Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS Splunkunýr nettryllir I ntelligence er stórbrotinn og dramatískur nettryllir frá CBS um hátækninjósn-arann Gabriel Vaughn sem er verðmætasta leynivopn Banda- ríkjamanna. Gabriel er með ígrædda örflögu í heilanum sem gerir hann að fyrstu mannlegu ofurtölvunni sem er beintengd við hátækniþróað upp- lýsinganet. Þetta tækniundir gefur honum ótakmarkaðan aðgang að öllum upplýsingakerf- um veraldar sem hann notar óspart til að verja Bandaríkin fyrir óvin- um sínum. Þar sem Ga- briel er skeytingarlaus, óútreiknanlegur og óhlýðinn við yfirboð- ara sína ákveður Lilian Strand, framkvæmda- stjóri ríkisstofnunar- innar sem hefur umsjón með verkefninu, að ráða leyniþjónustufulltrúann Riley Neal honum við hlið bæði til þess að vernda hann frá utanaðkomandi hættum og sjálfum sér. Þetta er glænýr og ferskur þáttur með Josh Holloway í aðalhlutverki. Josh Holloway er einna þekkt- astur fyrir að fara með hlutverk sjarmörsins Sawyer í spennuþátt- unum Lost. Með önnur hlutverk fara Meghan Ory úr ævintýraþátt- unum Once Upon a Time og Marg Helgenberger úr CSI. Intelligence er væntanlegt á dagskrá SkjásEins. Verðlaunamyndin The Wolf of Wall Street kom brakandi fersk inn í SkjáBíó í vikunni. Það er Leonardo DiCaprio sem fer með aðalhlutverkið í þessari stór- kostlegu mynd sem fær 8,4 í einkunn á www.imdb.com. Myndin, sem Martin Scorsese leikstýrir, fjallar um ótrúlegt líf fjárglæframannsins Jordan Belfort. Hann er einmitt væntanlegur til Íslands í maí þar sem hann mun flytja fyrirlestra í Háskólabíói og kynna eigin sölutækni sem hann hefur einkaleyfi á. the Wolf of Wall Street í Skjábíó Sigurför Jimmy Fallon Jimmy Fallon og Greg Kinnear. Jimmy Fallon og Billy Joel. Sj úk le ga fy nd ni r Sv ía r! Sænsku gleðigosarnir í Solsidan hafa valdið ófáum hlátursköstum meðal áhorfenda SkjásEins en þeir snúa loks aftur miðvikudagskvöldið 9. apríl. Þetta er fjórða serían um tannlækninn Alex og atvinnulausu leikkonuna Önnu sem flytja í sænska smábæinn Saltsjöbaden. Alex er leikinn af Felix Herngren sem einnig skrifar og leikstýrir þáttunum en hann skrifaði líka og leikstýrði hinni geysivinsælu kvikmynd um Gamlingj- ann sem skreið út um gluggan og hvarf. Það er því nóg af hlátri og vandræðagangi í Solsidan þar sem skrautlegir karakterar leynast víða. Allt frá snobbuðum vinahjónum með merkjavöru í poka og merlot í glasi til uppáþrengjandi æskuvina sem fá gott fólk til að aðhyllast ofbeldi eftir nokk- urra mínútu samveru! tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 VORspRettuR! 20% afsláttur af öllum VöRum fimmtudag til þRiðjudags (27/3 –1/4 2014) 48 stjörnufréttir Helgin 28.-30. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.