Fréttatíminn - 28.03.2014, Page 58
Ómar Valdimarsson sendifulltrúi heldur
fyrirlestur um heilsueflingar- og þróunar-
verkefni í Malaví fimmtudaginn 3. apríl
kl. 8.30–9.30 í húsi Rauða krossins,
Efstaleiti 9.
Skráning á www.raudikrossinn.is
Allir velkomnir
Byrjað á núlli
SamfélagSmál KriStín tómaSdóttir hefur ferðaSt um landið í vetur og haldið námSKeið
Heldur sjálfsstyrkingarnámsleið fyrir tíu ára stelpur
„Það kom mér mjög á óvart hversu mikil
eftirspurn er eftir námskeiðum fyrir
10-12 ára stelpur. Ég reiknaði ekki með
því að foreldrar væru búnir að átta sig á
því að sjálfsmyndin getur verið farin að
þróast í neikvæða átt á þeim tíma og eru
meðvitaðir um að fyrirbyggja myndun
neikvæðrar sjálfsmyndar,“ segir Kristín
Tómasdóttir rithöfundur sem er að fara
af stað með ný sjálfsstyrkingarnámskeið
í Reykjavík fyrir stelpur en auk þess
býður hún fyrsta skipti upp á námskeið
fyrir foreldra.
Kristín er höfundur bókanna Stelpur,
Stelpur geta allt og Stelpur frá A-Ö, auk
þess sem hún skrifaði bókina Strákar
ásamt Bjarna Fritzsyni. Hún hefur haldið
fyrirlestra fyrir stelpur í skólum og
félagsmiðstöðvun og í vetur hefur hún
ferðast um landið og boðið námskeið til
sjálfsstyrkingar. Námskeiðununum er
skipt eftir aldri þannig að 10-12 ára stelp-
ur eru saman í hóp og 13-15 ára stelpur
eru saman. „Á námskeiðinu legg ég
áherslu á þrennt; að kynna hugtakið
sjálfsmynd, kenna stelpunum leiðir til að
þekkja sína eigin sjálfsmynd og svo leiðir
til að hafa jákvæð áhrif á sjálfsmyndina,“
segir Kristín sem er með BA-próf í sál-
fræði og kynjafræði. „Þetta byggir á hug-
rænni atferlismeðferð þar sem ég kenni
stelpum að horfa til þess jákvæða í stað
þess að einblína á það neikvæða. Stund-
um er sjálfsmyndin alls ekki í tengslum
við raunveruleikann og þannig getur
stelpa sem er mjög góð á skíðum haft þá
sjálfsmynd að hún sé léleg á skíðum.“
Næstu námskeið eru í apríl og hægt
er að nálgast frekari upplýsingar um þau
á Facebook-síðunni Stelpur. Þá hyggst
Kristín færa út kvíarnar í sumar ásamt
Bjarna Fritzsyni þegar þau ætla að halda
sumarnámskeið fyrir 10-12 ára krakka,
stelpur og stráka, sem kallast „Út fyrir
kassann.“ -eh
Kristín Tómasdóttir segir meiri eftirspurn eftir sjálfsstyrking-
arnámskeiðum fyrir 10-12 ára stelpur en 13-15 ára. Ljósmynd/Hari
Birgir Sigursson er eigandi Gallerís 002 sem er að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Í dag verður opnuð þar sýning á verkum
Þórarins Blöndal myndlistarmanns. Ljósmynd/Hari
myndliSt graSrótarliStamenn Sýna í íbúð birgiS rafvirKja
Rafvirki með listagallerí í
kjallaraíbúð í Hafnarfirði
Í lítilli kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði er starfrækt nokkuð öflugt gallerí. Galleríið er
ekki bara gallerí heldur líka heimili eiganda þess, Birgis Sigurssonar rafvirkja og myndlistar-
manns. Hann hefur frá stofnun þess árið 2010 haldið 17 sýningar í samstarfi við nokkra helstu
grasrótarlistamenn Reykjavíkur.
Þ etta byrjaði bara upp úr atvinnu-leysi,“ segir Birgir Sigursson sem er rafvirki að mennt. Birgir hefur síð-
ustu ár haldið sautján myndlistarsýningar í
kjallaraíbúð sinni í Hafnarfirði.
„Þá ákvað ég að láta þann gamla draum
rætast að fara af alvöru út í myndlistina.
Þetta hefur alltaf blundað í mér þrátt fyrir
að hafa ekki lært myndlist. Ég held að
myndlist sé eitt af því sem maður bara fæð-
ist með, hæfileikinn er til staðar en svo þarf
maður bara að ná honum einhvernvegin út.
Galleríið sem slíkt, og að fá að vinna með
öllum þessum góðu myndlistarmönnum
sem hér hafa sýnt, hefur verið minn besti
skóli,“ segir Birgir en sjálfur vinnur hann
aðallega ljóslistaverk.
Hingað til hefur Birgir tæmt íbúðina
sína algjörlega fyrir hverja sýningu og
ekki fundist það mikið mál, enda aldrei
verið mikið fyrir að sanka að sér óþarfa
dóti. „Nei, nei, maður býr einn og bara
frekar minimalískt. Ég setti bara allt inn í
geymslu. Það felst í þessu ákveðin hreinsun
sem er gott. Svo smátt og smátt hefur íbúð-
in verið að breytast í sjálfstætt listaverk.“
Í þetta sinn mun þó sýningin sjálf verða
samtal milli listamannanna tvegga, Þórar-
ins Blöndals og Birgis, þar sem Þórarinn
mun koma þrívíðum verkum og ljósmynd-
um fyrir í íbúð Birgis án þess að Birgir geri
á henni nokkrar tilfæringar. Íbúðin verður
þannig hluti af verkinu.
„Þórarinn býr til magnaða skúlptúra um
allskonar hluti sem er eiginlega ekki hægt
að lýsa með orðum,“ segir Birgir.
Það hefur ekki verið mikið mál að fá
listamenn til að sýna í þessu lítt þekkta
galleríi sem sumir myndu segja að væri á
hjara veraldar eins og Birgir bendir á. „Ég
er ótrúlega þakklátur þeim mikla stuðningi
og áhuga sem allir þessir frábæru og oft
vel þekktu listamenn hafa sýnt galleríinu.
Ég t.d. þekkti Ragga Kjartans eða Heklu
Dögg ekkert þegar ég hringdi í þau og bauð
þeim að sýna. Mér finnst fólk vera sérstak-
lega áhugasamt um staðsetninguna sjálfa,
sem er hér „out of nowhere“ í blokkaríbúð í
Hafnarfirði, rétt hjá Álverinu. Ef þú kemur
hingað í strætó frá miðbænum þá tekur það
lengri tíma en að fljúga til Akureyrar frá
Reykjavík, en það er auðvitað hluti af upp-
lifuninni,“ segir Birgir.
Sýning Þórarins Blöndal opnar í dag
föstudag, klukkan 18, í Gallerí 002, Þúfu-
barði 17 í Hafnafirði. Hún er sú fyrsta af
átta myndlistarviðburðum á þessari fyrstu
myndlistarhátið 002 Gallerís, sem stendur
frá 28. mars til 1. júní. Sýningarnar eru
opnar frá 18 til 21 á föstudögum og frá 14 til
17 laugardaga og sunnudaga. Aðgangur er
ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.
Hægt er að fræðast frekar um dagskrá
Myndlistarhátiðar 002 Galleríis á Facebook
síðu 002 Galleríis.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Ef þú
kemur
hingað
í strætó
frá mið-
bænum
þá tekur
það lengri
tíma en að
fljúga til
Akureyrar
frá Reykja-
vík en það
er auð-
vitað hluti
af upp-
lifuninni.
Reykjavík Shorts&Docs Festival verður
haldin í tólfta sinn dagana 3.-9. apríl í
Bíó Paradís og Stúdentakjallaranum.
Að venju er áherslan á innlendar og
erlendar stutt- og heimildamyndir, en auk
kvikmyndasýninga verður fjöldi annarra
viðburða á hátíðinni. Í ár verða veitt
áhorfendaverðlaun fyrir bestu íslensku
stuttmyndina en alls keppa ellefu myndir
um verðlaunin. Nánari upplýsingar um er
að finna á heimasíðu hátíðarinnar, Shorts-
docsfest.com.
Helgi Seljan í Útsvari
Það verður enginn annar
en verðlaunafrétta-
maðurinn Helgi Seljan
sem stendur vaktina
með Þóru Arnórsdóttur
í spurningaþættinum
Útsvari á RÚV í kvöld,
föstudagskvöld. Þar fær
þessi grjótharði frétta-
skýrandi tækifæri til sýna
á sér nýja og lauflétta
hlið í sjónvarpi en Helgi
þykir afar launfyndinn.
Eins og kom fram í
Fréttatímanum í síðustu
viku er Sigmar Guð-
mundsson, stjórnandi
þáttarins, í feðraorlofi
og munu hinir og þessir
leysa hann af á næstunni.
Í síðustu viku hljóp Gísli
Marteinn Baldursson í
skarðið og nú er komið
að Helga.
Reykjavík Shorts&Docs í næstu viku
58 dægurmál Helgin 28.-30. mars 2014