Fréttatíminn - 28.03.2014, Page 60
Algjör
húmoristi
Aldur: 28
Maki: Hallgrimur Sigurðsson
Börn: Stella 4 ára og Stefanía 8 mánaða
Foreldrar: Jóhanna Þórðardóttir og Jón
Reykdal, kennarar og myndlistarmenn.
Menntun: Fatahönnuður frá Listaháskóla
Íslands
Starf: Hönnuður
Fyrri störf: Vann í skartgripabúð með
námi
Áhugamál: Listir og hönnun, litir og
litapælingar, matreiðsla og íslensk
náttúra.
Stjörnumerki: Ljón
Stjörnuspá: Taktu þér tíma til þess
að tryggja öryggi þitt og þinna sem þú
frekast getur. Leggðu þig fram um að ná
sáttum sem eru þér nauðsynlegar upp á
framtíðina.
H lín ræðst yfirleitt ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda snillingur í
því sem hún tekur sér fyrir hendur,
segir Alma Sigurðardóttir, list-
greinakennari og besta vinkona
Hlínar. „Hvort sem það snýr að
matargerð, heimilinu eða vinnunni
er alltaf fallegt í kringum Hlín,
enda fagurkeri af guðs náð. Fyrir
utan að vera frábær vinkona er
Hlín líka algjör húmoristi sem sér
alltaf skondnu hliðarnar á mál-
unum.
Hlín Reykdal hefur vakið mikla athygli
fyrir skartgripahönnun sína síðan hún út-
skrifaðist sem fatahönnuður úr Listahá-
skólanum. Hún verður með opið hús í gall-
eríinu sínu við Fiskislóð 75 alla helgina í
tengslum við Hönnunarmars. Þar mun hún,
auk þess að sýna skartgripina, bjóða upp á
litgreiningu fyrir gesti og gangandi.
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Hlín Reykdal
BakHliðin
Hrósið...
fær Hafþór Júlíus Björnsson sem er í góðu
formi í keppninni um sterkasta mann heims sem
fer fram í Los Angeles. Hafþór sigraði í fimm
greinum af sex í undanriðli en úrslitakeppnin
hefst í dag, föstudag.
NÝ VERSLUN
OPNAR
Á
LAUGAVEGI 45
LAUGARDAGINN
29. MARS
Laugavegur 45
Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg
Sími: 519 66 99
Vefverslun: www.myconceptstore.is