SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 4

SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 4
4 Allt bendir til Að vinnutími sé Að lengjAst með tilkomu svokAllAðrA ,,fAstlAunAsAmningA“. Þetta hefur ekki verið rannsakað hér á Íslandi en kannanir í Danmörku og Noregi sýna að vinnuvika sérfræðinga og stjórnenda í bankakerfinu hefur lengst um allt að 10 klukkustundir með tilkomu fastlauna, ásamt sítengingu við vinnuumhverfið með fartölvum og snjallsímum. Bankarnir útvega starfsmönnum þennan búnað, greiða fyrir internettengingu og greiða símakostnað starfsmanna. Í staðinn er oftar en ekki farið fram á að starfsmenn séu alltaf til taks og svari kalli í símum og tölvum í eigin frítíma. Í framangreindum könnunum danskra og norskra kollega er fullyrt að lengri vinnuvika og það að vera á vakt stóran hluta sólarhringsins, leiði til skertra svefngæða, þreytu og streitu. Bent er á að starfsmenn verði mjög að vanda til við gerð fastlaunasamninga og fá ráðgjöf stéttarfélaga til að lesa þá yfir áður en samningur er undirritaður. Mikilvægt er að fastlaunasamningurinn nái alls ekki til vinnu sem unnin er eftir kl. 20 alla virka daga, vinnu sem unnin er um helgar eða á frídögum og alls ekki til hugsanlegra útkalla eftir að hefðbundnum vinnudegi lýkur. Í framangreindum rannsóknum kemur í ljós að starfsmenn vinna oftar en ekki langt fram yfir þann yfirvinnutíma sem greiddur er og áætlaður var í fastlaunasamningi. Lang flestir stjórnendur og yfirgnæfandi meirihluti stjórnenda og sérfræðinga í fjármálafyrirtækjum á Íslandi taka kjör sín samkvæmt fastlaunasamningum. Form fastlaunasamninga er mjög mismunandi og oft eru ákvæði það illa fram sett að fyrirtækið getur gengið afar hart að starfsmanni og farið fram á óheyrilega langan vinnudag í skjóli þess að öll hugsanleg yfirvinna sé innifalin í föstum laununum. Við þessari þróun verður SSF, í samvinnu við fyrirtækin, að bregðast áður en í óefni er komið. Í fastlaunasamningum þarf að koma skýrt fram hvaða tíma og tímabil vinnuvikunnar samningurinn nær yfir, og hvert er hugsanlegt hámark þeirrar yfirvinnu sem starfsmanni ber að skila innan ramma fastlaunasamnings. Ef ekki er gripið í taumana strax mun streita og þreyta aukast, sem leiðir til verri lífsgæða, minni samveru með fjölskyldu og vinum og skertra afkasta og framleiðni. Friðbert Traustason formaður SSF FASTLAUNASAMNINGAR HÆTTULEG ÞRÓUN?

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.