Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Page 8

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Page 8
4 SVEITARSTJÓRNARMÁL Bryggjan cins og luin cr mi. ;il' því, að útræði hafi verið þar á nesinu, cn það getur enginn vnfi á því leikið, að svo hafi verið. Af báðum nöfnunum má þó ráða það, að meðan akuryrkja hélzt á Akranesi, hefur sú iðja nesjamanna borið alla aðra starfsemi þeirra ofurliði. Af nafnbreytingunni má jafnframt ráða, að eftir að akuryrkjan lagðist niður, hafi aðalstarfsemin þar beinzt að útræði. Eftir ])að fara og að fara sögur af því, að ver- menn hafi sótt þangað úr öðrum héruð- um; hafa þeir haft þar uppsátur, og mun skipamergðin, sem þar hefur að jafnaði verið, hafa valdið nafninu. Útræðið hefur haldizt fra.m á þennan dag, en auðvitað hrejdzt og tekið sömu stakkaskiptum eins og öll útgerð hefur gert hér á landi, og aukizt j)ó að mun fyrir dugnað nesja- manna, og er útgerðin nú höfuðatvinna manna þar og undirstaðan undir tilveru og velferð Akraneshrepps og hins nýja kaupstaðar, sem tekur við af honum nú á áramótum. Ef menn nú á dögum ætluðu að fara að álykta það af ásigkomulagi hins til- vonandi kaupstaðar, hver tildrög væru að því, að þar hefði risið upp þorp og síðan kauptún, er ekki mikill vafi á því, að flestir, ef ekki allir, mundu álykta rangt. Virði menn kauptúnið fyrir sér nú, sýnist lítill vafi á því, að það muni i öndverðu eiga útræðinu tilveru sína að þakka, eins og svo mörg önnur minni kauptún hér á landi. Það er auðvitað sizt fyrir að synja, að útræðið mundi hafa dregið til þorps- eða kauptúnsmyndunar fyrr eða síðar, en í þróunarferli Akraness hefur það aðeins verið aukastoð undir því, að kauptúnið reis upp, enda þótt út- gerðin sé nú orðin aðalstoðin undir til- veru þess. Rétt á litið hafði Akranes frá náttúr- unnar hendi ekki mikil skilyrði til þess að verða kauptún og kaupstaður; því olli hafnleysið. A Akranesi hefur frá önd- verðu eiginlega ekki verið nema báta- lægi í Iírossvík, Lamhhúsasundi og Krókalóni, en hins vegar hefur þar verið svo brimasamt, að hafskipum hefur ekki verið leggjandi þar, svo vel færi, fyrr en eftir að höfnin nú er komin. Þetta kemur og glögglega fram í því, hvernig uppsiglingarhafnir völdust í nágrenni Akraness, meðan konungur seldi ein- slakar hafnir á leigu, og fram til 1601, að því var hætt. Þá var verzlunarhöfn i Hvalfirði, ágæt höfn, sem fræg varð meðal annars af því, að um hana fluttist hingað plágan mikla. Ef hafnarskilyrði á Akranesi liefðu verið ákjósanleg, hefði verið úrhendis að reka verzlun í Hval- l'irði, en ekki á nesinu, og aldrei komið til. Næsta verzlun norðan megin nessins var Straumfjörður, en liann var ekki sigldur upp nema með höppum og glöpp- um. Hvalfjörður virðist ekki hafa verið sigldur mikið upp eftir 1660, en 1658 er síðast kunnugt, að Hvalfjörður hafi ver- ið seldur á leigu. Það eru þó gögn fyrir því, að Hvalfjörður hafi við og við verið sigldur upp frá Hólminum eftir það, en Hvalfjörður og Akranes bæði voru í verzlunarhverfi Hólmsins. Ekki mun það þó hafa verið regluleg uppsigling, heldur munu hafa komið þangað spekúlantar úr Hólmskaupstað. Það er eitt atriði, sem bendir til þess, að Skipaskagi hafi verið sigldur upp einhvern tíma fyrri part 16. aldar eða fyrr, að Resen nefnir í hafnatali sínu höfn „ved Skagen paa Aggersnes", en þegar hafnatalið er gert, hefur sú höfn ekki verið uppsigld, því hún er þar talin

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.