Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Blaðsíða 9
SVEITARSTJÓRNARMÁL
O
iucöal þeirra háfna, sem ekki eru sigldar
upp, „Landet slorlig til Skade“.
Það hefur hér A'erið talið, að Akranes-
nafnið hafi horfið fyrir nafninu Skipa-
skagi, og er það að vísu rétt, en í önd-
verðu mun með Skipaskaga ekki hafa
verið átt við nema framodda nessins, eða
l'yrir vestan línu milli Krókalóns og
Krossvikurbotns, eins og orðatiltæki
Resens „Skagen ved Aggersnes“ sýnir.
Síðan færðist nafnið yfir allt nesið, en
]iað er fyrst á síðari áratugum, að nafnið
Akranes hefur aftur rýmt út heitinu
Skipaskagi. Annars var nesið í byrjun
þessarar aldar jöfnum höndum nefnt
Akranes og Akraskagi, og er því ekki
alveg víst, við hvort heitið „Skagen“ á
hjá Resen, en með vissu er Skipaskagi,
eins og getið var, ekki nefndur fyrr en
á 17. öld.
Nú er spurningin, hví kallar Resen
höfnina „ved Skagen“, en ekki „Skagen“?
Það getur naumast verið af öðru en því,
að hann eigi hér við Krossvík. Hún skýt-
ur nefnilega við og við upp höfðinu á
17. öldinni og nokkuð fram eftir, og er nú
hin eiginlega höfn Akraneskauptúns.
Það eru að vísu mjög óljósar heimildir
fyrir því, að til Krossvíkur hafi verið
kaupsigling, en það er allt svo óglöggt,
að ekki er hægt að staðhæfa neitt um
það, og víst er, að á kongsverzlunar-
tímanum var engin verzlunarhöfn milli
Rúða og Hólmsins, nema Straumfjörður.
Þó eru nokkrar líkur á því, að Kross-
vík hafi ekki verið með öllu verzlunar-
laus á 17. og 18. öld, en líkur miklar
virðast henda til, að þar hafi aðallega
— eða jafnvel eingöngu — verið að ræða
um ólöglega verzlun, eða það, sem nú á
dögum mundi vera kallað smygl. Það er
alkunnugt, að á tímum einokunarverzlun-
arinnar gerðu kaupmenn sér aðallega far
um að komast yfir framleiðsluvörur
landsmanna, en létu sér lítið umhugað
um að sjá þeim fyrir lífsnauðsynjum i
staðinn, og keyptu vöruna íslenzku við
lágu verði, en gerðust dýrseldir á inn-
fluttu vöruna. Landsmenn skorti þá
I.angisandur, baðstaður Akraness.
injög margar og hrýnar nauðsynjar, og
þeir urðu því að verzla við fríhöndlara,
inest hollenzka duggara, sér til lífshjarg-
ar, enda þótt þungar refsingar lægju við,
og reyndist þessi ólöglegi kaupskapur
jafnframt hentugri um verðlag en hinn.
Það er að vísu svo að sjá, sem Brynjólfur
biskup hafi selt löglegum kaupmönnum
afla Skálholtsstólsbáta á Akranesi og
látið þá hirða hann í Krossvík, en sagan
al' viðskiptum þeirra frændanna Torfa
Hákonarsonar og Jóns sýslumanns Vig-
fússonar, Bauka-Jóns, er síðar varð
Hólabiskup, i Krossvík um tóbaksrull-
urnar bendir greinilega til þess, að það
hafi fyrst og fremst verið smyglverzlun,
sem rekin hafi verið um þessa höfn. Rétt
að gáð er og ekki um neina löglega verzl-
un að ræða á Skipaskaga fvrr en á 19.
öld.
Undirstöðunnar undir uppgangi Akra-
ness er ekki að leita heima fyrir, heldur
í Reykjavík. Eftir að Reykjavík fékk
kaupstaðarréttindi, fór smám saman að
dragast þangað allt æðsta vald landsins,
og hærinn gerðist fljótlega miðstöð þess.
í byrjun aldarinnar, sem leið, sátu þar
stiftamtmaður, biskup og landfógeti, þar
var og æðsti dómstóll landsins og lærði
skólinn, og Reykjavík varð jafnframt,
cftir að verzlun landsins var gefin frjáls
við alla þegna Danakonungs, helzti kaup-
slaður og verzlunarmiðstöð þess. Það
varð því og skjótlega svo, að allar leiðir
landsmanna lágu til Reykjavíkur, og