Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Page 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Page 10
6 SVEITARSTJÓRNARMÁL Síldarsðltun, scr ijfir Lambhúsasnnd. örvaðist það mjög eftir því, sem greini- legra var, að Reykjavík var að verða höfuðstaður landsins, með öllu því, sem slíkan stað einkennir. Leiðir norðan- manna höfðu áður legið á Suðurnes um Hvalfjarðarbotn, en þegar samgöngurnar af þessum orsökum urðu örari, fór mönnum fljótt að þykja hentugra að stytta sér leið með því að fara um Skipa- skaga og fara þangað og þaðan frá og til Reykjavíkur sjóleiðis. Þar með var skag- inn, sem áður hafði verið afskekkt út- nes, kominn í þjóðbraut og orðinn nauð- synlegur áfangi á henni, ekki sízt eftir að pósturinn var einnig farinn að leggja leið sína um þar. Með þessu sköpuðust Skipaskaga nýir framtíðarmöguleikar, sem voru studdir af verzlunarþörf mannmargra uppsveita. Menn höfðu þaðan orðið að fara i kaup- stað til Hólmsins, í Straumfjörð eða í Stykkishólm, og var jietta allt úrhendis, en nú urðu hinar tiðu bátaferðir til þess að auka aðflutninga til nessins og til þess, að þar risu upp lausaverzlanir, sem spekiilantar bættu nokkuð upp. Allt var þetta þó ófullnægjandi, og þörfin fyrir fastaverzlanir varð æ Ijósari, en skilyrð- ið fyrir þeim var beinn aðflutningur frá útlöndum. Hans var þó ekki kostur, nema höfn væri löggilt á Skipaskaga. Eftir að búið var að endurreisa Al- þingi, eða rétt um miðja öldina, sem leið, lá það inál fvrir þinginu, og mundi slíkt mál nú á dögum þykja beinlaus biti, ef svo mætti segja. En þá fór á annan veg, því að þetta var eitt hið mesta hitamál á þingi, og má af því nokkuð ráða smæð viðfangsefna þess í þá daga. Það var Krossvík, sem þá var hugsað að löggilda, og tillagan hét tillaga um uppsiglingu Krossvíkur. Aðahnótstaðan gegn löggild- ingunni kom frá kaupmönnum í Rvík, því að þeir þóttust, sem satt var, mundu missa drjúgan spón úr sínum aski, ef Borgfirðingar hættu að verzla við þá. Gengust þeir fyrir undirskriftum ineðal tómthúsmanna á Skipaskaga undir mót- mælaskjal gegn löggildingunni og varð mjög ágengt í því efni; þeir hafa væntan- lega sýnt tómthúsmönnunum framan í skuldadálka þeirra um leið og þeir létu þá undirskrifa. Á þingi A'ar sagt margt misviturt um þetta mál, eins og verða vill á þingum, og var ein helzta mótbáran þar gegn löggildingunni, að ferðamanna- straumurinn um Skipaskaga mundi verða svo ögurlega mikill, að nesið mundi allt traðkast upp, svo að þar yrði engum manni líft eftir það. Pétur Pétursson, sem síðar varð biskup og var afturhalds- maður hinn mesti, þótt marglofaður liafi verið, kvað þar um þessa vísu: Ivaupstaður á Skipaskaga skötnum verður helzt til haga; eftir sér hann dilk mun draga: drvkkjurúta og letimaga. Lauk svo málum að sinni, að Krossvík var ekki löggill. Arið 1864 var þingið þó orðið það víð- sýnna, að nú var Skipaskagi löggiltur sem kauptún. Nú risu þar upp verzlanir, liver um aðra þvera, og þar var meira að segja um eitt skeið af enskum mönn- um rekin niðursuðuverksmiðja, sem ætlaði að hagnýta veiðina í laxám upp- héraðsins. Viðkoman þar mun þó hafa verið of lítil, ekki vegna fiskþurrðar, heldur vegna þess, að ekki var veitt nóg. Fyrst í stað voru kaupmennirnir verzl- unarstjórar danskra selstöðukaupmanna, en smám saman fóru að birtast þar verzlunarstjórar íslenzkra kaupmanna og

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.