Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Side 18
14 SVEITARSTJÓRNARMÁL Um fjölda kjósenda á kjörskrám liggja ckki fyrir upplýsingar nema úr fáeinum sveitarfélögum, og er því ekki unnt, að svo stöddu a. m. k., að reikna út kosn- ingaþátttökuna í heild sinni. Hins vegar eru til yfirlitstölur um manntalið á hverjum stað 1. des. 1940, og eru þær teknar með á aðalskýrsluna yfir at- kvæðamagnið og skiptingu þess, sem hér er prentuð. Atkvæðamagnið og skipting þess. Svo sýnist eftir þeim upplýsingum, sem nú eru fyrir hendi, að samtals hafi í kosningunni 25. janúar og 15. marz verið greidd og gild t'ekin 35 443 at- kvæði. Mannfjöldi í sveitarfélögum þess- um var talinn vera um síðastl. áramót samtals 73 400. Hrein flokksatkvæði vorn greidd sem hér segir: Sjálfstæðisflokkur . 14758 atkv. Alþýðuflokkur .... 7565 — Sósíalistaflokkur .. 6207 — Framsókn ............. 3275 — Utan flokka atkvæði voru 1310. Nokkrum erfiðleikum er lmndið að gera sér Ijóst, hver er skipting atkvæða- magnsins milli þeirra flokka, sem sam- eiginlega lista höfðu. Þó má nokkuð ráða af því, hvernig stillt var á listana, því að á smástöðmn vita kunnugir menn nokkuð um fylgi flokka sinna fyrir kosn- ingar, sérstaklega í sveitarstjórnir. Er því sú áætlun, sem hér fer á eftir, gerð samkvæmt því og svo þeim upplýsingum, sem hægt hefur verið að afla um líkurn- ar fyrir skiptingunni eftir að fullkunn- ugt varð um úrslit. Að sjálfsögðu er þetta áætlun ein, sem ekki verður fyllilega byggt á, en nokkra hliðsjón má þó af hafa, þegar reynt er að gera atkvæða- magnið npp í heild. Þótt vitað sé, að margs konar sjónar- mið hafi ráðið um utanflokkaframboð, er með öllu ókleift að skipta upp at- kvæðamagni þeirra lista eða gera um það nokkra áætlun, sem á skynsamlegum lik- um sé reist. Verða þau atkvæði því alveg Iátin eiga sig hér. En samkvæmt því, sem áður er sagt, má telja líklegt, að í heildar- dráttum skiptist atkvæðamagnið i sam- eiginlegu framboðunum eins og hér segir: Milli Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks er reiknað með % og % á Siglufirði, en % og Vs á Eyrarbakka, eða samtals til Alþýðuflokksins 504 atkvæði og til Sósí- alistaflokksins 321 atkvæði. Milli Alþýðuflokks og Framsóknar að jöfnu, eða á hvorn flokkinn 398 atkvæði. Milli Alþýðuflokks, Framsóknar og Sósíalistafl. (á Sauðárkróki) að % á hvern flokkinn, eða 88 atkvæði, og milli Sjálfstæðis og Framsóknar að jöfnu, eða 221 atkvæði á hvorn flokkinn. Sé þessi skipting tekin gild, og hún cr áreiðanlega ekki fjarri sanni, yrði at- kvæðamagnið á hvern flokk sem hér segir: Sjálfstæðisflokkur . 14979 atkv. Alþýðuflokkur .... 8555 — Sósíalistaflokkur .. 6616 — Framsókn ............ 3983 — Utanflokka........... 1310 — Samtals 35443 atkv. Fulltrúar. Alls bar að kjósa 213 bæjarfulltrúa og hreppsnefndarmenn í þessu 31 sveitar- félagi, sem kosningar áttu að fara fram i, samkvæmt lögum um sveitarstjórnar- kosningar. Af þessum 213 fulltrúum urðu 10 sjálf- kjörnir, þ. e. á Blönduósi 5 og Djúpavogi 5, og verður vikið að skiptingu þeirra milli flokka hér á eftir. Hinir 203 skiptast þannig milli flokka, eftir því sem nú er bezt vitað: Alþýðuflokkur einn sér .... 40 fulltrúa í samstarfi við Sósíalistafl. . 4 — í samstarfi við Framsókn . . 8 — í samst. við Frs. og Sósíal. . 1 — Samtals 53 fulltrúa

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.