Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Síða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Síða 15
TRYGGINGAMAL ------ RITSTJÓRI: GUÐJÓN HANSEN - Almannatryggingar 1956. Reikningar Tryggingastofnunar ríkisins fyrir árið 1956 eru nú fullgerðir. Eru þeir færðir með sama hætti og undanfarin ár, enda kom það ákvæði almannatrygginga- laganna frá 1956, að hver grein trygging- anna skuli hafa sérstakan fjárhag, ekki til framkvæmda fyrr en í ársbyrjun 1957. Hér fer á eftir samandregið yfirlit um afkomu almannatrygginga samkv. reikningum, og til samanburðar birtast tölur áranna 1954 og 1955. Breytingar þær, sem orðið hafa frá 1955, má einkum rekja til fjögurra orsaka, þ. e. lagabreytinga, hækkunar á vísitölu, at- vinnuástands á árinu 1956 og fjölgunar barna. Einnig hefur atvinnuástandið 1955 haft áhrif á tekjuhlið reikningsins 1956, þ. e. iðgjöld atvinnurekenda, sem standa í hlutfalli við fjölda vinnuvikna árið á und- an. Lagabreytingar þær, sem gerðar voru á árinu, komu sumar til framkvæmda 1. jan. 1957. Áður hafa breytingarnar verið raktar ítarlega í Sveitarstjórnarmálum,1) og hér verður þeirra aðeins getið að því leyti, sem þær hafa haft áhrif á afkomu ársins 1956. Ákvæðin um, hvenær einstak- ar greinar hinna nýju laga kæmu til fram- kvæmda, voru sett með hliðsjón af því, að heildarútgjöld trygginganna á árinu héld- ust því sem næst óbreytt frá þvi, sem áætl- að hafði verið í árslok 1955, þar eð tekjur ársins 1956 voru látnar haldast óbreyttar. Vísitala sú, sem iðgjöld og framlög mið- ast við, var 158 stig 1954, 161 stig 1955 og 173 stig 1956. Meðalvísitala á bætur var hins vegar 158,1 stig 1954, 162,2 stig 1955 og 175,6 stig 1956. Vegna hinnar miklu og almennu atvinnu hafa þær bætur, sem miðast við tekjur bótaþega, orðið mun lægri en ella hefði mátt búast við. Fæðingahlutfall hefur hald- izt mjög hátt þessi þrjú ár, en hins vegar hafa fámennir aldursflokkar flutzt í tölu iðgjaldsgreiðenda. 1) Sjá 1.—2. hefti 16. árgangs, bls. 32.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.