Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Side 20
16
SVEITARSTJÓRNARMÁL
sem nýtur sjúkra-eða slysabóta, og bagað
íólk, sem er við óhentug störf og þarf að
skipta um starf, svo að starfskraftarnir end-
ist lengur. Þá er ekki ólíklegt, að nokkru
stærri hluti öryrkja, sem búsettir eru úti á
landi, Jrarfnist endurhæfingar en Jteir, sem
eiga lieima hér í Reykjavík. Hér er heil-
brigðisþjónusta fullkomnari, menntunar-
skilyrði betri og meira um störl, sem öryrkj-
ar geta unnið, en annars staðar á landinu.
Hlýtur Jwð að leiða Lil þess, að fleiri ör-
yrkjar verða starfandi hér en ella væri. Sú
staðreynd, að öryrkjar eru víðast hvar tals-
vert fleiri að tiltölu við fólksfjölda á Vest-
fjörðum, Norður- og Austurlandi en í
Reykjavík og á Suð-vesturlandi virðist
styðja þetta.
III.
Við komum J)á að því, hverra ráðstafana
sé Jaörf, svo að nýta megi vinnugetu ör-
yrkja jreirra, sem þarínast liðsinnis í at-
vinnulegu tilliti. Áður en Jm' er svarað, vil
ég skýra nokkru nánar í hverju endurhæf-
ing er fólgin.
Með endurhæfingu er átt við Jrær ráðstaf-
anir, sem gerðar eru til að koma öryrkja út
í atvinnulífið á ný. Hvort sem um er að
ræða unglinga, sem hafa takmarkaða vinnu-
getu, menn, sem slasazt hafa eða orðið lítt
vinnufærir vegna afleiðinga sjúkdóma, er
endurhæfingin ávallt fólgin í þrem, stund-
um fjórum, þáttum ráðstafana, sem þurfa
að taka við hver af öðrum.
í fyrsta lagi þarf að athuga, hvort auka
megi vinnuhæfni með læknisaðgerðum eða
líkamlegri þjálfun af einhverju tagi. I öðru
lagi þarf að velja starfssvið, nám eða starf,
sem er í samræmi við vinnugetu einstakl-
ingsins, hæfileika og allar aðstæður. í þriðja
lagi er verkþjálfun oft nauðsynleg og stund-
um nám, áður en tekið er til starfa. Sumir
geta þó farið beint í vinnu án verkþjálfun-
ar eða náms. í fjórða lagi þarf svo að út-
vega starf. Helzt starf, sem hentar svo vel,
að öryrkinn geti leyst það af hendi eins
vel og liver annar. Er þá lokatakmarkinu
náð.
Endurhæfing er þó ekki nein töfraaðferð,
sem gerir alla, er hennar njóta, starfandi og
fullgilda í starfi. Það eru fyrst og fremst
öryrkjar, sem eru ekki allt of mikið bag-
aðir, og Jrar að auki tiltölulega ungir, sem
geta liaft slík not af endurhæfingu, að Jreir
verði færir til fullgildrar vinnu á einliverju
sviði. Stór hópur öryrkja verður ekki full-
fær til neins starfs, Jrótt Jrjálfa megi þá svo,
að Jreir geti nokkuð starfað og starfsorka
þeirra sé of mikil til að hún sé látin ónotuð.
Þetta fólk [jarfnast aðstöðu til að vinna á
sérstökum vinnustöðum til frambúðar, þar
sem ekki eru gerðar jafn strangar kröfur um
vinnutíma og afköst og á venjulegum
vinnustöðum.
Eigi því að nýta starísorku öryrkjanna
sem bezt, þarf að vera fyrir hendi aðstaða
til endurhæfingar og aðgangur að sérstök-
um vinnuskilyrðum fyrir þá, sem verða ekki
fullfærir til neins ákveðins starfs að lokinni
endurhæfingu, en geta þó eitthvað gert.
IV.
Við skulum nú athuga lauslega, hver skil-
yrði eru til endurhæfingar hér á landi.
Fyrsti þáttur hennar er í rauninni ná-
tengdur heilbrigðisþjónustunni og verður
vart frá henni skilinn. Heilbrigðisþjónusta
er auðvitað erfið í strjálbýlu landi, eink-
um er hætt við í dreifbýlinu, að vanrækt
sé að leita þeirrar læknisaðstoðar, sem sér-
fræðingar geta í té látið, en slík vanræksla
getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir-
vinnugetu þess, sem hlut á að máli. Aðstaða
fólks í dreifbýlinu til að njóta fullnægjandi
heilbrigðisþjónustu hefur þó gjörbreytzt til