Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 19
SVEITARSTJÓRNARMÁL 15 um hafi þá verið 300000 fyrrverandi starfs- menn einkafyrirtækja og 800000 fyrrum opinberir starfsmenn. Lífeyrisgreiðslur á jrví ári eru áætlaðar 50 ntillj. £ til fyrr- nefnda hópsins, en 150 millj £ til hins siðarnefnda. II. Tillögur ríkisstjórnarinnar um ellitryggingar. í október 1958 birti brezka ríkisstjórnin tillögur um breytta skipan ellitrygginga. Setja þarf nýja löggjöf til þess að hægt sé að korna málinu í framkvæmd, og vegna nauðsynlegrar umskipulagningar mun ekki verða unnt að taka upp hina nýju skipan fyrr en í apríl 1961. Tillögurnar hafa þrjú markmið: 1) Að koma tryggingunum á heilbrigðan fjárhagsgrundvöll. 2) Að veita þeim launþegum, sem ekki hafa aðgang að lífeyrissjóðum eða eru tryggðir hjá tryggingafélögunt, rétt til líl'eyris, sem að einhverju leyti fari eftir tekjum. 3) Að tryggja og ýta undir hagkvæma þróun sérsjóða. Samkvæmt núgildandi reglum eru bæði iðgjöld og lífeyrir fastar upphæðir án til- lits til launa. Með tillögunum er gert ráð fyrir, að heildartekjur trygginganna aukist til muna, þannig að halli verði ekki. Ið- gjöld hinna lægstlaunuðu lækka lítið eitt, en iðgjöld annarra hækka. Sem dæmi má taka vikugjöld karla, eins og þau birtast í töflunni neðst á síðunni. Þeir, sem hafa 9£ eða lægri laun á viku, eiga rétt til sömu eftirlauna og nú eru greidd öllum. Þau nerna nú t. d. 2£ lOs. á viku fyrir ókvænta karla og 4£ fyrir kvænta karla. Sama rétt eiga þeir, sem ekki starfa í annarra þjónustu. Viðbótarlífeyrir fer eftir launum og iðgjaldagreiðslutíma. Svo sem að framan er sagt, munu allir eiga rétt á lágmarkslífeyri ellitrygginganna. Hins vegar geta starfsmenn fyrirtækja, sem eru í sérstökum lífeyrissjóðum, „samið sig út úr“ viðbótartryggingunni. Greiða þeir þá áfram sama iðgjald og nú er greitt. Skil- yrði fyrir slíkum samningi er, að fjárhags- grundvöllur sérsjóðsins sé traustur og líf- eyrir verði ekki lægri en viðbót sú, sem starfsmaðurinn hefði fengið, ef hann hefði greitt hámarksiðgjald til ellitrygginganna. Ríkissjóður leggur árlega fram 170 millj. £ til ellitrygginganna. Til þess að koma í veg fyrir halla, er lagt til að iðgjöld verði hækkuð fjórum sinnum með fimm ára millibili, í fyrsta sinn 1965. Með þessu móti yrði ráðin bót á hinum sívaxandi halla, sem tryggingarnar eru reknar með nú. Núverandi vikugjald ............... Till.: Laun 9£ á viku eða lægri „ „ 15£ „ „ „ hærri Launþegi Alvinnuveit. Alls 9s. lld. 8s. 3d. 18s. 2d. 8s. 4d. 7s. Od. 15s. 4d. 13s. 5d. 12s. Id. 25s. 6d.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.