Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Qupperneq 24

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Qupperneq 24
20 SVEITARSTJ ÓRNARMÁL ---------------------------------\ TRYGGINGATÍÐINDI V________________________________* Nýir samningar við lækna. í 1. hefti þessa árgangs var þess getið, að Læknafélag íslands og Læknafélag Reykja- víkur hefðu sagt upp samningum sínum við sjúkrasamlög um læknaþjónustu frá síðast- liðnum áramótum að telja, og jafnframt greint frá því, að samningar hefðu tekizt um greiðslur fyrir læknishjálp í Reykjavík. Samningar um greiðslur til héraðslækna í kauptúnum, þar sem héraðslæknir situr einn og hefur fastan samning við sjúkra- samlag, tókust fljótlega. Var samið um 17% hækkun fastagjalda, en þau breytast ekki með vísitölu og höfðu verið óbreytt frá 1956. Erfiðlegar gekk að ná samkomulagi um greiðslur til lækna í kauptunum og kaup- stöðum utan Reykjavíkur, þar sem fleiri en einn læknir eru starfandi. Að lokum var þó samið um grunnhækkun á fastagjöldum fyrir heimilislæknisstörf, og nemur grunn- hækkun þessi 13% á Akureyri, en 11% á öðrum stöðum, sem hér um ræðir. Jafn- framt var felld niður 5 stiga skerðing vísi- tölu, sem gilt hafði á þessum stöðurn að undanskildum Akureyri og Hafnarfirði. Greiðslur fyrir nætur- og helgidagavitjanir hækkuðu um 25%, en þessar greiðslur fylgja ekki vísitölubreytingum. Um greiðslur til sérfræðinga náðu sjúkra- samlög utan Reykjavíkur, Kópavogs og Sel- tjarnarness samkomulagi við Læknafélag Reykjavíkur á þeim grundvelli, að heildar- hækkun greiðslna fyrir sérfræðingsverk yrði svipuð og hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Samkvæmt hinum nýja samningi er nú yfir- leitt greitt fyrir slík verk eftir gjaldskrá I„ R. frá 1955, með 10% afslætti, ef um sjúkrahúslegu er að ræða, en ella með 2,3% álagi. Erfitt er að áætla meðalhækk- un þá, sem hinn nýi samningur hefur í för með sér, en hækkanir voru mjög mismun- andi miklar í einstökum sérfræðigreinum. Sjúkdómar og lifnaðarhættir nútímans. Það virðist ekki hafa við rök að styðjast, að krabbamein í maga og of hár blóðþrýst- ingur sé gjald, sem greiðist fyrir þá menn- ingu og nútíma lifnaðarhætti, sem við bú- um við, en þessu halda sumir læknar fram. Samkvæmt athugunum, sem gerðar hafa verið meðal þjóða, sem enn lifa mjög frum- stæðu lífi, eru þessir sjúkdómar nær því eins algengir og meðal menningaþjóða, en aðeins ekki eins oft teknir til rannsóknar eða læknisaðgerðar. Þegar veittar voru fimmtíu milljónir dollara til stofnunar fyrir alþjóða læknisfræðirannsóknir, sagði dr. Peter Commanduras: 1. Krabbamein í meltingarfærum er al- gengt meðal ómenntaðs og fákunnandi fólks á Indlandi, sem ekki verður fyrir óþægindum af því, að það þurfi sífellt að vera að hugsa um klukkuna, tala í síma eða aka sig þreytt. 2. Sjúkdómar í kransæðakerfi, sem á Vest- urlöndum eru settir í samband við neyzlu fæðutegunda, sem eru of ríkar af fituefnum, eru algengir meðal ind- verskra bænda, sem neyta lítillar fitu. 3. Stöðugt kvef og bólgur í öndunarfærum eru mjög algengir sjúkdómar meðal barna í ísrael og Jórdaníu, þar sem lofts- lag er þó mjög þurrt. 4. Krabbamein í munni og koki, sem eru sjaldgæfir sjúkdómar á Vesturlöndum í hlutfalli við krabbamein í öðrum hlut- um líkamans, eru miklu tíðari sjúkdóm- ar í Suð-austur-Asíu. Þetta sýnir, að margar þær hugmyndir, sem menn til skamms tíma hafa haft um þessi efni, þurfa endurskoðunar við.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.