Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 28
BRUNAVARNIR Oft er hægt að spara umtalsverðar íjárhæðir með því að beita reikn- ingslegum aðferðum af þessu tagi, jafnt í smáum sem stórum bygging- um. Til dæmis er oft hægt að minnka eða sleppa eldvöm á burð- arvirki með því að hafa reyklosun og/eða úðakerfi í húsinu og taka til- lit til bmnaálags og byggingarforms hússins. Stundum mega flóttaleiðir vera lengri eða þrengri en reglu- gerðin mælir fyrir um ef sýnt er fram á að fólk komist út úr húsinu áður en hættuástand skapast. Það sem mestu máli skiptir er að með því að greina málið í heild sinni fæst hámarksöryggi með sem minnstum tilkostnaði. Nýjar byggingar - betri brunahönnun Byggingum íjölgar hratt í stærstu þéttbýliskjömum landsins, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Hönnun og arkitektúr verður að sama skapi fjöl- breyttari. Islenskir arkitektar hafa menntast í nær öllum heimshomum og þeir koma heim fúllir nýstárlegra hugmynda enda bera margar nýjar, frumlegar eða sérstæðar byggingar þess merki sem aldrei fyrr. Mörg þessara húsa væri ekki unnt að byggja án þess að til komi sem fúll- komnust brunahönnun samfara annarri hönnunarvinnu. Þannig nýt- ist vaxandi þekking á bmnavömum beinlinis í þágu framfara í húsagerð og í þágu húseigenda jafnt sem al- mennings. Línuhönnun býður ffam þjónustu á þessu sviði; gildir einu hvort um athuganir og úrbætur á bmnavöm- um lítilla bygginga eða stórra er að ræða. Ætla mætti að sveitarfélög gætu víða eflt brunavarnir, t.d. í skólum eða félagsheimilum. Fyrir- tæki, í einkaeigu eða félagslegri, geta einnig nýtt sér sérþekkingu innan Línuhönnunar á brýnum ör- yggismálum hvers samfélags. Markmiðið með ráðgjöfinni er að greina vandann faglega og finna síðan þá bestu og hagkvæmustu lausn sem völ er á. SAMEINING SVEITARFÉLAGA Reykhólahreppur ræðir við hreppa Dalasýslu Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur nýverið óskað eftir aðild að viðræðum Dalabyggðar og Saur- bæjarhrepps um sameiningu hrepp- anna í eitt sveitarfélag sem skýrt var frá í síðsta tölublaði. Hreppsráð Dalabyggðar hefúr á fundi 30. nóv- ember samþykkt aðild Reykhóla- hrepps að viðræðunum. Gert er ráð fyrir að erindið verði afgreitt á fúndi hreppsnefndar Saurbæjarhrepps sem haldinn verður fyrir áramót. Bókun hreppsnefndar Dalabyggð- ar var svofelld: „Sveitarstjóm Dalabyggðar sam- þykkir að taka þátt í viðræðum við sveitarstjórn Reykhólahrepps og Saurbæjarhrepps um sameiningu sveitarfélaganna þriggja á sömu for- sendum og lagðar voru til grund- vallar þegar ákveðið var að taka upp samningaviðræður við Saurbæjar- hrepp.“ Hörgárbyggð heitir nýi hreppurinn í 2. tbl. í ár var skýrt frá niður- stöðum atkvæðagreiðslu 3. júní um sameiningu Skriðuhrepps, Öxna- dalshrepps og Glæsibæjarhrepps í Eyjafjarðarsýslu, þar sem samein- ingin var samþykkt í öllum hrepp- unum. í framhaldi af því var á haustdögum sendur kjörseðill til allra atkvæðisbærra manna í hrepp- unum þar sem könnuð var skoðun íbúanna á heiti sameinaða hrepps- ins. Settar vom fram hugmyndir um fjögur nöfú en síðan mátti gera til- lögu um annað heiti. Niðurstaða könnunarinnar var eindregin. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra er þátt tóku í atkvæðagreiðsl- unni studdi tillögu um nafnið Hörg- árbyggð. Yfirkjörstjórn vegna atkvæða- greiðslunnar um sameininguna lagði því til að það yrði nafn hins nýja hrepps. Hreppsnefndimar þijár hafa nú lýst yfir stuðningi við það nafn og félagsmálaráðuneytið verið beð- ið að staðfesta það. Þá var boðað til kosningar fyrstu hreppsnefndar hins sameinaða hrepps hinn 9. desember sl. Borinn var fram listi sem að stóðu hrepps- nefndir gömlu hreppanna þriggja. Ekkert mótffamboð kom og varð ný sveitarstjórn því sjálfkjörin. Hún tekur við í byrjun árs 2001. Atkvæðagreiðsla um sameiningu Blönduóss og Engihlíðarhrepps 7. apríl I síðasta tölublaði var skýrt frá því að viðræður væra þá að hefjast milli bæjarstjórnar Blönduóss og hreppsnefhdar Engihlíðarhrepps um sameiningu sveitarfélaganna. Við- ræðurnar hafa nú leitt til þess að sveitarstjómir beggja sveitarfélag- anna hafa á fúndi hinn 12. desember ákveðið að íbúar sveitarfélaganna gangi til atkvæðagreiðslu um sam- einingu sveitarfélaganna laugardag- inn 7. apríl nk. Sveitarfélögin 122 um áramótin Sameiningin í Eyjafirði er sú eina sem orðið hefúr á árinu 2000. Við hana fækkaði hreppum landsins um tvo. I byrjun ársins vora sveitarfé- lögin 124 en verða í lok ársins sam- kvæmt ffamansögðu 122. 282
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.