Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Side 30

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Side 30
MÁLEFNI ALDRAÐRA Betri upplýsingar bæta hag aldraðra Hrafh Pálsson, deildarstjóri öldrunarmála, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu Heilbrigðisráðuneytið hefur á undanförnum árum beitt sér fyrir því að meta þarfír aldraðra á sem hlutlægastan hátt, þannig að ákvarð- anataka verði upplýst og stuðli að jafnræði einstaklinganna. Vistunar- matið er vel þekkt mælitæki sem nú hefur verið nýtt í áratug og hefur leitt til opnunar nýrra úrræða, þar sem þörfin er mælanlega mest. I ffamhaldinu beindist athyglin að þeim einstaklingum sem þegar eru vistaðir: hverjar eru þarfir þeirra og hvemig er þeim mætt í daglegri að- hlynningu. Mælitækið er nefht RAI- mælitæki, sem er skammstöfun fyrir „Raunvemlegan aðbúnað íbúa“ eða á ensku máli „Resident Assessment Instrument". Mælitækið metur hátt í 500 breytur, ekki aðeins likamlega þætti heldur einnig andlega þætti, félagslega þætti og fæmi i athöfnum daglegs lífs. Mælitækið hefúr stað- fest gildi og áreiðanleika samkvæmt alþjóðlegu mati. Markmið mælitæk- isins er að bæta hjúkmnarferli það sem unnið er eftir dags daglega á elli- og hjúkrunarheimilum, meta og bæta gæði þjónustunnar með svokölluðum gæðavísum og síðast en ekki síst að gefa möguleika á að tengja verkefni og greiðslur. Upphaflega var um rannsóknar- verkefni að ræða, en síðan hefur verkefnið verið þróað í daglegu starfi stofnana og nú ber öllum stofnunum fyrir aldraða á íslandi að meta vistmenn sína að minnsta kosti einu sinni á ári. Hafa þær upplýs- ingar, sem aflað er, verið vandlega varðveittar. Aðgang að þeim hafa lögum samkvæmt aðeins þeir sem bera ábyrgð á upplýsingunum undir eftirliti tölvunefndar, auk þess eru upplýsingamar hluti af sjúkraskrá hvers einstaklings á viðkomandi heimili. Fram til þessa hafa upplýs- ingar verið settar á sérstök mats- blöð, en á næsta ári er þess að vænta að allur pappír verði óþarfúr og þær fari um sérstakt heilbrigðisnet. Þannig mun RAI-matið verða að- gengilegt á tölvum viðkomandi dvalar- og hjúkrunarheimilis og nýt- ist þar beint í daglegri starfsemi þeim sem hafa lögformlegan að- gang að upplýsingunum vegna vinnu sinnar. Matið er einnig varð- veitt í sérstökum gagnabanka undir eftirliti tölvunefndar og svokallaðir þyngdarstuðlar verða sendir til Tryggingastofnunar ríkisins, sem kemur til með að byggja greiðslur á þeim að hluta. Verði breyting á högum hins aldr- aða er mögulegt að setja þær strax inn í kerfið og þvi verður matið ferskt og tiltækt á heilbrigðisnetinu. Vænta má að þetta fyrirkomulag einfaldi vinnulag, auki öryggi og leiði til hagræðingar. Auk þess fæst gott mat á vinnuaðstöðu þeirra sem veita aðhlynningu. Með þessu nýja vinnulagi virðist hagur aldraðra á stofnunum vera á góðri leið. Þegar okkur hefur þar á ofan tekist að byggja í Reykjavík það hjúkrunar- rými sem á vantar til að mæta mjög brýnni þörf samkvæmt mælingum Vistunarmatsins er kominn tími til að hlúa að fleiri þáttum í þjónustu- keðjunni. Fyrir þremur árum voru gerðar RAI-mælingar í heimaþjónustu á fjórum heilsugæslustöðvum á höf- uðborgarsvæðinu. Kom forkönnun þessi afar vel út og sé tekið mark á því og af árangri þeirra erlendis, þá ber okkur að taka RAI-mælingamar upp í heimaþjónustunni hér á landi, en þá er átt bæði við heimilishjálp og heimahjúkrun. Með þessu myndu allir þeir sem að þjónustu við eldra fólk koma geta metið þarfirnar með ámóta mælistiku, þannig að jöfnuður og skilningur ætti að rikja og tryggara yrði að allir gætu setið við sama borð. Til að ná þessu ffam þurfa fé- lags- og heilbrigðisþjónustan að taka höndum saman. Sambærileg tæki hafa verið þróuð fyrir öldmnar- þjónustu sjúkrahúsanna. Með því að samnýta þessi tæki mætti koma upp samræmdri upplýsingakeðju, sem tæki til allra þátta öldmnarþjónust- unnar. Með því móti yrði öldrunar- þjónustan í fararbroddi í upplýs- ingavæðingu heilbrigðis- og félags- þjónustu. Veita verður meira fé til þjónust- unnar utan stofhana án þess að taka það fé af stofnununum, enda verður þessu samræmda vinnulagi aldrei komið á með því að færa fé á milli þátta í spamaðarskyni. RAI-mæli- tækið verður að fá tækifæri til að sanna sig á breiðum grundvelli, enda er nokkuð ömgg vissa fyrir því að með ofangreindum vinnubrögð- um muni þjónustan við aldraða stór- batna, verða markviss og hagkvæm. 284

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.