Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 57

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 57
ERLEND SAMSKIPTI ar sem er yfirfarin af endurskoðend- um sveitarfélagsins. Árangur sem náðst hefur: - 15% lækkun á kostnaði við þjón- ustu sem samningar ná til. - Rekstrarhalli sveitarfélagsins stöðvaður. - Lækkun útgjalda vegna ljárfest- ingar. - Bætt þjónusta. Það sem áunnist hefúr við þessa samninga er að fulltrúar sveitar- félagsins hafa lagt áherslu á stefnu- mótun og geta einbeitt sér að stjóm- sýslu og félagslegu hlutverki án þess að blanda sér í almennan rekst- ur. Grundvöllur fyrir því að hægt verði að ná árangri og samningum af þessu tagi er almennur pólitískur stöðugleiki, jákvætt lagalegt um- hverfi, fjárhaglegur stöðugleiki og áreiðanleiki og stefnufesta hjá sveit- arstj ómarmönnum. „Borgarsvæði sem þekkingar- kjarni“ Torgeir Reve, prófessor við Norska stjórnunarskólann í Sand- vika í Noregi, flutti erindi er hann kallaði „Borgarsvæði sem þekking- arkjarni“ („City Regions as Knowledge Clusters “). Reve mælir með að borgir eða borgarsvæði myndi þekkingarþyrp- ingar (knowlegde clusters) á ákveðnu sviði, þ.e. sérhæfmgu. Með þessum hætti styddi eitt fyrirtækið við annað, ákveðin samkeppni og samstarf væri milli aðila. Einnig segir hann að ákveðnir kjamar væm nauðsynlegir í hverri borg eða borg- arsvæði: - Stjómunarkjami. - Menningarkjami. - Viðskiptakjami. - Iðnaðarkjami. Sem dæmi nefndi hann einkenni þekkingarkjama vera: - Samansöfnun fyrirtækja á skyld- um sviðum. - Kjarni verslunar og þjónustu i tengslum við iðnað. - Rannsóknir og þróun sem tengd er umhverfmu. - Áhættufjármagn sé fyrir hendi. - Framboð af störfum og starfs- fólki í þekkingariðnaði. Reve nefndi dæmi um kjarna í Noregi sem hann sagði vera á sviði: - Sjávarútvegs. - Orkuiðnaðar. - Siglinga. - Sjávarútvegs- og hafrannsókna. - Tölvu- og fjarskipta. Hann sagði ennfremur að sjávar- útvegskjamar séu i fiskirækt, erfða- rannsóknum á fiski, söfhun reynslu og þekkingar á vesturströndinni og í aðgerðum til að auka vitund neyt- enda í Evrópu um gæði norskra fiskvara. Norski orkuiðnaðurinn hefði úr að spila gasi, olíu og vatns- orku. Nokkurt forskot væri í Noregi á sviði borpallavinnslu, ákveðin þyrping þekkingar væri á vestur- ströndinni og greiður aðgangur væri að mörkuðum í Evrópu. Reve lagði mikla áherslu á að borgir og borgar- svæði ættu að vera aðlaðandi kostur fyrir þá starfsemi sem fyrir hendi væri. Einnig ætti að leggja áherslu á að laða nýja atvinnustarfsemi til svæðisins. Þá þyrftu þessi svæði að draga til sín einstaklinga með mikla þekkingu, viðskipti og nýsköpun og ennfremur skyldu kostir búsetu gerðir aðlaðandi. 4. Athyglisveröir punktar Á ráðstefnunni vom rædd mál vítt og breitt, dæmi kynnt og svo var nokkuð um almennar kynningar. Kynnt var skipulag borga á við Taipei á Taívan, Bombay á Ind- landi, skipulagsmál á Gaza-svæðinu o.fl. Sagt var ffá uppbyggingu nýrra borga, sem skipulagðar hafa verið ffá gmnni, t.d. Álmere í Hollandi og Modi’in í Israel. Hér eru kynnt Qögur erindi. Nýjar borgir Álmere er byggð á landfyllingu austan við Amsterdam, en hug- myndir að borginni vom fyrst settar fram á 6. áratug þessarar aldar. Skipulag borgarinnar er í anda Eb- enezer Howard, sem setti fram kenningu um „fjölkjarna“-borgir með grænum svæðum á milli fyrir rúmri einni öld. í skipulagi borgar- innar er gert ráð fýrir að margar teg- undir af samgöngutækjum geti þjónað ibúunum og að tengingar séu á milli þeirra. Allt skipulag miðast við að tengingar séu sem greiðastar, hvort sem er við flugvöll, jámbraut- ir, vegi eða hafnir. Þá er allt lands- lag borgarinnar skipulagt og mann- gert, þ.m.t. tjamir. Ibúar Almere em nú um 150 þúsund, 25 ámm eftir að hafist var handa um uppbyggingu hennar ojg er árleg fjölgun um 4.000 manns. Á ráðstefnunni var gerð ítar- leg grein fyrir uppbyggingu nýrrar borgar í ísrael, Modi’in, sem er milli Jerúsalem og Tel Aviv. Hug- mynd var sett fram um skipulag borgarinnar fyrir níu árum og nú þegar búa þar um 50.000 manns. Til viðbótar eru um 10.000 íbúðir í byggingu. Borgin er skipulögð m.a. með hliðsjón af aukinni eftirspum eftir íbúðarhúsnæði vegna mikilla fólksflutninga til ísraels. Frum- kvæði að skipulagningu og bygg- ingu borgarinnar hefur ríkisvaldið haft. „Tengiborgir“ í erindum um „Tengiborgir“ („Gateway Cities") var mikil áhersla lögð á að borgir eða borgar- svæði hefðu góðar tengingar inn- byrðis milli atvinnustarfsemi á svæðinu og við önnur fjarlæg svæði. Yfirvöld í borgum eða borg- 3 1 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.