Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Síða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Síða 58
ERLEND SAMSKIPTI arsvæðum eru í auknum mæli að efla samskipti sín í milli og efla tengingar atvinnulífs á viðkomandi svæðum. Hugtakið „Tengiborgir" er m.a. skilgreint af yfirvöldum í Vín- arborg sem svæði þar sem fyrir hendi eru: - Mjög góðar tengingar fyrir allar tegundir samgangna. - Góðar upplýsingar um stjómar- farslegar og lagalegar hindranir. - Náin tengsl við borgir sem mikil viðskipti eru við. - Umhverfi fyrir skrifstofur og búnaður eins og best verður á kosið. - Almennt öryggi íbúa, þ.e. lág af- brotatíðni. - Stöðugleiki í efhahagslífinu og í stjómmálum. Einkaframkvæmdir í Austurríki í erindi Franz Wemer Hauberl, framkvæmdastjóra Arwag Holding AG í Vínarborg, kom ffam að með tilkomu einkaframkvæmda hefur verið ráðist í framkvæmdir sem sveitarfélögin hefðu að öðmm kosti ekki ráðið við ein og sér. Aukin tengsl hafa myndast milli skipulags- yfirvalda og fjárfesta. Nú er svo komið að í Vín hafa skipulagsyfir- völd náið samráð við fjárfesta um skipulagsmál vegna krafna um arð- semi fjárfestingar. Aður en skipulag svæðis er samþykkt fer fram arð- semismat, bæði fyrir sveitarfélagið og fjárfesta. Að mati Hauberl munu einkaaðilar í auknum mæli taka að sér verkefni sveitarfélaga og annarra opinberra aðila, þ.m.t. lagningu og viðhald vega sem og að- og frá- rennsliskerfa. Það er líka hlutverk einkageirans að sjá til þess að fram- kvæmdir á hans vegum falli að hug- myndum íbúanna og því félagslega umhverfi sem þær eru í og stefnu ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélagið Ölíus stofnar til vinabæjatengsla að frumkvæði deildar Norræna félagsins Júlíus Ingyarsson, formaður Norrœna félagsins í Sveitarfélaginu Ölfusi Norræna félagið, deild í sveitarfé- laginu Ölfusi, var formlega stofnað 16. maí 1991 og verður því 10 ára í maí á næsta ári. Frá upphafi hefur starfsemi félagsins verið í nokkuð föstum skorðum; aðalfundur haldinn síðdegis fyrir Jónsmessunótt og gjaman undir bemm himni ef færi gefst. Eftir fund er grillað og bmgðið á leik með bömum félags- manna. í byrjun desember er haldin jólahátíð félagsins. Þá koma félags- menn saman og borða mat sem teng- ist jólahaldi hinna ýmsu norrænu landa, flytja efni eða hafa uppi glens sem tengjast atburðum eða menn- ingu landanna. Menningarferðir hafa verið famar til Reykjavíkur, en þó ekki á hverju ári, Norræna húsið heimsótt, samhliða heimsóknum í sendiráð Norðurlandanna. Árið 1994 er fyrst vemlega farið að reifa hugmyndir um vinabæja- samstarf innan félagsins og málið kynnt fyrir sveitarstjóm þáv. Ölfus- hrepps. Sett var á stofn nefnd af hálfu deildar Norræna félagsins í Ölfusi. í henni sátu Halldór Sigurðs- son, skólastjóri og þáverandi for- maður deildarinnar, og Júlíus Ingv- arsson, núverandi formaður. Upp- haflega vom hugmyndir um teng- ingu við eitt sveitarfélag og þá helst í Danmörku; stafaði það helst af tengslum sem sköpuðust milli danskra skóla og grunnskólans í Þorlákshöfn. Við nánari skoðun voru þessar hugmyndir lagðar til hliðar, einfaldast var að komast í samband við keðjur vinabæja sem þegar vom til á milli sveitarfélaga annars staðar á Norðurlöndunum og óskuðu eftir íslensku sveitarfé- lagi í samstarf. Nokkrar keðjur vom skoðaðar og að lokum völdum við keðju með Rygge í Noregi, Vimmerby í Svíþjóð, Kauhava í Finnlandi og Skærbæk í Danmörku. Tillaga um ofangreind sveitar- félög var lögð fyrir sveitarstjóm. Á fundi sveitarstjómar 30. apríl 1998 var samþykkt samhljóða að veita fé- laginu formlega heimild til að vinna áffam að ffamgangi málsins. Þegar heimild þessi lá fyrir var hafist handa við kynningu á sveitar- félaginu Ölfusi og upplýsingar um sveitarfélagið sendar til bæjanna i keðjunni. Jafnframt var send inn formleg beiðni um inngöngu. Umsókn okkar var tekin fyrir á vinabæjamóti í Skærbæk á síðasta ári og samþykkt. Jafnframt liggur nú fyrir samþykki allra sveitar- stjórnanna í viðkomandi bæjum. Vinabæjamót eru haldin annað hvert ár til skiptis milli sveitarfélag- anna. Næsta mót, og það fyrsta sem við getum sótt, verður í Kauhava um miðjan júlí á næsta ári. Við sem unnið höfum að ffamgangi málsins vonum að sveitarstjórnarmenn í Ölfusi og félagar í Norræna félaginu sjái sér fært að fjölmenna á mót þetta og taki þátt í að efla samstarf milli sveitarfélaga í keðju þessari á sviði mennta, menningar og við- skipta. 3 1 2

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.