Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Blaðsíða 9
Víða valið um ný nöfn í kosningunum fbúar fjölmargra sveitarfélaga víða um land kusu um nafn á nýtt, sameinað sveitarfélag samhliða sveitarstjórnarkosningunum um liðna helgi. íbúar allmargra sveitarfélaga fengu tæki- færi til þess í kosningunum þann 25. maí sl. að velja nafn á nýtt sveitarfélag eftir sameiningu sveitarfélaga. Algengustu end- ingar sem boðið var upp á í slíkum kosn- ingum voru -bær og -byggð. Ekki fengu þó íbúar allra nýrra sveitarfélaga að greiða at- kvæði um nýtt nafn því í sumum tilvikum er það verk fyrri eða nýrra sveitarstjórna. Ekki kosið um nafn í fjórum sveitarfélögum í fjórum sveitarfélögum sem orðið hafa til með sameiningu sveitarfélaga að undanförnu fór ekki fram könnun eða kosning um heiti á sameinað sveitarfé- lag. Sveitarstjórnir tveggja af þessum fjórum höfðu þegar ákveðið nafn á nýtt sveitar- félag. Blönduósbær verður áfram til sem heiti á sveitarfélagi því Sameinað sveitarfélag Blöndu- ósbæjar og Engihlíðarhrepps hefur samkvæmt ákvörðun sveitarstjórna hlotið það nafn. Hins vegar hefur þegar verið ákveðið að nýtt sveitarfélag sem varð til við sameiningu Austur-Eyjafjallahrepps, Vestur Eyjafjallahrepps, Austur Landeyja- hrepps, Vestur-Landeyjahrepps, Fljótshlíð- arhrepps og Hvolhrepps muni hér eftir nefnast Rangárþing eystra Sveitarstjórn ákveður nafnið í tveimur nýjum sveitarfélögum mun síðan sú sveitarstjórn sem kosin var í kosningun- um um liðna helgi ákveða nafn á sveitar- félagið. Það á við um sveitarfélag sem varð til við sameiningu Hólmavíkurhrepps og Kirkjubólshrepps og sveitarfélag sem varð til við sameiningu Gnúpverjahrepps og Skeiðahrepps. Skagabyggð í Húnavatnssýslu íbúar Vindhælishrepps og Skagahrepps í Austur-Húnavatnssýslu höfðu um þrjú nöfn að velja á nýtt, sameinað sveitarfé- lag. Nöfnin voru: Skagabyggð, Skaga- hreppur og Vindhælishreppur. Skagabyggð varð fyrir valinu. Bláskógabyggð í Árnessýslu Gnúpverjar og Skeiðamenn velja nafnið ekki í almennum kosningum heldur láta það nýkjörinni sveitarstjórn eftir eins og fram kom hér að framan. Nágrannar þeirra í Árnessýslunni fóru hina leiðina. í Biskupstungnahreppi, Laugardalshreppi og Þingvallahreppi stóð valið milli fjögurra nafna og sögðu íbúarnir álit sitt í kosning- unum um helgina. Nöfnin sem til greina komu á nýtt sveitarfélag í uppsveitum Ár- nessýslu voru Bláskógabyggð, Gullfoss- byggð, Skálholtsbyggð og Þingvallabyggð. Bláskógabyggð varð þar hlutskarpast. Rangárþing ytra í næstu sýslu var staðan svipuð, í einu sameinuðu sveitarfélagi var könnun meðal íbúanna en sveitarstjórn hafði þegar ákveðið nafn á annað. íbúar Djúpárhrepps, Holta- og Lands- sveitar og Rangárvallahrepps gátu valið á milli eftirtalinna nafna: Heklubyggð, Rangárbyggð, Rangárhreppur, Rangársveit og Rangárþing ytra. Vart þarf að koma á óvart að nafnið Rangárþing ytra varð fyrir valinu. Ekki Reykjavík Þingeyinga! Gárungarnir á Húsavík og í ná- grenni göntuðust með það eftir að fyrir lá að Húsavík og Reykjahreppur myndu samein- ast að tilvalið nafn á hið nýja sveitarfélag væri Reykjavík. Ekki gekk sú hugmynd lengra því í kosningunum um helgina fengu íbúarnir að kjósa um nöfnin Húsavíkurbyggð, Húsavíkurbær, Reykjabyggð og Skjálfandabyggð. Nágrannar þeirra í Bárðdælahreppi, Hálshreppi, Ljósavatnshreppi og Reyk- dælahreppi gátu valið á milli nafnanna Ljósvetningabyggð, Þingeyjarsveit og Þingeyjarhreppur og völdu þeir nafnið Þingeyjarsveit. Það er því Ijóst að hreppum hefur fækkað verulega með sameiningu sveitar- félaga en byggðum fjölgað. Þeim sveitarfélögum sem hafa endinguna -hreppur fækkar óöum meö sameiningum sveitarfélaga og nýjum nafngiftum. Myndin er tekin á mörkum Eyjafjaröarsveitar og Akureyrarkaupstaðar, en Eyjafjaröarsveit varö einmitt til fyrir átta árum með sameiningu þriggja hreppa. kill sparnaður í atvinnuhúsnæði Með ECL stjórnstöð á hitakerfinu fæst hámarks nýting á heita vatninu Danfoss hf. SKÚTUVOGI 6 • SlMI 5104100 9

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.