Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Blaðsíða 16
Snæfellsbær Fiskur, ferðaþjónusta og umtalsverð íbúafjölgun Öflug uppbygging í sjávarútvegi og ört vaxandi ferðaþjónusta einkenna Snæfellsbæ um þessar mundir. Þá er einnig unnið ötullega að lagfæringu og fegrun umhverfisins þar sem Staðardagskrá 21 er höfð að leiðarljósi. Snæfellsbær varð til við sameiningu nokk- urra sveitarfélaga á utanverðu Snæfellsnesi árið 1994. Helstu þéttbýlissvæðin eru Ólafsvík, Rif, Hellissandur, Arnarstapi og Hellnar auk þess sem nokkur fjöldi sveita- bæja er í bæjarfélaginu. Þegar litið er á tölur Hagstofunnar um fólksfjölda kemur í Ijós að íbúum Snæfellsbæjar hefur fjölgað umtalsvert að undanförnu eða úr 1.740 þann 1. desember 2000 í 1.799 sama dag ári síðar. íbúum Ólafsvíkur fjölgaði um 63 eða 6,4% og íbúum Hellissands fjölgaði um 35 eða 2%. Samkvæmt því búa nú 1.052 í Ólafsvík, 419 á Hellissandi og 147 á Rifi. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæ- fellsbæ, segir þessa fjölgun í samræmi við það uppbyggingarstarf sem unnið hefur verið að undanförnu. Bæði sé um að ræða öfluga uppbyggingu í sjávarútvegi, sem byggist að mestu leyti á þeirri gullkistu er finna má í Breiðafirði, en einnig ört vax- andi ferðaþjónustu. Kristinn segir að eftir tímabil nokkurra erfiðleika í sjávarútvegin- um hafi útvegsmenn í Snæfellsbæ verið að auka aflahlutdeild sína og eigi það veru- legan þátt í öflugra atvinnulífi. Gullkistan í Breiðafirði Útvegurinn byggist að verulegu leyti á sjó- sókn á minni bátum og trillum sem henta vel til þess að sækja hin gjöfulu fiskimið í Breiðafirði. í mörgum tilfellum er aðeins stutt sigling á miðin og hafði Kristinn Jón- asson það eftir skipstjóra frá Grenivík, sem leggur upp vestra um sinn, að hann hafi aldrei kynnst jafn auðveldum útvegi. Hann væri um 10 til 12 tíma á sjó og annan sambærilegan tíma í landi en nær enginn tími færi í siglingar til og frá mið- unum. Þessi staðreynd varð tíðindamanni Sveitarstjórnarmála Ijós þegar hann stóð á bryggjunni á Rifi á dögunum og horfði á bát toga skammt undan landi og annan bát sigla inn í hafnarmynnið með fisk, sem aðeins hafði legið nokkra stundar- fjórðunga um borð. Um 33.448 tonn af bolfiskafla bárust á land í Snæfellsbæ á Smábátar í Ólafsvíkurhöfn en fjöldi þeirra er gerður út til fiskjar frá byggðum Snæfellsbæjar. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, á skrifstofu sinni á Hellissandi. liðnu ári, um 18.687 tonn í Ólafsvík, 12.084 tonn á Rifi og um 2.677 tonn á Arnarstapa. Öflugur fiskmarkaður er starf- ræktur í Ólafsvík, Rifi og á Arnarstapa þar sem fiskur er boðinn upp með aðstoð tölvuvæddra fjarskipta. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir að með bættum samgöngum á milli Snæfells- bæjar og höfuðborgarsvæðisins hafi flutn- ingur á ferskum fiski til Keflavíkurflugvall- ar aukist verulega. „Nýveiddur fiskur er að koma að landi síðdegis og hann unninn strax daginn eftir. Honum er síðan ekið suður til Keflavíkur á kvöldin og er kom- inn á markaði í Evrópu daginn eftir. Eg held að ferskari geti varan ekki orðið þeg- ar hún kemst á borð neytenda ytra," segir Kristinn og vottar fyrir stolti í rödd hans. Samgöngurnar gjörbreyttu sveitarfélaginu Fyrir utan aukna aflahlutdeild og fjölgun fiskibáta eru það einkum samgöngurnar sem bætt hafa og eflt Snæfellsbæ sem bú- svæði. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir vart hægt að bera samgöngumöguleikana nú saman við það hvernig þeir voru fyrir nokkrum árum. Með veginum undir Ólafsvíkurenni hafi byggðirnar í Ólafsvík, á Rifi og á Hellissandi tengst saman. „Gamli vegurinn um Ennið var mjög erfið- ur, viðsjárverður og hættulegur vegna nær stöðugs grjóthruns. Vegna þess vildu margir helst ekki þurfa að fara um hann. Til var fólk sem fremur kaus að aka suður yfir Fróðárheiði og út fyrir Nesið til þess að fara á milli Ólafsvíkur og Hellissands, sem þó er aðeins um sjö kílómetra leið í beina stefnu. Eftir að sjávarleiðin var gerð fer fólk fram og til baka eins og um hverja aðra innanbæjarleið sé að ræða. Fólk fer til vinnu á milli þessara staða, ungmennin aka rúntinn á kvöldin og ef ég nefni sjálf- 16

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.