Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Blaðsíða 14
Sameining sveitarfélaga
Dalabyggð
Sex hreppar sameinuðust í Dalabyggð árið 1994. Árið 1998 var
Skógarstrandarhreppur sameinaður sveitarfélaginu.
í rannsókninni kemur m.a. fram að félagsþjónusta í Dölum
hefur verið efld og meiru kostað til hennar eftir sameiningu. í
dreifbýlinu má þó finna sjónarmið um að henni sé misskipt en
aftur á móti er fólk í þéttbýlinu ánægt með hana. Útgjöld til fé-
lagsþjónustunn'ar hækkuðu um 20% strax eftir sameininguna og
höfðu fjórfaldast á árinu 2000 miðað við það sem var árið 1993.
Takmörkuð þjónusta í dreifbýlinu fyrir sameininguna skýrir þenn-
an mun á útgjöldum að hluta.
Með sameiningu sveitarfélaga í Dalabyggð varð ákveðin hag-
ræðing í skólamálum. Skólahaldi að Laugum var hætt á öðru
kjörtímabili og öll starfsemi flutt til Búðardals. Hefur það valdið
togstreitu í sveitarfélaginu og sækja nokkur börn skóla í ná-
grannasveitarfélaginu Saurbæjarhreppi.
Öll stjórnsýsla er í þéttbýlinu í Búðardal og byggist hún á
stjórnkerfi fyrrum Laxárdalshrepps. Það hefur nokkra kosti í för
með sér því innan hans var bæði að finna þéttbýli og dreifbýli
fyrir sameininguna. Fjárhagur sveitarfélagsins hefur batnað veru-
lega að undanförnu og skýrist það að nokkru af rekstrarhagræð-
ingu í skólamálum.
íbúar dreifðu byggðanna hafa tilhneigingu til að álíta að for-
sendur þeirra til áhrifa hafi versnað eftir sameiningu þrátt fyrir að
fimm af sjö sveitarstjórnarmönnum komi úr dreifbýlinu utan
gamla Laxárdalshrepps.
SNÆFELLSBÆR
HAFNARSJ ÓÐUR
Olafsvikurhofn
Rifshöfn
Arnarstapahöfn
Sameining felld í Fellahreppi
Þrátt fyrir að 1.087 kjósendur hafi sagt já en aðeins 305 nei verður ekki af sameiningu á Héraði.
Áform um að nýtt sveitarfélag næði stöðu sem fjölmennasta
sveitarfélag á Austurlandi urðu að engu, í bili að minnsta kosti,
þegar sameining Austur-Héraðs og Fellahrepps var felld í kosn-
ingunum um liðna helgi. Forráðamenn beggja sveitarfélaga töldu
sig sjá fjölda sóknarfæra við sameiningu og um leið að sameinað
sveitarfélag myndi styrkjast og geta veitt íbúunum betri þjónustu
og tekið að sér fleiri og stærri verkefni.
Það voru íbúar minna sveitarfélagsins, Fellahrepps, sem höfn-
uðu sameiningunni en þó ekki með miklum mun. í Fellahreppi
voru 125 kjósendur á móti sameiningu en 117 með. íbúar Aust-
ur-Héraðs voru annarrar skoðunar og þar var mikill munur, því
970 sögðu já en 180 nei. Það er því Ijóst að ekki verður af sam-
einingu á þessu svæði að sinni og draumur um að þarna yrði til
fjölmennasta sveitarfélag Austurlands, með um 2.500 íbúa, rætt-
ist ekki.
14