Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Blaðsíða 26
 -Kjiw^ettgt Kjörgengi í nefndir sveitarfélaga Með fyrstu verkum nýkjörinna sveitarstjórna er að kjósa í nefndir, stjórnir og ráð á vegum sveitarfélaga í sam- ræmi við fyrirmæli samþykktar um stjórn viðkomandi sveitarfélags. Við kosningar þessar er nauðsynlegt að gætt sé vel að reglum sveitarstjórnarréttarins um kjörgengi. Jón Jónsson, lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reglur um kjörgengi lúta meðal annars að því að einstaklingur uppfylli ákveðin skil- yrði, það er almenn jákvæð hæfisskilyrði, til dæmis að hafa náð 18 ára aldri. Þessi hluti kjörgengisreglna vegna nefnda er skýr. í 3. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga segir: „Þeir einir eru kjörgengir í nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarfélags sem kosningarétt eiga í sveitarfélaginu.'1 Nefndarmaður þarf ekki að hafa haft kosningarétt þann dag sem sveitarstjórnar- kosningar fóru fram heldur er nægilegt að skilyrði kjör- gengis nefndar- manns séu fyrst uppfyllt þann dag sem sveitarstjórn kýs í viðkomandi nefnd. Auk þessarar al- mennu reglu um kjörgengi í nefndir geta gilt sérreglur um kjörgengi í tilteknar nefndir. Slíkar reglur er að finna í sérlög- um um starfsemi viðkomandi nefnda og mögulega í samþykktum sveitarfélaga. Mikilvægast þessara ákvæða er sennilega 3. mgr. 38. gr. sveitarstjórnarlaga um kjör- gengi í byggðarráð. Samkvæmt ákvæðinu skal fulltrúi í byggðarráði vera kjörinn úr hópi aðalfulItrúa sveitarstjórnar. Skilyrði kjörgengis varafulltrúa í byggðarráð eru þau sömu og aðalfulltrúa að því undan- skildu að nægilegt er að varafulItrúi komi úr hópi varafulltrúa í sveitarstjórn. Almennt vanhæfi Sá hluti kjörgengisreglna sem fjallar um almenn neikvæð hæfisskilyrði til setu í nefndum, það er reglur um almennt vanhæfi, er að mörgu leyti óskýr- ari en aðrar kjör- gengisreglur. í al- mennu vanhæfi felst að ef ákveðin skilyrði um hags- munatengsl eiga við einstakling þá er hann fyrirfram útilokaður til að gegna ákveðinni stöðu. Sérstakt vanhæfi, sem oft er í umræðunni, lýtur hins vegar einungis að ákveðnum skilyrðum um hagsmunatengsl vegna eins tiltekins máls en ekki aimennt að því að einstaklingur gegni viðkomandi stöðu. Al- Sá hluti kjörgengisreglna sem fjallar um almenn neikvæð hæf- isskilyrði til setu í nefndum, það er reglur um almennt vanhæfi, er að mörgu leyti óskýrari en aðrar kjörgengisreglur. „Starísmenn fyrirtækja og stofnana sveitarfélags eru ekki kjörgengir f nefndir, ráð og stjórnir þeirra fyrir- tækja eða stofnana er þeir starfa hjá," segir í42. grein sveitarstjórnarlaga. Myndin er tekin á fundi Menningarmálanefndar Akureyrarbæjar. jón jónsson. mennt vanhæfi tengist þó sérstöku van- hæfi þar sem talið er að til sé óskráð regla í stjórnsýslurétti um almennt neikvætt hæfi sem felur í sér að einstaklingur telst vanhæfur til að gegna stöðu, til dæmis að sitja í nefnd, ef fyrir liggur að hann verður oft vanhæfur á grundvelli sérstakra hæfis- reglna. Tilgangur reglna um almennt van- hæfi er því meðal annars að koma í veg fyrir að starfsemi nefnda truflist af síendur- teknu vanhæfi nefndarmanna og að auka traust almennings á stjórnsýslunni með til- liti til óhlutdrægni nefndarmanna. Starfsmenn fyrirtækja og stofnana í 42. gr. sveitarstjórnarlaga er fjallað um almennt vanhæfi til setu í nefndum og orðast greinin svo: „Starfsmenn fyrirtækja og stofnana sveitarfélags eru ekki kjör- gengir í nefndir, ráð og stjórnir þeirra fyrir- tækja eða stofnana er þeir starfa hjá." Til þess að skýra nánar áhrif greinarinnar verða hér talin upp nokkur störf sem leiða til þess að einstaklingar teljast almennt vanhæfir til að eiga sæti í skólanefnd 26 ------ <%>

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.