Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Blaðsíða 30
Bók um sveitarstjórnarstigið
Hvers konar sveitarfélag er hagstæðast?
Fjallað er um áleitnar spurningar í nýlega útkominni bók Gunnars Helga Kristinssonar um sveitar-
stjórnarstigið.
Á síðasta ári kom út bókin „Staðbundin
stjórnmál: Markmið og árangur sveitarfé-
laga" eftir Gunnar Helga Kristinsson, stjórn-
málafræðing og prófessor við Háskóla ís-
lands. Er þetta í fyrsta sinn sem ítarlegt rit
um tilgang, gerð og stöðu sveitarfélaga og
sveitarstjórna kemur út og er raunar fyrsta
fræðiritið, sem skrifað er um þau mál hér á
landi. Bókina byggir Gunnar Helgi meðal
annars á mjög víðtækri viðhorfskönnun á
meðal íbúa sveitarfélaga um allt land auk
viðtala við sveitarstjórnarmenn, fram-
kvæmdastjóra sveitarfélaga og oddvita. Þá
styðst hann einnig við margvíslegar töluleg-
ar upplýsingar um sveitarfélög og rekstur
þeirra.
í fyrri hluta bókarinnar fjallar höfundur-
inn meðal annars um réttlætingu á tilvist
sveitarfélaganna, markmið þeirra og tilgang.
Hann bendir á að sveitarfélögin stuðli að
valddreifingu og frelsi og að innbyrðis sam-
keppni þeirra myndi ákveðið mótvægi við
ríkisvaldið. Hann bendir einnig á að eining-
ar á borð við sveitarfélögin skapi skilyrði
fyrir virkari þátttöku hins almenna borgara í
málefnum
samfélagsins
auk þess sem
þau geti sinnt
ýmiss konar
opinberri
þjónustu með
hagkvæmari
hætti en ef
hún væri öll
innt af hendi
ríkisvaldsins.
Nær 4/5 tekna til fastra útgjalda
Gunnar Helgi bendir á að hlutverk sveitarfé-
laga sé mun minna hér á landi en á hinum
Norðurlöndunum og að þau hafi takmarkað
svigrúm til þess að bjóða aukna þjónustu
eða leysa hana af hendi eftir mismunandi
leiðum. Hann ræðir í framhaldi þess um út-
tekt sem tímaritið Vísbending hefur gert á
sveitarfélögum á undanförnum árum út frá
ákveðnum efnahagsforsendum. Samkvæmt
þeim á „draumasveitarfélagið" að hafa sem
lægsta skattheimtu, hæfilegar fjárfestingar,
hagkvæma þjónustu, sem minnstar skuldir,
veltuhlutfall í kringum einn og hóflegar
breytingar á íbúafjölda.
Betra aö sveitarfélögin
annist þjónustuna
í viðhorfskönnun þeirri sem Gunnar Helgi
Kristinsson byggir bók sína að verulegu leyti
á kemur fram að mikill meirihluti almenn-
ings telur betra að sveitarfélög reki þjónustu
heldur en að ríkið annist hana og að ánægja
ríki í meginatriðum um störf sveitarstjórna. í
framhaldi þess fjallar hann m.a. um aukna
hagkvæmni í rekstri sveitarfélaga og hreyfir í
því efni viðkvæmu máli sem er stærð eða
öllu heldur smæð margra íslenskra sveitarfé-
laga. Hann bendir á að geti sveitarfélög
boðið þjónustu með mun hagkvæmari hætti
en ríkisvaldið sé það hlutfall sem er á milli
þjónustuverkefna sveitarfélaga hér á landi
og í Skandinavíu afar óhagstætt íslendingum
þótt á því verði að hafa ákveðna fyrirvara.
Misvísandi skilaboð
Gunnar Helgi fjallar um sterka stöðu fá-
mennu dreifbýlissveitarfélaganna á Alþingi
og innan Sambands íslenskra sveitarfélaga
og segir að fulltrúum þessara sveitarfélaga
hafi í raun verði fengið stöðvunarvald í þró-
un til stærri og öflugri félagseininga. Sveitar-
stjórnarkerfið þjóni íbúum lítilla sveitarfé-
laga oft betur en íbúum þeirra stærri. Ibúar
litlu sveitarfélaganna njóti kosta nálægðar-
innar og þannig þjónustu sem oft sé niður-
greidd af ríkinu.
Er Reykjavík of stór?
Athygli vekur sú spurning Gunnars Helga
Kristinssonar hvort Reykjavík sé orðin of stór
sem sveitarfélag. Hann kemst að þeirri nið-
urstöðu að þegar komið sé að stærðarmörk-
um höfuðborgarinnar séu sveitarfélög hætt
að ná þeim tilgangi sínum að færa starfsemi
hins opinbera nær íbúunum. Hann sýnir
fram á að Reykjavík njóti lítillar hagkvæmni
vegna stærðar og nefnir sem dæmi að borg-
in greiði verulega hærri fjárhæðir á hvern
íbúa vegna félagsþjónustu en nágrannasveit-
arfélögin. Þá kemur glöggt fram í þeirri við-
horfskönnun, sem liggur að baki bókinni, að
mun minm anægja
er á meðal íbúa
borgarinnar með
þjónustu en íbúa
annarra sveitarfé-
laga
Vandi Reykja-
víkur er
Úrlausnarefni Gunnar Helgi Kristins-
Gunnar Helgi segir S°n'
að til þess að auka nálægð íbúa höfuðborg-
arinnar við þjónustuna og búa til „notenda-
vænni framhlið" þurfi að skipta borginni i
ákveðin þjónustuhverfi. Hann dregur einnig
þá ályktun af athugunum sínum að ef til vill
væri efni til að skipta höfuðborginni í fjögur
til fimm sveitarfélög. Hann bendir á að slík
skipting myndi færa sveitarstjórnina nær
íbúunum til samræmis við það sem gerist í
flestum öðrum sveitarfélögum.
Gunnar Helgi telur vanda Reykjavíkur
sem sveitarfélags ekkert síður mikilvægt úr-
lausnarefni en vanda hinna minnstu sveitar-
félaga og bendir á að innan borgarinnar búi
álíka fjöldi fólks og í öllum þeim sveitarfé-
lögum landsins sem hafa innan við 10 þús-
und íbúa. Hugmyndin um skiptingu Reykja-
víkur í fleiri sveitarfélög er ný af nálinni og
gagnstæð þeim sjónarmiðum, sem stundum
hafa komið fram á undanförnum árum að
heppilegt myndi að sameina höfuðborgar-
svæðið í tvö eða jafnvel eitt sveitarfélag.
Aðgengileg og áhugaverð
lesning
Ógerningur er að fjalla ítarlega um rit á
borð við „Staðbundin stjórnmál: Markmið
og árangur sveitarfélaga" í stuttu máli. Bókin
er full af fróðleik byggðum á sögu og til-
gangi sveitarstjórna en einnig umfangsmik-
illi viðhorfskönnun og tölulegum upplýsing-
um um starfsemi þeirra. Ástæða er til þess
að fagna útkomu hennar og vekja athygli
þeirra sem fást við sveitarstjórnarmál á efni
hennar. Bókin er aðgengileg og áhugaverð
lesning fyrir alla þá sem áhuga hafa á mál-
efnum sveitarstjórnarstigsins og almennum
þjóðmálum.
30