Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Page 10
Sameining sveitarfélaga
Vel heppnuð sameining
er mikilvæg byggðaaðgerð
Meirihluti íbúa sjö nýlegra sveitarfélaga telur þá starfsemi og þjónustu sem sveitarfélögin inna af hendi
hafa mjög miklu hlutverki að gegna fyrir byggðaþróun á viðkomandi svæði.
Þetta er á meðal þess sem lesa má úr
skýrsiu Rannsóknastofnunar Háskólans á
Akureyri um rannsókn á áhrifum og af-
leiðingum sameiningar 37 sveitarfélaga í
sjö vítt um landið.
Þessar niðurstöður eru m.a. í samræmi
við rannsókn sem gerð var árið 1994
meðal 367 sveitarstjórnarmanna þar sem
þeir töldu sveitarfélögin hafa miklu hlut-
verki að gegna í byggðaþróun.
í niðurstöðum könnunarinnar kemur
hins vegar einnig fram að íbúar jaðar-
byggða og áður lítilla hreppa eru ekki eins
ánægðir með ástand lýðræðis í stærra og
öflugra sveitarfélagi. Þau sveitarfélög sem
rannsóknin náði til urðu að veruleika eftir
sameiningar á árunum 1994 og 1998 og
við rannsóknina var tekið til fimm þátta
sem telja má að sameining hafi nokkur
áhrif á. Þessir þættir eru; rekstur og fjár-
mál, stjórnsýsla, þjónusta, búsetu- og
byggðaþróun og lýðræði.
Dulin þjónustuþörf
Dr. Crétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræð-
ingur og framkvæmdastjóri Rannsókna-
stofnunarinnar, sem vann rannsóknina
ásamt Hjalta Jóhannessyni, landfræðingi
og starfsmanni hennar og fleirum, segir að
margt geti orðið til þess að valda óánægju
eða ágreiningi eftir sameiningu sveitarfé-
laga. Einkum séu skiptar skoðanir um
skólamál. Kröfur um hagræðingu í þeim
málaflokki komi gjarnan fram í kjölfar
sameiningar sveitarfélaga, einkanlega þar
sem dreifbýli sameinast þéttbýli. í samtali
við Crétar Þór og Hjalta kom fram að
áður dulin þjónustuþörf í félagsþjónustu
hafi komið upp þegar fámenn sveitarfélög
hafi orðið hluti af stærri heildum. Verkefni
hennar hafi aukist og kostnaður hækkað
af þeim sökum. Einkum er hér um að
ræða afskipti félagsþjónustu þar sem mik-
ið fámenni og nálægð fólks kom í veg fyr-
ir faglegar lausnir.
Minni áhrif íbúa jaðarbyggða
í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur
fram að stjórnsýslan verður bæði faglegri
og skilvirkari í sameinuðu sveitarfélögun-
um, einkum þar sem fámennir hreppar
áttu í hlut, vegna þess að þar var oft ekki
um neina eiginlega stjórnsýslu að ræða.
Stjórnsýslan, að svo miklu leyti sem hún
var til staðar, var gjarnan á heimilum odd-
vita sem sinntu málefnum sveitarfélag-
anna í hlutastarfi.
Grétar Þór og Hjalti segja að fyrir-
komulag og staðsetning stjórnsýslunnar
séu oft tilfinningamál þegar sveitarfélög
eru sameinuð. í nánast öllum tilfellum
sem rannsókn þeirra náði til kom fram að
íbúar jaðarbyggðanna, þeirra byggða sem
lengst eru frá þéttbýlinu, telja sig afskipta
hvað áhrif á málefni sveitarfélagsins varð-
ar. Miðstöð stjórnsýslu er oftast staðsett í
stærsta þéttbýliskjarnanum þótt finna megi
undantekningar frá því.
í þeim sveitarfélögum sem rannsóknin
náði til er um þrenns konar form stjórn-
sýslu að ræða. í fyrsta lagi þar sem allri
stjórnsýslu hefur verið komið fyrir á ein-
um stað. Á það við um sameiningarnar
fámennustu sveitarfélaganna. í öðru lagi
þar sem meginhluti stjórnsýslunnar er á
einum stað en nokkrum hluta hennar
dreift á fleiri staði. í þriðja lagi eru dæmi
um að stjórnsýslu hefur verið skipt á milli
allra fyrrverandi sveitarfélaga og stjórn-
sýslan því algerlega dreifð. Slíkt dæmi er
að finna í Fjarðabyggð þar sem stjórnsýsl-
unni er skipt á milli þéttbýlisstaðanna
Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Norðfjarðar.
Valdið þar sem
höfuðstöðvarnar eru
Grétar Þór og Hjalti segja að þær lausnir,
sem fundnar hafa verið á fyrirkomulagi
stjórnsýslunnar, miði að því að stuðla að
lýðræðislegri stjórnsýslu, þar sem hún er
sem næst borgurunum. Þeir segja dreifðari
stjórnsýslu dýrari lausn en þegar henni er
komið fyrir á einum stað. Þau sjónarmið
koma einnig fram á meðal embættis-
manna og kjörinna fulltrúa sveitarfélaga
að dreifð stjórnsýsla geti verið óskilvirk en
hún sýnir sig að vera lýðræðislegri frá
sjónarhóli íbúanna. Staðsetning höfuð-
stöðva sveitarfélaga skiptir íbúana veru-
legu máli og virðist hafa mun meira tákn-
rænt gildi en hvar bæjar- og sveitarstjórar
Dr. Crétar Þór Eyþórsson (t.h.), forstöðumaður Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, og Hjalti
Jóhannesson, landfræðingur og starfsmaður stofnunarinnar, eru höfundar skýrslu um rannsókn á áhrifum
og afleiðingum sameiningar 37 sveitarfélaga í sjö.
10