Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Síða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Síða 18
Snæfellsbær Þjóðgarðurinn býður ýmsa möguleika Verndun náttúruverðmæta, vönduð upplýsingagjöf og greiður aðgangur fyrir ferðafólk er á meðal þess sem felst í starfsemi Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður á síðasta ári og er allur innan marka Snæ- fellsbæjar. Að norðan liggja mörk hans skammt austan Gufuskála og að sunnan um austurjaðar Háahrauns í landi Dag- verðarár. SnæfelIsjöku11, eitt þekktasta náttúrufyrirbæri landsins og það þekktasta á Snæfellsnesi, er innan þjóðgarðsins. Þjóðgarðurinn nær yfir um 170 ferkíló- metra lands - allt frá jökli og út í sjó. Guðbjörg Gunnarsdóttir tók við starfi þjóðgarðsvarðar í september í fyrra. Hún segir sérstöðu þjóðgarðsins einkum felast í því að hann nær í sjó fram og komi sam- spil manns og sjávar því vel fram. Hún segir þjóðgarðinn kjörinn til fræðslu um náttúruna og væntir þess að til dæmis skólanemar heimsæki hann í þeim til- gangi. Guðbjörg segir merkar jarðmynd- anir að finna í þjóðgarðinum og kjörnar til þess að kynna fólki hvernig landið hefur orðið til. Áhersla á aðgengi Mikil áhersla verður lögð á að fólk eigi greiðan aðgang að því sem þjóðgarðurinn hefur að geyma og eru samgöngubætur á Snæfellsnesi mikilvægur þáttur í því sam- bandi. Guðbjörg segir að með bundnu slitlagi á veginn fyrir Snæfellsnes batni möguleikar ferðafólks verulega en áform- að er að halda áfram vegagerð fyrir Nesið á komandi sumri. Þjóðvegurinn dugar þó ekki til þess að komast að gersemum þjóðgarðsins, heldur verður að skipu- leggja leiðir, áningarstaði og alla umferð um hann auk þess að koma greinargóðum upplýsingum til þeirra sem fara þar um. Guðbjörg segir hlutverk þjóðgarðsins einkum tvíþætt. Annars vegar að varðveita þá margbreytilegu náttúru, sem þar er að finna en einnig að gera fólki auðvelt að koma, skoða og njóta náttúrunnar. Aukin umferð um svæðið eigi ekki að valda skaða heldur eigi maður og náttúra að geta lifað í sátt og samlyndi. Þjóðgarður- inn þurfi að gegna hlutverki þess staðar þar sem gaman sé að koma og njóta bæði útiveru og fræðslu og fara aftur heim fróð- ari um svæðið, jarðfræði þess og sögu en einnig það manlíf sem var. Engin byggð er lengur innan marka þjóðgarðsins en nokkrir bæir voru á ströndinni á utanverðu Nesinu fyrr á árum. Þjóðsagan er hluti þeirrar upplifun- Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir að aukin umferð um svæðið eigi ekki að valda skaða heldur eigi maður og náttúra að geta lifað í sátt og samlyndi. Þjóðgarðurinn þurfi að gegna hlutverki þess staðar þar sem gaman sé að koma og njóta bæði útiveru og fræðslu og fara aftur heim fróðari um svæðið, jarðfræði þess og sögu en einnig það manlífsem var. ar sem þessi staður býr yfir. Margar sagnir tengjast Snæfellsnesi og Jöklinum, sagnir sem eru hluti af menningararfleifð þjóðar- innar. Þegar er hafinn undirbúningur að móttöku ferðafólks í þjóðgarðinn og er búið að ráða í tvær stöður landvarða í sumar auk starfs Guðbjargar sem þjóð- garðsvarðar. Fjórar manneskjur munu skipta þessum stöðum með sér og annast upplýsingagjöf til ferðafólks auk almennr- ar landvörslu. Þjóðgarðsvörður hefur að- setur í húsi íslandspósts á Hellissandi og verður þjónustumiðstöð starfrækt þar í sumar. Hafnargarðarnir á Rifi eru mikil mannvirki og hvarvetna kappkostað að byggja þá eins lystilega og unnt er. 18

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.