Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Page 19
Umhverfisátak frá haustdögum 1998
Umhverfisátakið í Snæfellsbæ hefur heppnast mjög vel vegna hins jákvæða hugarfars bæjarbúa og mikils
metnaðar þeirra við að ganga sem best um umhverfi sitt.
„Helst ekki vinur. Ég er kominn útúr öllu
þessháttar. Nútíminn burstar í sértennurn-
ar í staðinn fyrir að fara með kvöldbæn".
Þessi orð leggur Halldór Laxness séra Jóni
Prímusi í munn þegar vinur hans,
Godman Sýngman, biður hann að
biðjast fyrir með sér kvöldið áður
en hann deyr. Þessar setningar úr
Kristnihaldi undir Jökli koma
ósjálfrátt í hugann þegar farið er um
Snæfellsbæ. Þegar þjóðin tók að
bursta í sér tennurnar þótti það mik-
ið framtak til þrifa og ekki er ör-
grannt um að tíðindamanni sem á
leið um byggðirnar á utanverðu
Snæfellsnesi nú sýnist sem burstinn
hafi verið tekinn áþreifanlega í
þjónustu umhverfis og íbúa.
Átakið sem skilað hefur íbúum
Snæfellsbæjar betra og fegurra um-
hverfi hófst í byrjun októbermánað-
ar 1998 þegar bæjarstjórnin ákvað
að taka þátt í umhverfisverkefninu
sem byggt er á Staðardagskrá 21.
Skipaður var stýrihópur um verkefn-
ið og var Guðlaugur Bergmann,
löngum kenndur við Karnabæ en nú
ferðaþjónustu- og framkvæmdamaður á
Hellnum, ráðinn verkefnisstjóri. Þegar
Samband íslenskra sveitarfélaga og um-
hverfisráðuneytið ákváðu að veita því
sveitarfélagi verðlaun, sem best var talið
hafa staðið að því að koma af stað áætlun
um verkefni í anda Staðardagskrár 21
hlaut Snæfellsbær þá viðurkenningu og
var hún formlega veitt þann 23. mars árið
2000. Á ráðstefnu um Staðardagskrárverk-
efnið í Ólafsvík haustið eftir var gengið frá
yfirlýsingu um umhverfismál, sem kennd
er við staðinn. Þessi yfirlýsing er nú þáttur
í Staðardagskrárverkefninu hvar sem það
fer fram um landið, því þau sveitarfélög
sem undirrita hana skuldbinda sig til þess
að leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar
þróunar.
Jarðgerð minnkar sorp
um helming
Hvar sem farið eru um byggðir Snæfells-
bæjar vekur umhverfisátakið eftirtekt og
athygli. Snyrtimennska ein-
kennir alla umgengni um at-
hafnasvæði sjávarútvegsins.
Víða hefur verið hlúð að
húsum og í flestum tilfellum
er vel gengið um nágrenni
þeirra. Verulegt átak hefur
verið gert að þessu leyti og
vel hefur tekist til við að fá
íbúana að verkefninu.
Nú er á döfinni að fá
íbúa Snæfellsbæjar til þess
að hefja jarðgerð, með öðr-
um orðum að flokka lífrænt
sorp frá ólífrænu og breyta
því í jarðveg. Talið er að með jarðgerð
megi minnka venjulegt heimilissorp um
allt að 40% sem sparar kostnað og fækkar
vandamálum við sorpförgun. Þegar hefur
jarðgerðartunnum verið komið fyrir
í öllum skólum Snæfellsbæjar. Krist-
inn Jónasson bæjarstjóri segir að
sérstaklega vel hafi verið unnið að
þessu í skólanum á Lýsuhóli á
sunnaverðu Nesinu og muni hann
fljótlega hljóta „græna flaggið" sem
vottun fyrir verkefnið.
Hafnarsvæðin malbikuð
Á síðustu árum hefur verið unnið
átak við umhverfi hafnanna í Ólafs-
vík, Hellissandi og á Rifi. Hafnar-
svæðin hafa verið malbikuð auk
þess sem vandað hefur verið til
grjóthleðslna og varnargarða. Víða
má sjá listrænt handbragð við gerð
þessara garða og líkast því að hver
steinn hafi verið höggvinn til þess
að mæta næsta steini. Höfnin á Rifi
er mikið mannvirki og þar er nú
áformað að vinna að frekari endur-
bótum á umhverfi hennar, meðal annars
með aukinni malbikun. Þá hefur verið
unnið að endurbótum gatna en þar er
mikið verk óunnið.
Þegar bæjarstjórinn ók með tíðinda-
manni um götur Ólafsvíkur benti hann á
götu þar sem steinsteypa var notuð til þess
að binda yfirborð götunnar. Kristinn sagði
að þótt steinsteypan sé kostnaðarsamari í
byrjun þá væru endingarmöguleikar henn-
ar mun meiri en malbiks þannig að ekki
ætti að vera um dýrari framkvæmdir að
ræða þegar til lengri tíma er litið.
Kristinn segir að umhverfisátakið í
Snæfellsbæ hafi heppnast eingöngu vegna
hins jákvæða hugarfars bæjarbúa og
mikils metnaðar þeirra við að ganga sem
best um umhverfi sitt. íbúar Snæfellsbæjar
hafa svo sannarlega tekið „tannburstann" í
þjónustu sína svo aftur sé vitnað til líking-
ar Nóbelsskáldsins, sem öðrum fremur
hefur haldið svæðinu undir Jökli - byggð
núverandi Snæfellsbæjar - á lofti.
Félagsheimilið í Ólafsvík
Gömul gata á Hellissandi. Húsafriðunamefnd hefur lagt til friðun
götumyndarinnar en hún er ein heillegasta þorpsgötumynd á landinu
eins og þær voru fyrr á árum.
19